Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 28 . mál.


Nd.

918. Breytingartillaga



við frv. til l. um mannanöfn.

Frá Guðnýju Guðbjörnsdóttur.



    Við 9. gr. Greinin orðist svo:
    Hver maður, sem hefur ekki ættarnafn, sbr. 2. mgr., skal kenna sig til föður eða móður, eða til hvors tveggja, þannig að á eftir eiginnafni eða eiginnöfnum komi nafn föður, móður eða móður og föður í eignarfalli, að viðbættu orðinu son ef karlmaður er, en dóttir ef kvenmaður er.
     Íslenskir ríkisborgarar, sem samkvæmt þjóðskrá bera ættarnöfn við gildistöku þessara laga, mega bera þau áfram. Sama gildir um niðja þeirra hvort heldur er í karllegg eða kvenlegg.
     Óheimilt er að taka upp nýtt ættarnafn hér á landi.