Ferill 374. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 374 . mál.


Ed.

1226. Frumvarp til laga



um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga.

(Eftir 2. umr. í Ed., 17. maí.)



    Samhljóða þskj. 1098 með þessari breytingu:

    7. gr. hljóðar svo:
    Menntamálaráðherra skipar þrjá menn í stjórn sjóðsins til fjögurra ára í senn, einn samkvæmt tilnefningu kirkjumálaráðuneytisins og tvo án tilnefningar, og skal annar hafa sérþekkingu á sviði þjóðminjaverndar. Sameinað Alþingi kýs hlutfallskosningu þrjá menn í stjórnina til jafnlangs tíma. Menntamálaráðherra skipar formann nefndarinnar úr hópi stjórnarmanna.