Ferill 352. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 352 . mál.


Nd.

1269. Breytingartillaga



við frv. til l. um stjórn fiskveiða.

Frá Eggert Haukdal.



    Við ákvæði til bráðabirgða VII bætist ný málsgrein svohljóðandi:
    Þar til endurskoðun laganna hefur farið fram getur sjávarútvegsráðherra, þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 7. gr. laganna, veitt veiðiheimild með sóknarmarki í ákveðinn dagafjölda á þeim svæðum er henta þykir og með þeim takmörkunum á ákveðnum fisktegundum sem ráðherra ákveður að tillögu Hafrannsóknastofnunar. Ráðherra skal setja reglur um sóknarmark í samræmi við gildandi lög um fjölda sóknardaga, skiptingu í tímabil, fjölda skipa, aflahámark, veiðisvæði og annað það er þurfa þykir.