Ferill 406. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 406 . mál.


Ed.

928. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988, sbr. lög nr. 76/1989, 70/1990, 124/1990 og 130/1990.

Frá meiri hl. félagsmálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund til viðræðna um það Grétar J. Guðmundsson, aðstoðarmann félagsmálaráðherra, Sigurð E. Guðmundsson, Yngva Örn Kristinsson, Hilmar Þórisson, Gunnar Helgason og Þráin Valdimarsson frá Húsnæðisstofnun ríkisins, Ásmund Stefánsson, Magnús L. Sveinsson, Ásmund Hilmarsson og Gylfa Guðmundsson frá Alþýðusambandi Íslands, Þórð Skúlason og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ragnhildi Guðmundsdóttur og Rannveigu Sigurðardóttur frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Þórarin V. Þórarinsson frá Vinnuveitendasambandi Íslands. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Húsnæðisstofnun ríkisins.
    Meiri hl. nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 12. mars 1991.



Margrét Frímannsdóttir,


form., frsm.

Karl Steinar Guðnason.

Jóhann Einvarðsson,


með fyrirvara.


Jón Helgason,


með fyrirvara.