Ferill 65. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 65 . mál.


67. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um lánafyrirgreiðslu við húseigendur.

Frá Jóhanni Ársælssyni.



    Njóta húseigendur, sem tekið hafa húsbréfalán, sambærilegrar fyrirgreiðslu í lánastofnunum og aðrir viðskiptavinir bankakerfisins hvað varðar skuldbreytingar bankalána?
    Hyggst ráðherrann beita sér fyrir því að Húsnæðisstofnun hefji að nýju að veita greiðsluerfiðleikalán?
    Er fyrirhugað að veita sérstaka aðstoð við fjárhagslega endurskipulagningu hjá þeim sem verða fyrir miklum áföllum vegna hækkunar vaxta í félagslega íbúðakerfinu?