Handbók Alþingis

Háttvirtur þingmaður - handbók um þingstörfin

Í ritinu Háttvirtur þingmaður er að finna upplýsingar um störf á þingfundum og í þingnefndum, um undirbúning þingmála og afgreiðslu þeirra og um starfsaðstöðu þingmanna og starfskjör; enn fremur upplýsingar um starfsemi skrifstofunnar og þá þjónustu sem hún veitir þingmönnum.


Handbók Alþingis

Handbók Alþingis kemur jafnan út á fyrsta reglulega þingi eftir kosningar. Sú fyrsta var gefin út 1984.

Handbækur eru til á rafrænu formi frá árinu 1999.

Handbókin er uppflettirit um starfsemi þingsins og alþingismenn. Í henni eru upplýsingar um síðustu alþingiskosningar hverju sinni, upplýsingar um skipan þingsins og ýmsar skrár um alþingismenn. Meðal annars má þar finna æviágrip þingmanna, ýmsa tölfræði, upplýsingar um þingflokka og nefndaskipan, svo að eitthvað sé nefnt. Í viðaukum handbókar eru upplýsingar um starfsmenn skrifstofu Alþingis og starfsmenn þingflokka, auk starfsmanna þeirra stofnana sem undir Alþingi heyra.