Ferill 438. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 438 . mál.


Nd.

1189. Breytingartillögur



við frv. til l. um leigubifreiðar.

Frá samgöngunefnd.



1.     Við 7. gr.
. a.     Í stað orðanna „framkvæma takmörkun á„ í 1. málsl. komi: takmarka.
. b.     Á eftir 2. málsl. fyrri málsgreinar bætist: Frá skilyrðum um aðalatvinnu má víkja á félagssvæðum þar sem íbúar eru færri en 5000.
2.     Við 8. gr.
. a.     Í stað „67“ í 2. tölul. 1. mgr. komi: 65.
. b.     Í stað orðsins „sækja“ í 6. tölul. 1. mgr. komi: hafa sótt.
. c.     Við 3. mgr. bætist: Heimilt er að taka sérstaklega tillit til umsókna um atvinnuleyfi frá öryrkjum, enda uppfylli þeir skilyrði þessarar greinar og ætla megi að leiguakstur henti þeim. Um heimild þessa má ákveða nánar í reglugerð.
3.     Við 9. gr.
. a.     Í stað orðanna „70 ára aldur“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: lok 70 ára aldurs.
. b.     Seinni málsliður 1. mgr. falli brott.
. c.     Í stað orðanna „eitt ár“ í 2. mgr. komi: í allt að þrjú ár.
4.     Við 10. gr.
.      Í stað orðanna „Samband íslenskra sveitarfélaga“ í 4. málsl. 1. mgr. komi: sveitarfélag eða sveitarfélög sameiginlega á félagssvæði.
5.     Við 14. gr.
. a.     Í stað orðanna „til bráðabirgða“ í 2. mgr. komi: um allt að tveggja ára skeið.
. b.     Á eftir 2. mgr. komi tvær málsgreinar svohljóðandi:
..      Þrátt fyrir ákvæði 5. liðar 8. gr. skulu launþegar í leigubifreiðastjórastétt hafa forgang við veitingu atvinnuleyfa næstu þrjú ár frá gildistöku þessara laga, sbr. þó 3. mgr. 8. gr.
..      Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 9. gr. er heimilt að veita þeim, sem eru 67 ára eða eldri við gildistöku þessara laga, heimild til að halda atvinnuleyfi í allt að fimm ár til viðbótar enda uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði þessara laga. Þó verði ekki heimilt að framlengja atvinnuleyfi lengur en til 75 ára aldurs leyfishafa.