Ferill 73. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 73 . mál.


Sþ.

396. Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1989.

Frá fjárveitinganefnd.



    Við 6. gr.
a. Við bætist nýr liður:
    3.4     Að fella niður stimpilgjald vegna kaupa Flugleiða hf. á Boeing 737-400 þotu.
b. Við 4.17. Liðurinn fellur brott.
c. Við bætist nýir liðir:
    4.25     Að selja fasteignina Safamýri 18, Reykjavík.
    4.26     Að selja húsnæði ÁTVR við Álfheima 74, Reykjavík.
    4.27     Að selja fasteignina Hafrafell, Ísafirði.
    4.28     Að selja húsnæði ÁTVR að Túngötu 11, Siglufirði.
    4.29     Að selja Hlíðarveg 4, Siglufirði.
    4.30     Að selja Hafnarlóð 7, Skagaströnd.
    4.31     Að selja Austurstræti 18, 3. og 4. hæð, Reykjavík.
    4.32     Að selja Einbúastíg 8, Skagaströnd.
    4.33     Að selja Hafnarlóð 6, Skagaströnd.
    4.34     Að selja Vetrarbraut 6, Siglufirði.
    4.35     Að selja Strandgötu 34, Skagaströnd.
    4.36     Að selja eignarhlut ríkisins í Skerjabraut 1, Seltjarnarnesi.
    4.37     Að selja eignahlut ríkisins í Fjarðarstræti 28, Ísafirði.
    4.38     Að selja Skólagötu 10, Ísafirði.
    4.39     Að selja Pólgötu 2, Ísafirði.
    4.40     Að selja lögreglubifreiðaverkstæði og lóð að Síðumúla 24–26, Reykjavík, og kaupa í stað þess húsnæði fyrir þvotta- og þjónustustöð fyrir lögreglubifreiðar.
d. Við 5.9. Liðurinn fellur brott.
e. Við 5.11. Liðurinn fellur brott.
f. Við 5.14. Liðurinn orðist svo:
    5.14     Að semja um byggingarrétt og greiða gatnagerðargjöld af lóð undir dómshús við Ofanleiti í Reykjavík og taka til þess nauðsynleg lán.
g. Við bætist nýir liðir:
    5.15     Að kaupa heimavistarhúsnæði fyrir Fjölbrautaskóla Suðurlands og taka til þess nauðsynleg lán. Húsnæðiskaup þessi eru háð því að aðrir rekstraraðilar fjölbrautaskólans en ríkissjóður greiði sinn hluta kaupverðsins.
    5.16     Að kaupa húsnæði fyrir lögreglustöð á Fáskrúðsfirði og taka til þess nauðsynleg lán.
    5.17     Að kaupa húsnæði fyrir lögreglustöð í Vestmannaeyjum og taka til þess nauðsynleg lán.
    5.18     Að kaupa húsnæði fyrir Fangelsismálastofnun ríkisins og taka til þess nauðsynleg lán.
    5.19     Að taka nauðsynleg lán til að kaupa eða leigja húsnæði til að leysa húsnæðismál Ríkisendurskoðunar vegna flutnings hennar úr núverandi húsnæði.
    5.20     Að kaupa íbúðarhúsnæði fyrir Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu og taka til þess nauðsynleg lán. Íbúðarkaup þessi eru háð því að aðrir rekstraraðilar framhaldsskólans en ríkissjóður greiði sinn hluta kaupverðsins.
    5.21     Að kaupa skrifstofuhúsnæði fyrir sendiráð Íslands í Washington að höfðu samráði við fjárveitinganefnd og verja til þess andvirði íbúðarhúss og eldra húsnæðis í eigu sendiráðsins.
    5.22     Að kaupa húsnæði fyrir fræðsluskrifstofu Vesturlandsumdæmis, umdæmisskrifstofu Fasteignamats ríkisins og fleiri opinbera aðila í Borgarnesi og taka til þess nauðsynleg lán.
    5.23     Að leigja eða kaupa húsnæði fyrir Listdansskóla Þjóðleikhússins að tilskildu samþykki fjárveitinganefndar.
    5.24     Að kaupa húsnæði fyrir fræðsluskrifstofu Suðurlandsumdæmis, umdæmisskrifstofu Fasteignamats ríkisins og fleiri opinbera aðila á Selfossi og taka til þess nauðsynleg lán.
    5.25     Að kaupa húsnæði í húsi Útvegsbankans á Akureyri samkvæmt ákvæðum um forkaupsrétt.
    5.26     Að kaupa húsnæði fyrir útibú Hafrannsóknastofnunar í Ólafsvík og taka til þess nauðsynleg lán.
h. Við 6.8. Liðurinn fellur brott.
i. Við 6.10. Liðurinn orðist svo:
    6.10     Að semja við Grýtubakkahrepp um uppgjör vegna skólamannvirkja.
j. Við 6.11. Liðurinn fellur brott.
k. Við bætist nýir liðir:
    6.14     Að fella niður eða endurgreiða aðflutningssgjöld af sérbúnum bifreiðum fyrir fatlaða.
    6.15     Að fella niður söluskatt vegna flygilkaupa fyrir kirkju Víðistaðasóknar.
    6.16     Að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af flugskýli flugfélagsins Ernis á Ísafjarðarflugvelli.
    6.17     Að leita eftir tilboði og gera samning um kaup á siglingahermi fyrir Stýrimannaskólann í Reykjavík.
    6.18     Að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af öryggis- og hjálpartækjum fyrir fatlaða.
    6.19     Að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af efni í ammóníaksgeymi við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi.
    6.20     Að ábyrgjast lán með einfaldri ábyrgð sem Akureyrarbær kann að taka til kaupa á röntgentækjum í Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ríkissjóður mun endurgreiða lánið án vaxta í fjárlögum 1990–1991.
    6.21     Að ganga frá samningum við Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða um yfirtöku skulda til lúkningar á samkomulagi því sem gert var við þessi fyrirtæki við niðurfellingu „verðjöfnunargjalds á raforku“ árið 1986 að fenginni umsögn fjárveitinganefndar. Yfirtökunni verði hagað þannig að fyrirtækin geti öðlast þann rekstrargrundvöll miðað við eðlilaga fjárfestingu, rekstrarumsvif og gjaldskrárákvarðanir sem umrætt samkomulag frá árinu 1986 gerði ráð fyrir.



Prentað upp.