Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 120b. Uppfært til október 1996.
Lög um gjöld til holræsa og gangstétta í kaupstöðum, öðrum en Reykjavík og Akureyri1)
1920 nr. 18 18. maí
1)Falla úr gildi 1. janúar 1997, skv. l. 17/1996, 7. gr.
1. gr. ...1)
Fyrir öllum kröfum, sem bæjarstjórnin öðlast á hendur húseigendum og lóðareigendum samkvæmt lögum þessum, hefur bæjarstjórnin lögveð í húsinu eða lóðinni og gengur sá veðréttur fyrir öllum veðskuldum samkvæmt samningi.
1)L. 15/1923, 155. gr.
2. gr. Kostnaður ...1) er leiðir af því, að gerðar eru steinlímdar, hellulagðar eða aðrar jafnvandaðar gangstéttir, greiðist úr bæjarsjóði. En bæjarstjórninni er heimilt að leggja ...1) gangstéttaskatt á hús og lóðir í bænum, samkvæmt reglugerð, er hún setur og stjórnarráðið samþykkir. Skal gjaldið miðað við skattvirðingarverð húseigna og lengd lóða meðfram götu, þar sem ...1) gangstéttir verða lagðar.
1)L. 15/1923, 155. gr.
3. gr. Lögtaksréttur fylgir öllum kröfum og gjöldum samkvæmt lögum þessum.