Ferill 69. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 69 . mál.


Nd.

1018. Frumvarp til laga



um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

(Eftir 2. umr. í Nd., 15. mars.)



    Samhljóða þskj. 699 með þessari breytingu:

    19. gr. hljóðar svo:
    Félagsmálaráðherra skipar kærunefnd jafnréttismála til þriggja ára í senn og skulu nefndarmenn vera lögfræðingar. Félagsmálaráðherra skipar einn án tilnefningar og Hæstiréttur tilnefnir tvo, þar af annan sem formann nefndarinnar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Þegar um er að ræða mál, sem ætla má að geti haft stefnumarkandi áhrif á vinnumarkaðinn í heild, skal kærunefnd leita umsagnar frá heildarsamtökum launþega og viðsemjendum þeirra.
     Verkefni kærunefndar eru að taka við ábendingum um brot á ákvæðum þessara laga og rannsaka mál af því tilefni og senda að rannsókn lokinni niðurstöður til þeirra aðila sem málið snertir. Atvinnurekendum, opinberum stofnunum, félagasamtökum og öðrum þeim, er upplýst geta málið, er skylt að veita kærunefnd hvers konar upplýsingar hér að lútandi. Kærunefnd skal enn fremur í sérstökum tilvikum hafa frumkvæði um ábendingar varðandi framkvæmd ákvæða 2. 13. gr., sbr. þó 1. tölul. 16. gr. um hlutverk Jafnréttisráðs.
     Skrifstofa kærunefndar jafnréttismála er jafnframt skrifstofa Jafnréttisráðs.