Kostnaður við holræsagerð í götum bæjarins, og sömuleiðis kostnaður við steinlímdar, hellulagðar og aðrar jafnvandaðar gangstéttir og kostnaður við gerð varanlegs slitlags á götu, greiðist úr bæjarsjóði. En heimilt er bæjarstjórninni að leggja holræsa-, gangstétta- og gatnagerðarskatt á hús og lóðir í bænum, samkvæmt reglugerð, er hún setur og stjórnarráðið samþykkir.2) Skal gjaldið miðað við skattvirðingarverð húseigna og lengd lóða með fram götu, þar sem holræsi eða gangstéttir verða lagðar og/eða varanlegt slitlag.
1)Ákvæðið fellur úr gildi 1. janúar 1997 skv. l. 17/1996, 7. gr.2)Rg. 87/1990
.