Ferill 83. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 83 . mál.


Nd.

387. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um fangelsi og fangavist, nr. 48 19. maí 1988.

Frá Ólafi G. Einarssyni, Kristínu Einarsdóttur og Friðjóni Þórðarsyni.



     Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                   Ákvörðun um einangrun sætir kæru til Fangelsismálastofnunar. Ákvörðun stofnunarinnar sætir kæru til dómsmálaráðuneytis. Um leið og fanga er birt ákvörðun um einangrun skal honum gerð grein fyrir þessari málskotsleið.
                   Fangelsismálastofnun skal taka ákvörðun innan sólarhrings frá því kæra barst, ella fellur ákvörðunin úr gildi.
                   Ef kært er áfram til dómsmálaráðuneytis skal það taka ákvörðun innan sólarhrings frá úrskurði Fangelsismálastofnunar.
     Við 2. gr. B-liður orðist svo:
                   Ákvörðun um agaviðurlög sætir kæru til Fangelsismálastofnunar. Ákvörðun stofnunarinnar sætir kæru til dómsmálaráðuneytis. Um leið og fanga er birt ákvörðun um agaviðurlög skal honum gerð grein fyrir þessari málskotsleið.
                   Fangelsismálastofnun skal taka ákvörðun innan sólarhrings frá því kæra barst, ella fellur ákvörðunin úr gildi.
                   Ef kært er áfram til dómsmálaráðuneytis skal það taka ákvörðun innan sólarhrings frá úrskurði Fangelsismálastofnunar.