Ferill 200. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 200 . mál.


Ed.

257. Frumvarp til laga



um breyting á þinglýsingalögum, nr. 39 10. maí 1978.

(Lagt fyrir Alþingi á 111. löggjafarþingi 1988.)



1. gr.

    Í stað „þinglýsingardómarar“ í fyrirsögn I. kafla komi: þinglýsingarstjórar.

2. gr.

    1. gr. laganna hljóði svo:
    Sýslumenn eru þinglýsingarstjórar, hver í sínu umdæmi.

3. gr.

    Í stað „þinglýsingardómari“ í 1. málsl. 1. mgr. 2. gr. komi: þinglýsingarstjóri, og í stað „dómaranum“ í 3. málsl. sömu mgr. komi: þinglýsingarstjóra.
    Í stað „fulltrúi dómara“ í 2. mgr. 2. gr. komi: fulltrúi sýslumanns, og í stað „dómara“ í sömu málsgrein komi: þinglýsingarstjóra.

4. gr.

    3. gr. laganna hljóði svo:
    Úrlausn þinglýsingarstjóra við meðferð þinglýsingar samkvæmt lögum þessum sætir stjórnsýslukæru til dómsmálaráðuneytis innan þriggja vikna frá því að þinglýsingarbeiðanda var tilkynnt hún eða tilkynning um úrlausnina var send honum, en einnig er hægt að höfða mál fyrir héraðsdómi til ógildingar úrlausninni innan sama tíma eða innan þriggja vikna frá því að kæranda er tilkynnt um úrskurð ráðuneytis í málinu.
    Nú kærir aðili úrlausn og skal þá skrá athugasemd um það í þinglýsingabók.

5. gr.

    Í stað „dómara“ á tveimur stöðum í 1. mgr. 5. gr. komi: þinglýsingarstjóra.
    Í stað „dómari“ í 2. mgr. 5. gr. komi: þinglýsingarstjóri.

6. gr.

    Í stað „þinglýsingardómari“ í 1. og 5. mgr. 7. gr. komi: þinglýsingarstjóri.

7. gr.

    Í stað „þinglýsingardómarar“ í 1. mgr. 8. gr. komi: þinglýsingarstjórar.
    Í stað „dómara“ í 4. tölul. 1. mgr. 8. gr. komi: þinglýsingarstjóra.

8. gr.

    Í stað „þinglýsingardómari“ í 2. mgr. 9. gr. komi: þinglýsingarstjóri.
    Í stað „þinglýsingardómara“ í 3. mgr. 9. gr. komi: þinglýsingarstjóra.

9. gr.


    Í stað „þinglýsingardómari“ í 1. mgr. 10. gr. komi: þinglýsingarstjóri.
    Í stað „dómara“ í 2. mgr. 10. gr. komi: þinglýsingarstjóra.

10. gr.

    Í stað „þinglýsingardómara“ í 11. gr. komi: þinglýsingarstjóra.

11. gr.

    Í stað „þinglýsingardómara“ í 1. mgr. 12. gr. komi: þinglýsingarstjóra.

12. gr.

    Í stað „þinglýsingardómari“ í 13. gr. komi: þinglýsingarstjóri.

13. gr.

    Í stað „dómara“ í 1. mgr. 14. gr. komi: þinglýsingarstjóra.

14. gr.

    Í stað „þinglýsingardómari“ í 1. málsl. 17. gr. komi: þinglýsingarstjóri, í stað „dómara“ í 3. málsl. greinarinnar komi: þinglýsingarstjóra og í stað „dómari“ í 4. og 5. málsl. greinarinnar komi: þinglýsingarstjóri.

15. gr.

    Í stað „þinglýsingardómari“ í 2. mgr. 20. gr. komi: þinglýsingarstjóri.

16. gr.

    Í stað „dómari“ í 1. mgr. 27. gr. komi: þinglýsingarstjóri og í stað „dómarinn“ í sömu málsgrein komi: þinglýsingarstjórinn.
    Í stað „dómara“ í 2. mgr. 27. gr. komi: þinglýsingarstjóra og í stað „dómari“ tvisvar í sömu málsgrein komi: þinglýsingarstjóri.

17. gr.

    Í stað „dómari“ tvisvar í 1. mgr. 38. gr. og í 2. mgr. sömu greinar komi: þinglýsingarstjóri.

18. gr.

    Í stað „þinglýsingardómari“ í 4. mgr. 39. gr. komi: þinglýsingarstjóri.

19. gr.

    Í stað „dómari“ í 1. mgr. 42. gr. komi: þinglýsingarstjóri.
    Í stað „þinglýsingardómari“ í 2. málsl. 2. mgr. 42. gr. komi: þinglýsingarstjóri, í stað „dómara“ í sama málsl. komi: þinglýsingarstjóra og í stað „dómaranum“ í 3. málsl. sömu málsgreinar komi: þinglýsingarstjóranum.

20. gr.

    Í stað „dómaranum“ í 44. gr. komi: þinglýsingarstjóranum.

21. gr.

    Í stað „þinglýsingardómari“ í 2. málsl. 1. mgr. 45. gr. komi: þinglýsingarstjóri og í stað „dómaranum“ í 3. málsl. sömu málsgreinar komi: þinglýsingarstjóranum.
    Í stað „dómari“ í 3. mgr. 45. gr. komi: þinglýsingarstjóri.

22. gr.

    Í stað „dómara“ í 1. mgr. 48. gr. komi: þinglýsingarstjóra og í stað „dómari“ í sömu málsgrein komi: þinglýsingarstjóri.
    Í stað „dómara“ í 4. mgr. 48. gr. komi: þinglýsingarstjóra.

23. gr.

    Í stað „þinglýsingardómara“ í 49. gr. komi: þinglýsingarstjóra og í stað „dómara“ tvisvar í a-lið greinarinnar komi: þinglýsingarstjóra.

24. gr.

    Í stað „þinglýsingardómara“ í 1. mgr. 50. gr. komi: þinglýsingarstjóra.
    Í stað „dómari“ í 1. málsl. 2. mgr. 50. gr. komi: þinglýsingarstjóri og í stað „þinglýsingardómari“ í 3. málsl. sömu málsgreinar komi: þinglýsingarstjóri.

25. gr.

    Lög þessi taka gildi 1. júlí 1990.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er fylgifrumvarp með frumvarpi til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði.
    Samkvæmt þinglýsingalögum nr. 39/1978 telst þinglýsing dómsathöfn og getur komið til þess að þinglýsingardómari kveði upp úrskurð um ágreining á því sviði, sem kæra má til Hæstaréttar, sem þó er fátítt. Þessi tilhögun hefur verið tekin upp hér á landi að danskri fyrirmynd, en víða annars staðar teljast þinglýsingar stjórnvaldsathöfn. Þinglýsingar eru í eðli sínu ekki annað en opinber skráning réttinda, sem á mörgum hliðstæðum sviðum telst stjórnvaldsathöfn, t.d. skráning vörumerkja, einkaleyfa og hlutafélaga. Þetta viðfangsefni hefur ásamt notarialgerðum þótt eiga undir þann flokk viðfangsefna sem í fræðikenningum hefur verið nefndur latneska heitinu „jurisdictio voluntaria“. Það einkennir viðfangsefni þessi að engin eðlislæg einkenni þeirra gefa til kynna að þau eigi fremur að teljast til dómstarfa en stjórnvaldsathafna. Þinglýsingar munu vera talsvert algengari hér á landi miðað við íbúafjölda en í nágrannaríkjunum. Eru þær í eðli sínu þáttur í þjónustu sem almenningur þarf að sækja til yfirvalda með greiðum hætti. Er því nauðsynlegt að mæta þeim þörfum með því að tryggja sem best nálægð þessarar þjónustu við þá sem hennar þurfa að leita. Var því við samningu tillagna um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds ákveðið að framvegis teljist þetta stjórnvaldsathöfn sem sýslumenn fari með að breyttri skipan. Með þeirri breytingu yrði samkvæmt áðursögðu ekki brotið gegn grundvallarreglum um skilsmun dómsvalds og framkvæmdarvalds.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


    Flestar greinar frumvarpsins kveða á um að orðið „þinglýsingarstjóri“ komi í stað orðanna „þinglýsingardómari“ og „dómari“ og þarfnast það ekki nánari skýringar.

Um 1. gr.


    Hér er kveðið á um að sýslumenn verði þinglýsingarstjórar hver í sínu umdæmi. Er það í samræmi við það sem að framan er sagt, en samkvæmt stjórnarfrumvarpi til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði skulu sýslumenn framvegis fara með stjórnsýslustörf.

Um 4. gr.


    Hér er kveðið á um að úrlausn þinglýsingarstjóra við meðferð þinglýsingar sæti stjórnsýslukæru til dómsmálaráðuneytis og er það í samræmi við þá breytingu að þinglýsing teljist framvegis stjórnvaldsathöfn. Þinglýsingarbeiðandi á tvo kosti ef hann sættir sig ekki við úrlausn þinglýsingarstjóra. Annar kosturinn er að kæra úrlausnina til ráðuneytis. Er það væntanlega ódýrasta og fljótvirkasta leiðin til þess að fá endurskoðun á úrlausninni. Hinn kosturinn er að höfða mál fyrir héraðsdómi til ógildingar úrlausninni. Er ýmist hægt að höfða mál strax eða höfða það að fengnum úrskurði ráðuneytis. Í öllum tilvikum er settur þriggja vikna málshöfðunarfrestur.

Um 25. gr.


    Lagt er til að lögin taki gildi 1. júlí 1990, en það er sami gildistökudagur og er að finna í frumvarpi til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði.