140. löggjafarþing — 2. fundur,  3. október 2011.

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar, október 2011:

Yfirlit fyrir 140. löggjafarþing fer hér á eftir. Fram kemur hvort ætlunin er að leggja mál fram að hausti eða vori. Flutt kunna að verða fleiri frumvörp en getið er og atvik geta hindrað flutning einstakra frumvarpa. Jafnframt eru taldar upp fyrirhugaðar tillögur til þingsályktana og helstu skýrslur sem ætlunin er að leggja fram.


Forsætisráðherra:
  1. Frumvarp til upplýsingalaga. (Haust.)
  2. Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993. (Haust.)
  3. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fækkunar úrskurðarnefnda (bandormur). (Vor.)
  4. Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd þingsályktana frá árinu 2010, sbr. 8. mgr. 44. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, sbr. 23. gr. laga nr. 84/2011, um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis. (Haust.)
  5. Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd þingsályktana frá 1. október 2005 til 31. desember 2009. (Haust.)
  6. Skýrsla forsætisráðherra um áhrif laga um opinberar eftirlitsreglur og störf ráðgjafarnefndarinnar og önnur tengd atriði, sbr. 8. gr. laga nr. 27/1997, um opinberar eftirlitsreglur. (Haust.)
  7. Skýrsla forsætisráðherra um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi, sbr. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. (Vor.)
  8. Skýrsla samhæfingarnefndar um siðferðileg viðmið í stjórnsýslunni, sbr. f-lið 3. mgr. 17. gr. laga nr. 73/1969, um Stjórnarráð Íslands, sbr. einnig f-lið 3. mgr. 25. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, samþykkt á Alþingi 17. september sl. Nefndin skal skila forsætisráðherra skýrslu sem svo leggur hana fyrir Alþingi. (Vor.)

Efnahags- og viðskiptaráðherra:
  1. Frumvarp til nýrra heildarlaga um jöfnun flutningskostnaðar. (Haust.)
  2. Frumvarp um breytingar á lögum um Hagstofu Íslands. (Haust.)
  3. Frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til hækkunar á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og til að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á stofnskrá sjóðsins. (Haust.)
  4. Frumvarp til laga um breyting á lögum um greiðslu kostnaðar vegna opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi. (Haust.)
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. (Haust.)
  6. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. (Haust.)
  7. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum. (Haust.)
  8. Frumvarp til laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. (Haust.)
  9. Frumvarp til laga um lögmæltar ökutækjatryggingar og skaðabótaábyrgð vegna vélknúinna ökutækja. (Haust.)
  10. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti. (Haust.)
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 3/2006, um ársreikninga, með síðari breytingum. (Haust.)
  12. Frumvarp til laga um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. (Haust.)
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (einföldun samruna og skiptingarreglna o.fl.). (Haust.)
  14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 45/1997, um vörumerki, með síðari breytingum. (Haust.)
  15. Frumvarp til laga um breytingu á innheimtulögum, nr. 95/2008. (Haust.)
  16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, með síðari breytingum (opinber hlutafélög o.fl.). (Haust.)
  17. Frumvarp til breytinga á lögum nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. (Vor.)
  18. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 3/2006, um ársreikninga, með síðari breytingum. (Vor.)
  19. Frumvarp til laga um breyting á lögum um bókhald, nr. 145/1994, með síðari breytingum. (Vor.)
  20. Frumvarp til laga um almannaheillasamtök. (Vor.)
  21. Frumvarp til breytinga á lögum nr. 28/2001, um rafrænar undirskriftir. (Vor.)
  22. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 24/2006, um faggildingu o.fl., með síðari breytingum. (Vor.)
  23. Frumvarp til breytinga á lögum nr. 48/2003, um neytendakaup. (Vor.)
  24. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa. (Vor.)
  25. Frumvarp til nýrra laga um neytendalán. (Vor.)
  26. Frumvarp til laga um rafeyrisfyrirtæki. (Vor.)
  27. Frumvarp til laga um breyting á lögum um brunatryggingar og frumvarp til laga um náttúruhamfaratryggingar. (Vor.)
  28. Frumvarp til laga um breyting á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. (Vor.)
  29. Frumvörp tengd heildarendurskoðun á lögum um fjármálamarkaði og opinbert eftirlit. (Vor.)
  30. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands. (Vor.)
  31. Frumvarp til laga um breyting á lögum um endurskoðendur, nr. 79/2008, með síðari breytingum. (Vor.)
  32. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998. (Vor.)
  33. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. (Vor.)
  34. Frumvarp til laga um íbúðalán. (Vor.)
  35. Tillaga til þingsályktunar um stefnumörkun varðandi beinar erlendar fjárfestingar. (Haust.)
  36. Skýrsla til Alþingis um framtíð fjármálamarkaða og opinbert eftirlit. (Haust.)
  37. Skýrsla til Alþingis um beitingu þjóðhagsvarúðartækja. (Vor.)

Fjármála- og efnahagsráðherra:
  1. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2012.
  2. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2011.
  3. Frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2010.
  4. Frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum (bandormur). (Haust.)
  5. Frumvarp til laga um launaskatt. (Haust.)
  6. Frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum o.fl. (bandormur). (Haust.)
  7. Frumvarp til laga um frávik frá lögum um skatta og gjöld vegna stuðnings úr sjóði ESB sem fjármagnar aðstoð við umsóknarríki. (Haust.)
  8. Frumvarp til laga um breyting á tollalögum, nr. 88/2005. (Haust.)
  9. Frumvarp til laga um breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988. (Haust.)
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/2006, um kjararáð. (Haust.)
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. (Haust.)
  12. Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. (Vor.)
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup, nr. 84/2007. (Vor.)

Iðnaðarráðherra:
  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum. (Haust.)
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur. (Haust.)
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 73/2005, um skipan ferðamála. (Haust.)
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 43/1999, um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. (Haust.)
  5. Frumvarp til laga um samþættingu þeirra stofnana iðnaðarráðuneytis sem sinna atvinnuþróun, nýsköpun og byggðamálum. (Haust.)
  6. Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003, og breytingu á lögum nr. 87/2003, um Orkustofnun. (Vor.)
  7. Frumvarp til laga um hitaveitur. (Vor.)
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. (Vor.)
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 30/2008, um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl. (Vor.)
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 42/2009, um visthönnun vöru sem notar orku. (Vor.)
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 87/2003, um Orkustofnun. (Vor.)
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 86/2003, um Íslenskar orkurannsóknir. (Vor.)
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins. (Vor.)
  14. Frumvarp til laga um breytingu á iðnaðarlögum, nr. 42/1978. (Vor.)
  15. Tillaga til þingsályktunar um verndar- og orkunýtingaráætlun. (Haust.)
  16. Tillaga til þingsályktunar um stefnumörkun varðandi beinar erlendar fjárfestingar. (Haust.)
  17. Skýrsla um raforkumálefni. (Haust.)

Innanríkisráðherra:
  1. Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003. (Haust.)
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952. (Haust.)
  3. Frumvarp til laga um lénamál.(Haust.)
  4. Frumvarp til breytinga á lögreglulögum, nr. 90/1996. (Haust.)
  5. Frumvarp til breytinga á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. (Haust.)
  6. Frumvarp til laga um breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008. (Haust.)
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008. (Haust.)
  8. Frumvarp til breytinga á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008. (Haust.)
  9. Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940. (Haust.)
  10. Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940. (Haust.)
  11. Frumvarp til breytinga á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003. (Haust.)
  12. Frumvarp til breytinga á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003. (Haust.)
  13. Frumvarp til breytinga á lögum um loftferðir, nr. 60/1998. (Haust.)
  14. Frumvarp til breytinga á lögum um skráð trúfélög, nr. 108/1999, lögum um sóknargjald, nr. 91/1987, og hjúskaparlögum, nr. 31/1993. (Haust.)
  15. Frumvarp til breytinga á lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, nr. 69/1995. (Haust.)
  16. Frumvarp til breytinga á lögum um framkvæmdarvald ríkisins í héraði, nr. 92/1989. (Haust.)
  17. Frumvarp til breytinga á lögum um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005. (Haust.)
  18. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjarskiptasjóð. (Haust.)
  19. Frumvarp til umferðarlaga. (Haust.)
  20. Frumvarp til breytinga á áfengislögum, nr. 75/1998. (Haust.)
  21. Frumvarp um Farsýsluna, stjórnsýslustofnun samgöngumála. (Haust.)
  22. Frumvarp um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála. (Haust.)
  23. Frumvarp til breytinga á lögum um skaðsemisábyrgð, nr. 25/1991. (Vor.)
  24. Frumvarp til breytinga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. (Vor.)
  25. Frumvarp til vopnalaga. (Vor.)
  26. Frumvarp til laga um rannsókn samgönguslysa. (Vor.)
  27. Frumvarp til laga um breyting á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984. (Vor.)
  28. Frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga. (Vor.)
  29. Frumvarp til breytinga á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997. (Vor.)
  30. Frumvarp til laga um fullnustu refsinga. (Vor.)
  31. Frumvarp til laga um breytinga á lögum um siglingar, nr. 34/1985. (Vor.)
  32. Frumvarp til hafnalaga. (Vor.)
  33. Frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998. (Vor.)
  34. Frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000. (Vor.)
  35. Frumvarp til laga um breyting á ýmsum lögum í tengslum við tilfærslu varnartengdra verkefna. (Vor.)
  36. Frumvarp til breytinga á lögum um söfnunarkassa, nr. 73/1994, og lögum um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13/1973. (Vor.)
  37. Frumvarp til laga um öryggi leikfanga. (Vor.)
  38. Frumvarp til laga um gerð samninga um hlutdeild í afnotarétti orlofshúsnæðis. (Vor.)
  39. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 56/2007, um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd. (Vor.)
  40. Tillaga til þingsályktunar um 12 ára fjarskiptaáætlun. (Haust.)
  41. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun. (Haust.)
  42. Tillaga til þingsályktunar um 4 ára fjarskiptaáætlun. (Haust.)

Mennta- og menningarmálaráðherra:
  1. Frumvarp til laga um menningarminjar. (Haust.)
  2. Frumvarp til bókasafnalaga. (Haust.)
  3. Frumvarp til laga um opinber skjalasöfn. (Haust.)
  4. Frumvarp til laga um breytingar á bókmenntasjóði. (Haust.)
  5. Frumvarp til myndlistarlaga. (Haust.)
  6. Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum (reglur um takmörkun eignarhalds). (Haust.)
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um háskóla, nr. 63/2006. (Haust.)
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008. (Vor.)
  9. Frumvarp um lög um búnaðarfræðslu, nr. 57/2009, felld niður. (Vor.)
  10. Frumvarp til laga um vinnustaðanámssjóð. (Vor.)
  11. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008 (m.a. vegna leikskólakennara, framhaldsskólakennara og leyfisbréfa). (Vor.)
  12. Frumvarp til laga um breytingu á íþróttalögum (lyfjaeftirlit). (Vor.)
  13. Frumvarp til laga um endurskoðun laga um Ríkisútvarpið ohf., nr. 6/2007. (Vor.)
  14. Frumvarp til sviðslistalaga. (Vor.)
  15. Frumvarp til laga um tónlistarfræðslu. (Vor.)
  16. Frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. (Vor.)
  17. Tillaga til þingsályktunar um menningarstefnu. (Haust.)

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:
  1. Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða. (Haust.)
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993. (Haust.)
  3. Frumvarp til laga um breyting á jarðalögum, nr. 81/2004, og ábúðarlögum, nr. 80/2004. (Haust.)
  4. Frumvarp til laga um dýravelferð. (Haust.)
  5. Frumvarp til laga um búfjárhald, nr. 103/2002. (Haust.)
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli, nr. 93/1995. (Haust.)
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994. (Haust.)
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998. (Haust.)
  9. Frumvarp til laga til breytinga á lögum um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, nr. 24/1986. (Haust.)
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um búnaðargjald, nr. 84/1997. (Vor.)
  11. Tillaga til þingsályktunar um framlög til landshlutaverkefna í skógrækt. (Vor.)

Umhverfis- og auðlindaráðherra:
  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 44/1999. (Haust.)
  2. Frumvarp til laga um umhverfisábyrgð. (Haust.)
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn snjóðflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997. (Haust.)
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. (Haust.)
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. (Haust.)
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004. (Haust.)
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 65/2007, um losun gróðurhúsalofttegunda. (Haust.)
  8. Frumvarp til laga um efni og efnavöru. (Vor.)
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðabreyttar lífverur, nr. 18/1996. (Vor.)
  10. Frumvarp til laga um gróðurhúsalofttegundir. (Vor.)
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. (Vor.)

Utanríkisráðherra:
  1. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun á börnum. (Haust.)
  2. Tillaga til þingsályktunar um samþykki rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um reglur um samstarf er varðar fjárhagsaðstoð ESB við Ísland innan ramma stuðningsaðgerða sjóðs ESB sem fjármagnar aðstoð við umsóknarríki. (Haust.)
  3. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Matvæla- og landbúnaðarstofnunar S.Þ. um að stuðla að fylgni fiskiskipa á úthafinu við alþjóðlegar verndunar- og stjórnunarráðstafanir. (Haust.)
  4. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Kólumbíu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Lýðveldisins Kólumbíu. (Vor.)
  5. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa og landbúnaðarsamnings milli Íslands og aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa. (Vor.)
  6. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samkomulags um breytingar á samningi um framtíðarsamvinnu ríkja varðandi fiskveiðar á Norðaustur-Atlantshafi (NEAFC-samningnum). (Vor.)
  7. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Cartagena-bókunar við samning um líffræðilega fjölbreytni, um líföryggi. (Vor.)
  8. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings um aðgerðir hafnríkja gegn ólöglegum fiskveiðum. (Vor.)
  9. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Hong Kong, landbúnaðarsamnings milli Íslands og Hong Kong og vinnuréttarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Hong Kong. (Vor.)
  10. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu viðbótarbókunar við samning Evrópuráðsins um tölvubrot. (Vor.)
  11. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu viðauka við samning Evrópuráðsins um refsilöggjöf gegn spillingu. (Vor.)
  12. Gert er ráð fyrir að lagðar verði fram á annan tug þingsályktunartillagna um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar sem fela í sér breytingar á viðaukum og bókunum við EES-samninginn.
  13. Gert er ráð fyrir að lagðar verði fram tillögur til þingsályktunar um staðfestingu væntanlegra fiskveiðisamninga vegna ársins 2012, m.a. samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum og samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu.

Velferðarráðherra:
  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008. (Haust.)
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008. (Haust.)
  3. Frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn. (Haust.)
  4. Frumvarp til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. (Haust.)
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lækningatæki, nr. 16/2001. (Haust.)
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994. (Haust.)
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011. (Haust.)
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 45/2007, um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra. (Haust.)
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 139/2005, um starfsmannaleigur. (Haust.)
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa. (Haust.)
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/1999, um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum. (Haust.)
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál. (Haust.)
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 100/2010, um umboðsmann skuldara. (Haust.)
  14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 101/2010, um greiðsluaðlögun einstaklinga. (Haust.)
  15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, og lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007. (Haust.)
  16. Frumvarp til laga um aðlögun innflytjenda. (Haust.)
  17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007. (Vor.)
  18. Frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994. (Vor.)
  19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir. (Vor.)
  20. Frumvarp til laga um bann við mismunun. (Vor.)
  21. Frumvarp til laga um réttindi transfólks. (Vor.)
  22. Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisáætlun til ársins 2020. (Vor.)
  23. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðra. (Haust.)