Ferill 423. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 423 . mál.


Sþ.

739. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um fjárfestingu í íbúðarbyggingum og lánveitingar til þeirra.

Frá Þorvaldi Garðari Kristjánssyni.



1.    Hve mikil er fjárfesting í íbúðarbyggingum sl. 10 ár?
2.    Hve mikil eru lán á vegum Húsnæðisstofnunar ríkisins sl. 10 ár?
3.    Hvert er hlutfall fjárfestingar í íbúðarbyggingum sl. 10 ár af
    a.    þjóðarframleiðslu,
    b.    heildarfjármunamyndun í landinu?
                Tilgreint verði fyrir hvert ár
    a.    heildarupphæð fjárfestingar,
    b.    fjöldi íbúða sem fjárfest er í,
    c.    rúmmetrafjöldi íbúða sem fjárfest er í,
    d.    heildarupphæð lánveitinga,
    e.    fjöldi íbúða sem lán eru veitt til,
    f.    rúmmetrafjöldi íbúða sem lán eru veitt til,
    g.    hlutfall fjárfestingar af þjóðarframleiðslu,
    h.    hlutfall fjárfestingar af heildarfjármunamyndun.
                Greint verði í öllu á milli annars vegar
    a.    íbúðarbygginga sem ekki eru á félagslegum grundvelli og hins vegar
    b.    félagslegra íbúðarbygginga sem verði sundurliðaðar eftir lánaflokkum.



Skriflegt svar óskast.