Óheimilt er að greiða úreldingarstyrk fyrr en fyrir liggur vottorð [Siglingastofnunar Íslands]1) um afskráningu skipsins af skipaskrá eða að þinglýst hefur verið kvöð á skipið þess efnis að það hafi verið tekið varanlega úr fiskiskipastól Íslendinga og að því verði ekki haldið til veiða frá Íslandi. Þá skal liggja fyrir yfirlýsing Fiskistofu um að allar aflaheimildir skipsins hafi varanlega verið sameinaðar aflaheimildum annarra skipa og fallið hafi verið frá rétti til endurnýjunar skipsins. Þá er óheimilt að veita skipi leyfi til veiða í atvinnuskyni ef Þróunarsjóður hefur greitt styrk vegna úreldingar þess. Enn fremur er óheimilt að nýta fiskiskip er hlotið hefur úreldingarstyrk til fiskveiða í efnahagslögsögu Íslands eða gera það út sem fiskiskip frá Íslandi.]2)
1)L. 7/1996, 28. gr.2)L. 89/1995, 4. gr.
Kaup á fiskvinnslustöðvum.