Ferill 372. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 372 . mál.


Nd.

990. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 67/1971, um almannatryggingar, ásamt síðari breytingum.

(Eftir 2. umr. í Nd., 2. maí.)



1. gr.

    2. mgr. 6. gr. laganna fellur niður.

2. gr.

    7. gr. laganna hljóði svo:
    Rísi ágreiningur um bætur eða örorkumat getur tryggingaráð úrskurðað í málinu.
    Ef ágreiningur er lagður fyrir tryggingaráð til úrskurðar og úrlausn hans er að einhverju leyti eða öllu háð læknisfræðilegu, lögfræðilegu eða félagsfræðilegu mati er tryggingaráði hverju sinni heimilt að kveðja sér til ráðuneytis einn til þrjá menn sem hafa sérþekkingu á hlutaðeigandi sviði.

3. gr.

    1. og 2. mgr. 38. gr. hljóði svo:
    Ráðherra skipar formann og varaformann stjórnar sjúkrasamlags, að fengnum tillögum tryggingaráðs, en bæjarstjórn eða héraðsnefnd kýs til viðbótar fjóra menn í stjórnina og jafnmarga til vara. Ríkisendurskoðun annast endurskoðun reikninga sjúkrasamlaganna.
    Nú standa fleiri en ein sýsla, eða kaupstaður og sýsla eða sýslur, að einu sjúkrasamlagi, og skal þá hver sýsla (hlutaðeigandi sveitarfélög) og kaupstaður kjósa tvo menn í stjórn sjúkrasamlags.

4. gr.

    Ný grein er verði 81. gr. hljóði svo:
    Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um nánari framkvæmd laga þessara.

5. gr.

    81. gr. laganna verði 82. gr.

6. gr.

    Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist ný málsgrein er hljóði svo:
    Þrátt fyrir ákvæði b-liðar 43. gr. er Tryggingastofnun ríkisins heimilt á árinu 1989, að fengnu samþykki ráðherra, að semja við sérfræðinga um nauðsynlegar rannsóknir og aðgerðir, án þess að til þurfi tilvísun heilsugæslulæknis eða heimilislæknis.

7. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.