Ferill 419. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 419 . mál.


Ed.

731. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 32/1978, um hlutafélög, með síðari breytingum.

Flm.: Eyjólfur Konráð Jónsson.



1. gr.

    Á eftir 1. málsl. 4. mgr. 47. gr. laganna, sbr. 27. gr. laga nr. 69/1989, komi nýr málsliður er orðast svo: Í félögum, þar sem hluthafar eru 200 eða fleiri, geta hluthafar, er ráða yfir minnst 1/ 10 hlutafjárins, einnig gert slíka kröfu.


2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Með lögum 1978 var hlutafélagalöggjöf breytt í veigamiklu efni og stuðla lögin m.a. að auknum áhrifum hugsanlegs minni hluta. Í 47. gr. laganna er þannig ákvæði um rétt til að krefjast hlutfalls- eða margfeldiskosningar við val stjórnarmanna í hlutafélögum. Slíka kröfu geta nú hluthafar sem ráða yfir minnst 1/ 5 hlutafjárins gert. Frumvarp þetta gerir hins vegar ráð fyrir að þetta hlutfall verði lækkað í 1/ 10 hlutafjárins í félögum þar sem hluthafar eru 200 eða fleiri. Er það í samræmi við bann við því að leggja hömlur á meðferð hluta í þessum félögum sem margir eiga og gætu talist almenningshlutafélög.