Ferill 158. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 158 . mál.


Ed.

338. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 10/1988, um ráðstafanir í ríkisfjármálum og lánsfjármálum á árinu 1988.

Frá minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Minni hl. leggur áherslu á að lántökugjaldið var sett á til að draga úr þeirri „þenslu“ sem var í landinu á fyrri hluta þessa árs. Nú eiga þau rök ekki lengur við og atvinnuleysi ýmist orðið eða blasir við í mörgum atvinnugreinum. Skattur þessi er því eingöngu til tekjuöflunar nú og einn angi af skattlagningaræði ríkisstjórnarinnar að ætla að framlengja hann, en skatturinn átti að falla niður um áramót.
    Minni hl. flytur breytingartillögu á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 21. des. 1988.



Halldór Blöndal,

Júlíus Sólnes.

Ey. Kon. Jónsson.


frsm.