Ferill 227. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 227 . mál.


Nd.

655. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um málefni aldraðra, nr. 82/1989.

Frá 1. minni hl. heilbrigðis- og trygginganefndar.



    Lagabreyting sú, sem lögð er til með þessu frumvarpi, leggur auknar skyldur á Framkvæmdasjóð aldraðra án þess að fé sé veitt til sjóðsins sem dugar til að hann geti sinnt þeim skyldum. Sjóðurinn hefur árum saman verið skertur við afgreiðslu lánsfjárlaga og af þeim sökum hefur hann ekki getað annað því sem honum er ætlað. Nú þegar ákveðið er að skerða ekki framlög til sjóðsins, heldur auka þau, er bætt á hann verkefnum sem eru það viðamikil að ekki sér fyrir endann á hvernig það dæmi lítur út þegar það verður gert upp. Þó má telja fullvíst að fé til nýframkvæmda muni skerðast, jafnvel verulega, með þeirri skipan mála sem felst í þessu frumvarpi. Því getur 1. minni hl. ekki stutt frumvarpið nema framlög til sjóðsins verði aukin verulega til að mæta þeim nýju verkefnum sem sjóðnum er ætlað að sinna og mun sitja hjá við afgreiðslu þess.

Alþingi, 15. febr. 1991.



Anna Ólafsdóttir Björnsson,


fundaskr.