Ferill 439. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 439 . mál.


Ed.

1131. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um loftferðir, nr. 34/1964.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk til viðræðna um frumvarpið Ragnhildi Hjaltadóttur frá samgönguráðuneytinu, Kristján Egilsson frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, Sigurlínu E. Scheving frá Flugfreyjufélaginu, Grétar Óskarsson frá loftferðaeftirliti Flugmálastjórnar, Þorstein Þorsteinsson frá Arnarflugi hf., Guðlaug Helgason frá Flugleiðum hf. og Jón Helgason og Þórhall Magnússon frá flugskóla Helga Jónssonar.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem fluttar eru á sérstöku þingskjali. Hér er fyrst og fremst um að ræða orðalagsbreytingar.

Alþingi, 9. maí 1989.



Karvel Pálmason,

Guðmundur Ágústsson,

Egill Jónsson.


form., frsm.

fundaskr.



Jón Helgason.

Skúli Alexandersson.

Stefán Guðmundsson.



Þorv. Garðar Kristjánsson.