Ferill 245. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 245 . mál.


Nd.

362. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 76 19. ágúst 1987, um Iðnlánasjóð.

(Lagt fyrir Alþingi á 113. löggjafarþingi 1990.)



1. gr.


     Í 1. tölul. 1. mgr. 5. gr. laganna komi 0,18% gjald í stað 0,25% gjalds.

2. gr.


     4. tölul. 9. gr. laganna falli brott.

3. gr.


     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1991.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er fylgifrumvarp með frumvarpi til laga um Útflutningsráð Íslands. Er í því frumvarpi gert ráð fyrir sérstakri skattlagningu á iðnaðinn í landinu sem renni til Útflutningsráðs Íslands. Jafnframt er lagt til að brott falli það ákvæði laganna um Iðnlánasjóð að 2 / 7 af álagningu iðnlánasjóðsgjalds renni til Útflutningsráðs og að gjaldið lækki í samræmi við það. 5 / 7 af 0,25% álagningarstuðli eru 0,18%.