Ferill 456. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 456 . mál.


Ed.

816. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 10/1960, um söluskatt, með síðari breytingum.

Flm.: Margrét Frímannsdóttir.



1. gr.

    Við A-lið 1. mgr. 6. gr. laganna, sbr. 3. gr. laga nr. 1/1988, bætist nýr töluliður er orðist svo:
    23.     Sérhæfðar vélar og tæki til garðyrkju eftir nánari ákvörðun fjármálaráðherra.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Þrátt fyrir mikla aukningu í framleiðslu á afurðum frá gróðrarstöðvum stendur sú framleiðslugrein frammi fyrir vanda vegna aukinnar samkeppni frá innfluttri vöru. Má nefna að á árinu 1988 lækkuðu tollar verulega á innfluttu grænmeti, blómum, pottaplöntum og annarri sambærilegri vöru.
    Með frumvarpi þessu er stefnt að því að styrkja stöðu búgreinarinnar með því að lækka gjöld af aðföngum og fjárfestingarvörum, jafnframt því að veita garðyrkju sem búgrein sambærilega fyrirgreiðslu og aðrar greinar landbúnaðar njóta.