Heilbrigðisstjórn er heimilt að ákveða til allt að fimm ára í senn, að verja megi nokkrum hluta af tekjum sjóðsins til að styrkja starfsemi félaga, sem reka á sinn kostnað hæli eða aðrar stofnanir til lækninga drykkjusjúku fólki, enda fari öll sú starfsemi fram samkvæmt reglugerðum, sem heilbrigðisstjórnin staðfestir, og sé háð eftirliti hennar.
1)Á árinu 1995 fellur framlag úr ríkissjóði í gæsluvistarsjóð niður, sbr. l. 148/1994, 31. gr.
IV. kafli.Um meðferð þeirra, er misnota önnur slævandi eða örvandi efni.