Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 229 . mál.


Nd.

887. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 58/1984, um sjúkraliða.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Í stað 1. og 2. efnismgr. 1. gr. komi:
    Sjúkraliði starfar á hjúkrunarsviði og vinnur undir stjórn þess hjúkrunarfræðings sem fer með stjórn viðkomandi stofnunar, deildar eða hjúkrunareiningar og ber ábyrgð á störfum sínum gagnvart honum.
    Þar sem hjúkrunarfræðingur hefur ekki fengist til starfa að undangenginni auglýsingu getur sjúkraliði borið ábyrgð á störfum sínum gagnvart þeim sérfræðingi sem hlotið hefur viðurkenningu heilbrigðisráðuneytisins. Þó skal slík skipan ekki standa lengur en eitt ár í senn og er þá skylt að auglýsa á ný eftir hjúkrunarfræðingi.
    Komi upp ágreiningur um ráðningu sjúkraliða skv. 2. mgr. skal ráðuneytið skera úr um þann ágreining.