Ferill 352. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 352 . mál.


Ed.

1187. Breytingartillögur



við frv. til l. um stjórn fiskveiða.

Frá Stefáni Guðmundssyni og Jóhanni Einvarðssyni.



1.    Við 17. gr. Á eftir orðunum „skv. 8. gr. laga“ bætist við: nr. 81.
2.    Við 18. gr. 3. mgr. orðist svo:
    Fyrir veitingu almenns leyfis til veiða í atvinnuskyni og veiðileyfa, sem veitt verða á grundvelli 2. mgr. 4. gr., skal greiða 5.000 kr. Ráðherra er heimilt að hækka gjaldið er nemur hlutfallslegri hækkun er kann að verða á vísitölu byggingarkostnaðar, sbr. lög nr. 42/1987. Grunntaxti gjaldsins er miðaður við byggingarvísitölu í desember 1989, þ.e. 157,9 stig.