Ferill 432. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 432 . mál.


1027. Frumvarp til laga



um Fiskistofu.

(Eftir 2. umr., 19. maí.)



I. KAFLI


1. gr.


    Fiskistofa skal starfa að stjórnsýsluverkefnum á sviði sjávarútvegsmála, svo sem nánar er kveðið á um í lögum þessum. Fiskistofa heyrir undir sjávarútvegsráðherra.

2. gr.


    Fiskistofa skal annast framkvæmd laga um stjórn fiskveiða og eftirlit með fiskveiðum, svo sem nánar er kveðið á um í lögum um það efni. Fiskistofa skal annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála sem og önnur verkefni sem stofunni verða falin með lögum eða ákvörðun ráðherra.

3. gr.


    Sjávarútvegsráðherra ræður fiskistofustjóra er veitir Fiskistofu forstöðu.
     Sjávarútvegsráðherra skal með reglugerð kveða nánar á um skipulag og starfsemi Fiskistofu.

4. gr.


    Fiskistofa skal að höfðu samráði við Hagstofu Íslands fela Fiskifélagi Íslands söfnun tiltekinna upplýsinga, úrvinnslu þeirra og útgáfu hagskýrslna á sviði sjávarútvegsmála.

II. KAFLI


Breytingar á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða.


5. gr.


    Orðið „ráðherra“ í lok 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna fellur niður.

6. gr.


    Í stað orðsins „sjávarútvegsráðuneytið“ í 2. málsl. 3. mgr. 7. gr. laganna kemur orðið: Fiskistofa.

7. gr.


    Í stað orðsins „sjávarútvegsráðuneytið“ í 2. málsl. 2. mgr. 9. gr. laganna kemur orðið: Fiskistofa.

8. gr.


    Á 6. mgr. 11. gr. laganna verða eftirtaldar breytingar:
    Í stað orðsins „ráðherra“ í 2. málsl. málsgreinarinnar kemur orðið: Fiskistofu.
    Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í 3. málsl. málsgreinarinnar kemur orðið: Fiskistofu.
    Í stað orðsins „ráðuneytis“ í 4. málsl. málsgreinarinnar kemur orðið: Fiskistofu.

9. gr.


    Á 12. gr. laganna verða eftirtaldar breytingar:
    Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í 2. málsl. 1. mgr. greinarinnar kemur orðið: Fiskistofu.
    Í stað orðsins „sjávarútvegsráðuneytinu“ í 2. mgr. greinarinnar kemur orðið: Fiskistofu og í stað orðsins „ráðuneytið“ í sömu málsgrein kemur orðið: stofan.
    Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í 3. mgr. kemur orðið: Fiskistofu.
    1. málsl. 4. mgr. greinarinnar orðast svo: Veiði fiskiskip minna en 25% af samanlögðu aflamarki sínu í þorskígildum talið tvö fiskveiðiár í röð fellur aflahlutdeild þess niður.

10. gr.


    Á 15. gr. laganna verða eftirtaldar breytingar:
    Í stað orðsins „ráðuneytið“ í 1. málsl. 1. mgr. greinarinnar kemur orðið: Fiskistofa.
    Í stað orðsins „ráðuneytis“ í lok 2. málsl. 1. mgr. greinarinnar kemur orðið: Fiskistofu.
    Í stað orðanna „Fiskifélagi Íslands“ í 2. mgr. greinarinnar kemur orðið: Fiskistofu.

11. gr.


    Á 3. mgr. 16. gr. laganna verða eftirtaldar breytingar:
    Í stað orðsins „ráðuneytið“ í 1. málsl. málsgreinarinnar kemur orðið: Fiskistofa.
    Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í 2. málsl. málsgreinarinnar kemur orðið: Fiskistofu.
    Í stað orðsins „Ráðuneytið“ í 3. málsl. málsgreinarinnar kemur orðið: Fiskistofa og í stað orðsins „ráðuneytisins“ í sama málslið kemur orðið: stofunnar.

12. gr.


     Í stað orðsins „Sjávarútvegsráðuneytið“ í 1. mgr. 17. gr. laganna kemur orðið: Fiskistofa.

III. KAFLI


13. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. september 1992. Frá 1. september 1992 falla úr gildi lög nr. 55/1941, um afla- og útgerðarskýrslur.