Ferill 110. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 110 . mál.


Ed.

113. Frumvarp til laga



um veitingu ríkisborgararéttar.

(Lagt fyrir Alþingi á 111. löggjafarþingi 1988.)



1. gr.

    Ríkisborgararétt skulu öðlast:
1.    Abendroth, Monika, hörpuleikari á Seltjarnarnesi, f. 14. júní 1944 í Þýskalandi.
2.    Behrend, Marie Elisabeth Undall, húsmóðir í Eyjafirði, f. 8. nóvember 1945 í Eyjafirði.
3.    Bryde, Leif Kordtsen, varðstjóri í Hafnarfirði, f. 30. apríl 1940 í Árnessýslu.
4.    Bryde, Stefán Kordtsen, sjómaður í Hafnarfirði, f. 4. nóvember 1963 í Reykjavík.
5.    Cooke, Rose Joan, húsmóðir á Akureyri, f. 6. september 1922 í Englandi.
6.    Courageux, Jean Yves, sölumaður í Reykjavík, f. 5. desember 1954 í Senegal.
7.    Datye, Shreekrishna Shantaram, læknir á Akureyri, f. 8. júní 1950 á Indlandi.
8.    Halla Sigurðardóttir, verkakona á Neskaupstað, f. 17. febrúar 1926 á Neskaupstað.
9.    Hammer, Bjarni Debess, vélvirki í Eyjafirði, f. 18. ágúst 1944 í Færeyjum.
10.    Kokholm, Anne-Mette Stokvad, nemandi í Reykjavík, f. 28. maí 1949 í Danmörku.
11.    Loknar, Marija, iðnverkakona á Akureyri, f. 29. apríl 1932 í Júgóslavíu.
12.    Luchoro, Christina Antonia, nemandi í Reykjavík, f. 14. júlí 1975 í Reykjavík.
13.    Middleton, Garðar Thor, nemandi í Garðakaupstað, f. 6. nóvember 1958 á Grand Cayman í Bresku Vestur-Indíum.
14.    Nielsen, Jens Hvidtfeldt, sóknarprestur í Hjarðarholti, f. 13. janúar 1954 í Danmörku.
15.    Roberts, Geoffrey Sidney, lyftuviðgerðarmaður í Mosfellsbæ, f. 16. júlí 1951 í Englandi.
16.    Semlali, Ómar Örn, barn í Garðakaupstað, f. 29. júlí 1981 í Danmörku.
17.    Solheim, Wilhelm Jónsson, ellilífeyrisþegi á Akureyri, f. 18. september 1913 á Ísafirði.
18.    Sörensson, Carolina Eugenia Ruiz, nemandi í Reykjavík, f. 9. nóvember 1966 í Nikaragva.
19.    Thompson, Sonja Elín, afgreiðslumaður í Reykjavík, f. 22. maí 1962 í Bandaríkjunum.
20.    Vadeboncoeur, Michelle, nemandi í Reykjavík, f. 20. júlí 1968 í Bandaríkjunum.
21.    Vignir Demusson, nemandi í Keflavík, f. 21. ágúst 1960 í Reykjavík.

2. gr.

    Nú fær maður, sem heitir erlendu nafni, íslenskt ríkisfang með lögum og skulu þá börn hans, fædd síðan, heita íslenskum nöfnum samkvæmt lögum um mannanöfn, en hann skal, þá er hann hlýtur íslenskt ríkisfang, taka sér íslenskt eiginnafn — ásamt því sem hann ber fyrir — er börn hans taka sem kenningarnafn. Honum skal þó heimilt, ef hann kýs heldur, að breyta svo eiginnafni sínu að það fullnægi kröfum laga um mannanöfn.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Umsækjendur þeir, sem teknir hafa verið á lagafrumvarp þetta, fullnægja skilyrðum sem sett hafa verið af allsherjarnefndum beggja þingdeilda.
    Á síðasta þingi var við lok þings fyrir miðsvetrarhlé afgreitt frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar og síðan var í lok þingsins um vorið einnig afgreitt frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Þessi háttur á afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt sem þá var viðhafður reyndist til mikilla þæginda, bæði stytti það biðtíma umsækjenda og dreifði afgreiðsluálagi hjá ráðuneytinu.
    Er því eindregið mælt með því að sami háttur verði hafður á við meðferð þessa frumvarps.