Ferill 120. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 120 . mál.


Nd.

612. Breytingartillögur



við frv. til l. um brottnám líffæra og krufningar.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



     Við 1. gr.     Á eftir fyrri málslið 2. mgr. komi nýr málsliður svohljóðandi: Líffæragjafi skal eiga kost á annarri ráðgjöf en læknis væntanlegs líffæraþega.
     Við 3. gr. Við greinina bætist: að mati sömu lækna og staðfesta andlát, sbr. 1. mgr. 4. gr.
     Við 5. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                   Réttarkrufning er undanþegin lögum þessum.
     Við 6. gr. Greinin orðist svo:
                   Krufningu skv. 5. gr. má ekki framkvæma ef læknir hins látna hefur ástæðu til að ætla að réttarkrufningar verði krafist.