Ferill 415. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 415 . mál.


Nd.

922. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 80/1984, um Íslenska málnefnd.

Frá menntamálanefnd.



    Frumvarp þetta fjallar um að víkka þann grundvöll sem Íslensk málnefnd starfar á og auka tengsl hennar við aðila sem tengjast málræktarstarfi.
    Nefndin fékk til viðræðna um frumvarpið þá Baldur Jónsson, forstöðumann Íslenskrar málstöðvar, og dr. Kristján Árnason, formann Íslenskrar málnefndar, og mæltu þeir báðir með samþykkt frumvarpsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali. Breytingin felst aðallega í því að í Íslenskri málnefnd sitji 15 menn en samkvæmt frumvarpinu eru þeir 19. Af þessum 19 skyldu 11 tilnefndir af ákveðnum aðilum en hinir 8 af öðrum stofnunum eða samtökum sem fást við málrækt eða hafa mikil áhrif á málfar almennings. Það er mat nefndarinnar að fullóljóst sé hverjir þessir aðilar skuli vera og því eðlilegast að úr þessum hópi skipi ráðherra aðeins þrjá menn. Þá felst jafnframt í breytingartillögunni að Hagþenkir, samtök höfunda fræðirita og kennslubóka, fái rétt til að tilnefna einn mann í nefndina.

Alþingi, 24. apríl 1989.



Ragnar Arnalds,

Birgir Ísl. Gunnarsson,

Árni Gunnarsson.


form.

fundaskr., frsm.



Ólafur Þ. Þórðarson.

Þórhildur Þorleifsdóttir.

Guðmundur G. Þórarinsson.



Ragnhildur Helgadóttir.