Ferill 411. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 411 . mál.


Ed.

867. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 74 28. apríl 1962, um innflutning búfjár.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarp þetta er felur í sér að landbúnaðarráðherra verði heimilt að leyfa flutning fósturvísa úr kúm í sóttvarnastöð ríkisins í Hrísey í kýr á landi.
    Nefndin fékk á sinn fund Pál A. Pálsson yfirdýralækni og mælti hann með samþykkt frumvarpsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Alþingi, 14. apríl 1989.



Skúli Alexandersson,

Guðrún Agnarsdóttir,

Egill Jónsson.


form., frsm.

fundaskr.



Valgerður Sverrisdóttir.

Þorv. Garðar Kristjánsson.

Karvel Pálmason.



Jón Helgason.