Ferill 177. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 177 . mál.


Ed.

832. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og farið yfir umsagnir borgarlæknis og landlæknis um frumvarpið. Nefndin telur rétt að breyta orðinu „slysaforvarnir“ í slysavarnir til samræmis við orðnotkun í þingsályktunartillögu um íslenska heilbrigðisáætlun, 145. mál þingsins, og frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, 191. mál.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þessari breytingu sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Guðmundur H. Garðarsson og Karl Steinar Guðnason voru fjarverandi afgreiðslu málsins.

Alþingi, 29. mars 1990.



Stefán Guðmundsson, form., frsm.


Salome Þorkelsdóttir, fundaskr.


Margrét Frímannsdóttir.


Guðrún Agnarsdóttir.


Jóhannes Geir Sigurgeirsson.