Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 167 . mál.


Ed.

700. Nefndarálit



um frv. til l. um Námsgagnastofnun.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið. Ásgeir Guðmundsson, forstjóri Námsgagnastofnunar, kom til viðræðna við nefndina um efni frumvarpsins. Einnig bárust nefndinni umsagnir Bandalags kennarafélaga, Námsgagnastofnunar og Samtaka foreldra og kennara í Reykjavík.
    Nefndarmenn eru sammála um að leggja til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerðar eru tillögur um á sérstöku þingskjali. Þessar breytingar eru eftirfarandi:
1.     Lagt er til að fyrri málsgrein 1. gr. og 1. málsl. 8. gr. verði sameinuð.
2.     Aðrir málsliðir 8. gr. falli brott þar sem málsskotsleið sú, sem kveðið er á um, er þegar fyrir hendi, sbr. almennar reglur stjórnsýsluréttar.
3.     Lagt er til að 2. mgr. 1. gr. verði breytt þannig að Námsgagnastofnun verði heimilt að annast verkefni fyrir tónlistarskóla.
4.     2. gr. verði breytt þannig að stjórn stofnunarinnar skipi áfram sjö menn og verði hún skipuð með sambærilegum hætti og núgildandi lög kveða á um.
    Salome Þorkelsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja breytingartillögum er fram kunna að koma.
    Halldór Blöndal var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 7. mars 1990.



Eiður Guðnason,


form., frsm.


Guðrún Agnarsdóttir,


fundaskr., með fyrirvara.


Salome Þorkelsdóttir,


með fyrirvara.


Skúli Alexandersson.


Jóhannes Geir Sigurgeirsson.


Jón Helgason.