Ferill 413. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 413 . mál.


Nd.

1152. Breytingartillögur



við frv. til l. um Hagstofnun landbúnaðarins.

Frá landbúnaðarnefnd.



1.     Við 1. gr.
.      Í stað orðanna „Hagstofnun landbúnaðarins“ í upphafi 1. mgr. og í stað sömu orða hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi (í viðeigandi beygingarföllum): Hagþjónusta landbúnaðarins.
2.     Við 2. gr. Greinin orðist svo:
.      Hlutverk Hagþjónustu landbúnaðarins er:
. 1.     Að stuðla að því að bændur færi bókhald fyrir bú sín, m.a. með skipulegu fræðslu- og leiðbeiningarstarfi um skattskil, bókhald og notkun þess til hagræðingar í búrekstri.
. 2.     Að hafa umsjón með gerð og þróun bókhaldsforrita fyrir bókhaldsstofur bænda, svo og forrita fyrir áætlunargerð í búrekstri í samvinnu við bændasamtökin.
. 3.     Að hafa frumkvæði að áætlunargerð við búrekstur, útgáfustarfsemi og hagrænum leiðbeiningum til bænda í samvinnu við leiðbeiningarþjónustu landbúnaðarins og aðra þá sem sinna fræðslu um landbúnað.
. 4.     Að safna og vinna úr búreikningum frá bókhaldsstofum bænda, svo og öðrum upplýsingum og gögnum sem nauðsynleg þykja og tiltæk eru. Gagnasöfnunin og úrvinnslan skulu miðast við að nýtast sem best til opinberrar hagskýrslugerðar um framleiðslu, rekstur og efnahag einstakra búgreina.
. 5.     Að annast hagrannsóknir í landbúnaði í samvinnu og samstarfi við stofnanir sem sinna sambærilegri starfsemi.
. 6.     Að hafa samstarf við stjórn búvísindadeildar Bændaskólans á Hvanneyri um kennslu í landbúnaðarhagfræði.
. 7.     Að vinna að öðrum skyldum verkefnum eftir því sem um semst og við verður komið.
3.     Við 3. gr. 1. mgr. orðist svo:
.      Landbúnaðarráðherra skipar fjóra menn í stjórn Hagþjónustu landbúnaðarins til fjögurra ára í senn. Skal einn skipaður eftir tilnefningu stjórnar búvísindadeildar Bændaskólans á Hvanneyri, einn eftir tilnefningu Hagstofu Íslands, einn eftir tilnefningu Þjóðhagsstofnunar og einn eftir tilnefningu Búnaðarfélags Íslands. Sömu aðilar tilnefna varamenn.
4.     Við 4. gr.
. a.     Í stað orðsins „forstjóra“ í 1. tölul. og í stað sama orðs hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi (í viðeigandi beygingarföllum): forstöðumaður.
. b.     Fyrri málsl. 2. tölul. orðist svo: Stjórn leggur árlega, í samvinnu við forstöðumann, fram tillögur til landbúnaðarráðuneytisins um fjárþörf stofnunarinnar vegna undirbúnings fjárlaga.
. c.     4. tölul. falli brott.
5.     Við 7. gr. Greinin orðist svo:
.      Heimilt er að greiða fyrir öflun sérstakra upplýsinga sem nauðsynlegar eru vegna verkefna stofnunarinnar og skulu greiðslurnar vera samkvæmt viðmiðunargjaldskrá sem landbúnaðarráðherra setur.
6.     Fyrirsögn frumvarpsins verði:
.      Frumvarp til laga um Hagþjónustu landbúnaðarins.