Ferill 372. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 372 . mál.


Nd.

943. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 67/1971, um almannatryggingar, ásamt síðari breytingum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og leggur til að það verði samþykkt með breytingu sem tillaga er gerð um á sérstöku þingskjali. Meginbreytingin er sú að ef tryggingaráð þarf að úrskurða um bætur eða örorkumat í ágreiningsmáli, sem háð er lögfræðilegu eða félagsfræðilegu mati, er ráðinu heimilt að kveðja sér til ráðuneytis einn til þrjá menn sem hafa sésrþekkingu á hlutaðeigandi sviði. Í frumvarpinu er hins vegar kveðið á um heimild ráðsins til að leita slíkrar ráðgjafar í ágreiningsmálum sem háð eru læknisfræðilegu mati.
    Aðrar breytingar nefndarinnar eru aðeins orðalagsbreytingar.
    Geir H. Haarde og Ragnhildur Helgadóttur voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 25. apríl 1989.



Guðrún Helgadóttir,

Jón Sæmundur Sigurjónsson,

Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.


form., frsm.

fundaskr.



Jón Kristjánsson.

Guðmundur G. Þórarinsson.