Ferill 305. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 305 . mál.


474. Frumvarp til laga



um breyting á útvarpslögum, nr. 68/1985.

(Lagt fyrir Alþingi á 116. löggjafarþingi 1992.)



1. gr.


    1. gr. laganna orðast svo:
     Lög þessi eru sett með hliðsjón af lögum um fjarskipti, nr. 73/1984, hvað varðar tæknilega eigin leika.

    Með útvarpi, hljóðvarpi eða sjónvarpi, er í lögum þessum átt við hvers konar útsendingu dagskárefnis innan íslenskrar lögsögu sem ætluð er almenningi til beinnar móttöku og dreift er með raf segulöldum hvort heldur í tali, tónum eða myndum, um þráð eða þráðlaust hvort heldur sem útsend ingin er læst eða ólæst.
     Ákvæði þessara laga ná ekki til dreifingar útvarpsdagskrár eða útsendinga, sem eingöngu eru ætlaðar þröngum hóp og takmarkast við byggingar eða húsakynni á samfelldri lóð, svo sem einstök íbúðarhús, sjúkrahús, gistihús, skóla og verksmiðju.
     Útvarpsstöð er sá aðili sem leyfi fær til útvarps samkvæmt lögum þessum.
     Útvarpsdagskrá í skilningi laga þessara er heildarsamsetning einstakra dagskárliða í útvarpi.
     Auglýsing er hvers konar tilkynning sem útvarpað er gegn endurgjaldi og felur í sér kynningu vöru eða þjónustu.
     Dulin auglýsing er sýning eða önnur kynning í máli eða myndum á vöru, þjónustu, vörumerki eða starfsemi aðila er framleiðir vöru eða veitir þjónustu í útvarpsdagskrám utan afmarkaðra auglýs ingatíma sé slík sýning til þess ætluð af hálfu útvarpsstöðvar að þjóna auglýsingamarkmiðum og villa um fyrir notendum.
     Kostun er hvers konar framlag lögaðila eða einstaklinga til framleiðslu eða sýningar dagskrárliða í útvarpi, með það fyrir augum að vekja athygli á nafni sínu, vörumerki, ímynd, starfsemi eða vörum.

2. gr.


     2. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
     Öðrum aðilum má veita leyfi til útvarps. Skal starfa sérstök nefnd, útvarpsréttarnefnd, sem veitir slík leyfi skv. 3.–6. gr. laga þessara og fylgist með að reglum þeirra sé fylgt. Útvarpsréttarnefnd veitir einnig leyfi til starfrækslu útvarps þar sem einvörðungu er dreift viðstöðulaust óstyttri og óbreyttri heildardagskrá útvarpsstöðva. Slík leyfi eru einvörðungu háð ákvæðum 5. og 6. gr. eftir því sem við á.

3. gr.


    1. tölul. 3. gr. laganna orðast svo: Póst- og símamálastofnun úthlutar senditíðnum í samræmi við alþjóðasamþykktir og gefur út leyfisbréf til þeirra sem fengið hafa leyfi til útvarps. Í leyfisbréfi skal kveðið á um tæknilega eiginleika í samræmi við settar reglur og alþjóðasamþykktir, svo sem um tíðni og útgeislað afl. Viðstöðulaust, óstytt og óbreytt endurvarp heildardagskrár sjónvarpsstöðva skal einvörðungu heimilað þráðlaust um örbylgju og/eða um þráð.

4. gr.


     3. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna skiptist í tvo stafliði og orðast svo:
    (3. a.)
          Útvarpsstöðvar skulu stuðla að almennri menningarþróun og efla íslenska tungu. Þær skulu kosta kapps um að meiri hluti útsendrar dagskrár sé íslenskt dagskrárefni og dagskrárefni frá Evrópu.
          Efni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpsstöð, skal jafnan fylgja íslenskt tal eða texti á ís lensku eftir því sem við á hverju sinni. Það á þó ekki við þegar fluttir eru erlendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervitungl og móttökustöð fréttum eða fréttatengdu efni sem sýnir að verulegu leyti atburði sem gerast í sömu andrá. Við þær aðstæður skal sjónvarpsstöð, eftir því sem kostur er, láta fylgja endursögn eða kynningu á íslensku á þeim atburðum sem gerst hafa. Skal lögð áhersla á að allt tal og texti sé á lýtalausu íslensku máli.
          Ákvæði lagagreinar þessarar eiga ekki við þegar um er að ræða endurvarp frá erlendum sjón varpsstöðvum, enda sé um að ræða viðstöðulaust, óstytt og óbreytt endurvarp heildardagskrár sjónvarpsstöðva.

    (3. b.)
          Útvarpsstöðvar, sem leyfi fá til útvarps, skulu í öllu starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Þeim ber að virða tjáningarfrelsi og stuðla að því að fram komi í dagskrá rök fyrir mismunandi skoðunum í umdeildum málum.
          Þeir aðilar, einstaklingar, félög eða stofnanir, sem telja að lögmætir hagsmunir þeirra, einkum orðspor og mannorð, hafi beðið tjón af því að rangt hafi verið farið með staðreyndir í útvarps dagskrá, hafa rétt til andsvara í viðkomandi útvarpsstöð eða til annarra jafngildra úrræða.
          Telji þessir aðilar að útvarpsstöð hafi ekki uppfyllt framangreind skilyrði gagnvart þeim og þeim er synjað að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í dagskrá með þeim hætti sem þeir vilja við una geta þeir lagt málið fyrir útvarpsréttarnefnd. Nefndin skal þá, eins fljótt og við verður komið, fella úrskurð um kæruefni og er sá úrskurður bindandi fyrir aðila.

5. gr.


     4. gr. laganna orðast svo:
     Útvarpsstöðvum er heimilt að afla tekna með auglýsingum, afnotagjaldi eða sérstöku gjaldi vegna framleiðslu fræðslu- og skýringarefnis.
     Auglýsingar skulu vera auðþekkjanlegar sem slíkar og vera skýrt afmarkaðar frá öðru dagskrár efni með myndskilti eða hljóðmerki og skulu þær fluttar í sérstökum almennum auglýsingatímum á milli dagskrárliða.
     Heimilt er að rjúfa einstaka dagskrárliði með auglýsingatíma, enda leiði það ekki til afbökunar á dagskrárefni eða verulegrar röskunar á samfelldum flutningi eða skerði rétt rétthafa svo sem hér segir:
     a .     Útsendingu dagskrárliða sem samsettir eru úr sjálfstæðum þáttum, íþróttadagskrár, eða sambærilegra dagskrárliða, sem svipaðir eru að uppbyggingu, er heimilt að rjúfa með auglýsinga tíma, enda skulu líða a.m.k. 20 mínútur milli auglýsingatíma.
     b .     Útsendingu kvikmynda, þar með talinna kvikmynda sem gerðar eru fyrir sjónvarp og eru lengri en 45 mínútur í dagskrá, má rjúfa einu sinni fyrir hvert 45 mínútna tímaskeið með auglýsinga tíma. Heimilt er að rjúfa útsendingu öðru sinni ef sýningartími er meira en 20 mínútum lengri en tvö eða fleiri full 45 mínútna tímaskeið.
     Óheimilt er að skjóta auglýsingum inn í útsendingu á guðsþjónustu eða trúarlegri dagskrá, frétt um eða fréttatengdum dagskrárliðum eða dagskrá fyrir börn.
     Í sjónvarpsdagskrám skal hlutfall auglýsingatíma ekki fara yfir 15% daglegs útsendingartíma. Þó má auka þetta hlutfall í 20% ef með eru talin bein tilboð til almennings um sölu, kaup eða leigu á vörum eða veitingu þjónustu. Hlutfall auglýsinga innan tiltekins klukkutímaskeiðs má ekki fara yfir 20%. Auglýsingar á borð við bein tilboð til almennings um sölu, kaup eða leigu á vörum eða þjónustu skulu ekki fara fram yfir eina klukkustund á dag, án þess þó að skerða ákvæði þessarar málsgreinar.
    Duldar auglýsingar eru bannaðar.
     Í auglýsingum skal ekki beita tækni til að hafa áhrif á fólk neðan marka meðvitaðrar skynjunar.

6. gr.


     Á eftir 4. gr. laganna kemur ný grein, 4. gr. a, er orðast svo:
     Heimilt er útvarpsstöð að afla kostunar við gerð einstakra dagskrárliða, þó aldrei frétta eða fréttatengdra þátta, svo framarlega sem kostunaraðili hefur ekki áhrif á innihald eða efnistök við gerð kostaðs dagskrárliðar og raskar ábyrgð og ritstjórnarlegu sjálfstæði útvarpsstöðvar. Nú er dag skrárliður kostaður og má þá efni hans ekki fela í sér hvatningu til kaupa eða leigu á vörum eða þjón ustu kostunaraðila. Heimilt er að ákveða með reglugerð að sérstakar reglur skuli gilda um dagskrár liði sem kostaðir eru af góðgerðar- eða líknarfélögum.
     Kostaðar sjónvarpsdagskrár skulu vera ljóslega auðkenndar sem slíkar með nafni og/ eða vöru merki kostunaraðila í upphafi og/eða lok dagskrár.

7. gr.


    5. gr. laganna orðast svo:
     Fyrir útvarp um þráð gilda eftirtaldar reglur sérstaklega:
     1 .     Leyfi til útvarps um þráð er háð því að sveitarstjórnir heimili lagningu þráðar um lönd sín.
     2 .     Lagning og not þráðar í því skyni eingöngu að dreifa viðstöðulaust dagskrárefni útvarpsstöðva óbreyttu og óstyttu er aðeins háð skilyrðum 1. tölul. þessarar greinar, sjá þó 2. mgr. 2. gr. Sam gönguráðuneytið setur reglur um gerð og notkun slíkra kerfa og eftirlit með þeim. Áskilja má að notkun þessara kerfa sé háð leyfi Póst- og símamálastofnunar.

8. gr.


    6. gr. laganna orðast svo:
     Heimil er öllum móttaka útvarpsdagskrár sem send er um gervitungl og ætluð er almenningi til beinnar móttöku, enda verði henni ekki endurvarpað. Samgönguráðuneytið setur reglur um móttöku frá fjarskiptatunglum.
     Um flutning útvarpsefnis um fjarskiptatungl milli fastra stöðva, þegar ekki er um tilbúna dagskrá að ræða sem ætluð er almenningi, gilda eingöngu ákvæði fjarskiptalaga.
     Viðstöðulaust, óstytt og óbreytt endurvarp um þráð og/eða þráðlaust á dagskrá, sem komin er til móttökustöðvar um gervitungl, er háð samþykki útvarpsstöðvarinnar sem dagskrána sendir og samþykki samgönguráðuneytisins ef um fjarskiptatungl er að ræða.

9. gr.


    Við 8. gr. laganna bætist ný málsgrein svohljóðandi:
     Ákvæði 4. gr. a eiga einnig við um starfsemi Ríkisútvarpsins.

10. gr.


    Við 15. gr. laganna bætist svohljóðandi málsgrein:
     Efni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpsdagskrá Ríkisútvarpsins, skal jafnan fylgja íslenskt tal eða texti á íslensku eftir því sem við á hverju sinni. Það á þó ekki við þegar fluttir eru erlendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervitungl og móttökustöð fréttum eða fréttatengdu efni sem sýnir að verulegu leyti atburði sem gerast í sömu andrá. Við þær aðstæður skal Ríkisút varpið – sjónvarp, eftir því sem kostur er, láta fylgja endursögn eða kynningu á íslensku á þeim atburðum sem gerst hafa. Skal lögð áhersla á að allt tal og texti sé á lýtalausu íslensku máli.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er samið af nefnd sem skipuð var af menntamálaráðherra 29. apríl 1992 til þess að endurskoða útvarpslög. Í nefndinni sitja þau Tómas Ingi Olrich alþingismaður, formaður, Bald vin Jónsson útvarpsstjóri, Guðni Guðmundsson rektor, Hjálmar Jónsson prófastur, Jóhann Óli Guð mundsson framkvæmdastjóri, Karl Steinar Guðnason alþingismaður og Sólveig Pétursdóttir alþing ismaður.
     Í frumvarpi þessu er einkum fjallað um þær skuldbindingar sem fylgja aðild Íslands að hinu sam eiginlega Evrópska efnahagssvæði (EES) og mun nefndin halda áfram störfum við endurskoðun annarra atriða í gildandi útvarpslöggjöf í samræmi við erindisbréf nefndarinnar.
     Með vísan til 36. gr. EES-samningsins, sbr. viðauka X, fellst Ísland á að taka inn í sína löggjöf tilskipun ráðsins frá 3. október 1989 um samræmingu tiltekinna ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrir mælum í aðildarríkjunum um sjónvarpsrekstur (89/552/EBE). Tilskipun þessi er fylgirit með frum varpi þessu.
     Í tilskipun þessari eru sjónvarpssendingar skilgreindar sem þjónusta í skilningi Rómarsáttmál ans og er eitt af meginmarkmiðum hennar þar af leiðandi að afnema höft á dreifingu sjónvarpssend inga innan Evrópu. Í tilskipuninni er í fyrsta lagi fjallað um leiðir til að greiða fyrir og afnema höft á dreifingu sjónvarpssendinga innan Evrópu, í öðru lagi settar lágmarksreglur á tilteknum sviðum til þess að tryggja samræmingu á reglum sem gilda um sjónvarpsrekstur og til að tryggja frelsi til sjónvarpssendinga og í þriðja lagi er fjallað um leiðir til þess að örva framleiðslu á evrópsku efni, einkum hjá sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum, og auka hlut evrópsks dagskrárefnis í sjón varpi.
     Núgildandi útvarpslög eru frá árinu 1985 og er það mat nefndarinnar að einstök ákvæði ofan greindrar tilskipunar leiði óhjákvæmilega til breytinga á íslenskri útvarpslöggjöf.

Meginreglur tilskipunarinnar eru eftirfarandi:
    
Aðildarríki samningsins skuldbindur sig til þess að sjá til þess að allar sjónvarpsendingar innan lögsögu þess séu í samræmi við löggjöf þess ríkis, sjá 1. tölul. 2. gr. tilskipunarinnar.
     Aðildarríki EES gangast undir þá skyldu að tryggja frelsi til viðtöku á sjónvarpssendingum frá öðrum ríkjum markaðssvæðisins og jafnframt að setja ekki hömlur á endurútsendingar þeirra innan lögsögu sinnar. Undir vissum kringumstæðum eru slíkar hömlur þó heimilar tímabundið, sbr. 2. tölul. 2. gr. tilskipunarinnar. Í viðauka X í EES-samningnum er aðildarríkjum heimilað að stöðva útsendingu áfengisauglýsinga í kapalkerfum.
     Í þeim tilgangi að efla framleiðslu og dreifingu á evrópskum kvikmyndum og sjónvarpsefni er í tilskipuninni að finna tvenns konar ákvæði:
     Í fyrsta lagi segir í 5. gr. að aðildarríki skuli leitast við að ná því marki að hlutfall evrópsks myndefnis sé 50% af heildarútsendingartíma að frátöldum þeim tíma sem varið er til frétta, íþrótta viðburða, leikja, auglýsinga og textavarps. Orðalag ákvæðisins gefur kost á ákveðnum sveigjan leika við túlkun þess, en jafnframt má benda á ákvæði 2. tölul. 9. gr. sem segir að þar sem ekki sé hægt að ná framangreindu hlutfalli megi hlutfall evrópsks dagskrárefnis ekki vera lægra en meðaltalið var fyrir árið 1988 í því aðildarríki sem um ræðir. Aðildarríkin skulu láta framkvæmdastjórn EB í té skýrslu um framkvæmd greinarinnar hjá einstökum sjónvarpsstöðvum. Ákvæði þetta á ekki við um staðbundnar sjónvarpssendingar sem ekki eru hluti af landsjónvarpskerfi.
     Í öðru lagi er ákvæði um það að aðildarríki skuli leitast við að sjá til þess að 10% útsendingartíma sé varið til útsendingar evrópskra verka sem framleidd eru af aðilum utan sjónvarpsstofnunar. Til þess að fyrirbyggja að sjónvarpsstöðvar kaupi einvörðungu ódýrt dagskrárefni frá sjálfstæðum framleiðendum og dragi þannig úr framleiðslu á dýru dagskrárefni utan stofnana geta aðildarríkin valið að miða fremur við 10% af heildardagskrárgerðarfé.
     Með 8. gr. er aðildarríkjum heimilt að setja nákvæmari eða strangari reglur varðandi sjónvarps dagskrár þeirra sjónvarpsstöðva sem þau hafa lögsögu yfir telji þau það nauðsynlegt vegna tungu málastefnu sinnar. Ákvæði frumvarpsins um skyldu til þess að þýða erlent efni í sjónvarpi, sjá 2. gr., er sett með hliðsjón af þessu ákvæði tilskipunarinnar. Grein þessi er sett með sérstöku tilliti til lítilla málsvæða.
     Í 10.–21. gr. tilskipunarinnar er að finna tiltölulega nákvæm ákvæði um efni og tilhögun auglýsinga í sjónvarpsdagskrám. Að meginstefnu til eiga auglýsingar að vera auðþekkjanlegar sem slíkar og skýrt aðgreindar frá öðru dagskrárefni. Auglýsingar eru einungis heimilaðar í auglýsingatímum á milli dagskrárliða, en þó er heimilt í vissum tilvikum að rjúfa dagskrárlið með auglýsingum. Í 18. gr. eru sett takmörk á hlutfall auglýsingatíma af heildarútsendingartíma.
     Hvað varðar efni auglýsinga vísast til 12.–16. gr. Í tilskipuninni eru áfengisauglýsingar ekki bannaðar, en með viðauka X við EES-samninginn er heimilað að trufla eða stöðva áfengisauglýs ingar í sjónvarpsdagskrám frá aðildarríkjum í kapalkerfum. Þetta ákvæði á að endurskoða árið 1995.
     Í 17. gr. tilskipunarinnar er fjallað um kostun og er megininntak ákvæðisins það að kostun megi ekki hafa áhrif á sjálfstæði sjónvarpsstöðva þannig, t.d. að efnistök beri merki áhrifa frá kostunarað ila. Samkvæmt þessum reglum er óheimilt að kosta fréttir eða fréttatengt efni.
     Í V. kafla tilskipunarinnar er ákvæði sem skuldbindur aðildarríki til þess að gera viðeigandi ráð stafanir til þess að tryggja að dagskrárefni hafi ekki skaðleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða sið ferðilegan þroska barna og ungmenna.
     Að síðustu eru í tilskipuninni ákvæði um rétt til andsvara sem miða að því að gefa einstaklingum eða lögaðilum kost á að tryggja lögmæta hagsmuni sína.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Til glöggvunar leggur nefndin til að í upphafsákvæði útvarpslaganna sé að finna ákvæði sem hafi að geyma skilgreiningu á helstu hugtökum sem frumvarpið byggir á.     Skilgreining á útvarpi er breytt frá ákvæði 1. gr. núgildandi laga. Hugtakið tekur enn sem fyrr bæði til hljóðvarps og sjónvarps. Lagt er til að útvarp verði skilgreint svo að þar sé átt við hvers konar útsendingu dag skrárefnis innan íslenskrar lögsögu sem ætluð er almenningi til beinnar móttöku og dreift er með rafsegulöldum hvort heldur í tali, tónum eða myndum um þráð eða þráðlaust. Gildir einu hvort út sendingar eru læstar eða ekki.
     Þykir skýrara að leggja áherslu á þann ásetning þess sem útvarpar að ætla útsendinguna almenn ingi fremur en raunverulegt aðgengi almennings að þessum útsendingum, sbr. að í stað orðalagsins „handa almenningi“ er lagt til að verði „ætlað almenningi“. Getur þetta m.a. haft þýðingu ef til þess kemur að íslenskar sjónvarpsstöðvar sendi dagskrárefni sitt um gervitungl til dreifingar hér á landi eða hér sé upptenging (up-link) í gervitungl án þess að móttaka þess efnis sé möguleg hér á landi. Með þeirri breytingu, sem hér er lögð til, er ljóst að slíkar sendingar falla undir íslenska lögsögu og þeim aðilum, sem stunda slíka starfsemi, er gert skylt að hlíta íslenskum útvarpslögum, sbr. 1. tölul. 2. gr. tilskipunarinnar.
     Orðalagi núgildandi 2. mgr. 1. gr. er einnig breytt til glöggvunar þannig að ljóst sé að ef útsend ing nær einungis til þröngs hóps og takmarkast við byggingar eða húsakynni á samfelldri lóð falli slíkar útsendingar ekki undir ákvæði laganna. Núgildandi ákvæði 2. mgr. 1. gr. og 3. tölul. 5. gr. út varpslaga stangast á að hluta til. Með breytingu á þessari málsgrein og breytingu á 5. gr. laganna er þetta misræmi lagfært.
     Við skilgreiningu á auglýsingu, dulinni auglýsingu og kostun er stuðst við skilgreiningar tilskip unarinnar.

Um 2. gr.


    Hér er kveðið á um það að útvarpsréttarnefnd fjalli auk annarra leyfisveitinga um veitingu leyfis til starfrækslu útvarps, svokallaðra endurvarpsstöðva, þar sem viðstöðulaust, óstytt og óbreytt end urvarp á heildardagskrám útvarpsstöðva fer fram. Ákvæði um starfsemi slíkra útvarpsstöðva er ný mæli í löggjöf hér á landi. Hér er ekki um eiginlegt útvarp að ræða í þeim skilningi að eigin dag skrárefni leyfishafa, sem skipulagt er og mótað af honum, er dreift til almennings, heldur einvörð ungu dreifingu á heildardagskrárefni annarra útvarpsstöðva sem þegar er samansett.
     Nefndin taldi koma til álita að starfræksla slíkra útvarpsstöðva (endurvarpsstöðva) væri einvörð ungu háð leyfi viðkomandi útvarpsstöðvar og fjarskiptayfirvalda ef þannig stendur á, sbr. 3. mgr. 6. gr. En við nánari athugun komst nefndin að þeirri niðurstöðu að það væri skynsamlegt að sami aðili, útvarpsréttarnefnd, færi með heildarstefnumótun í útvarpsrekstrarmálum og taldi því rétt að áskilja leyfi nefndarinnar fyrir starfrækslu slíkra útvarpsstöðva.

Um 3. gr.


    Í gildandi lögum eru settar takmarkanir á hvaða tíðnisvið megi nota til útvarps. Þessar takmark anir eru strangari en gilda samkvæmt alþjóðasamþykktum og hafa t.d. komið í veg fyrir að unnt sé að úthluta tíðnum á stuttbylgjusviði. Með þeirri breytingu, sem hér er lögð til, er felld niður tak mörkun á því hvaða senditíðnum Póst- og símamálastofnun úthlutar leyfishöfum og er tilgangur þeirrar breytingar að gera stofnuninni kleift að nýta sem best tíðnisviðið. Er heppilegt að stofnunin hafi meira frjálsræði en nú er í þessum efnum.
     Eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga á sviði fjarskiptamála er það mat nefndarinnar að þær senditíðnir, sem nú hafa verið nýttar til sjónvarps á metra og desímetrasviðinu, séu takmörkuð gæði og því sé rétt að þessi tíðnisvið verði einvörðungu nýtt til útsendinga á dagskrá íslenskra stöðva sem fengið hafa leyfi til útvarps, en hér er átt við dagskrá útvarpsstöðva sem skipulögð er og mótuð af leyfishöfum sem fengið hafa leyfi til útvarps. Með þessu móti skapast leyfishöfum ákveðinn for gangur að tíðnisviðinu, en nefndin telur það réttmætt til þess að ná menningarlegum markmiðum.
     Jafnframt leggur nefndin til að allt endurvarp, bæði innlendra og erlendra sjónvarpsstöðva, fari fram um þráð eða þráðlaust á örbylgjusviði. Með hliðsjón af því að örbylgjusviðið er ætlað fjar skiptum en ekki útvarpi samkvæmt alþjóðasamþykktum telur nefndin eðlilegt að leyfi samgöngu ráðuneytisins eða Pósts og síma sé áskilið ef ætlunin er að nýta örbylgjusviðið til útvarpsdreifingar.

Um 4. gr.


    Í tilskipun Evrópubandalagsins eru ákvæði, sem eiga efnislega samstöðu með ákvæði 3. tölul. 3. gr. núgildandi laga, þ.e. ákvæði um menningarlegar skyldur og rétt til andsvars. Þar sem um yfir gripsmikið efni er að ræða er hér lagt til að efni núgildandi 3. tölul. 3. gr. verði skipt upp í tvo stafliði sem verði 3. tölul. a og 3. tölul. b.

     Um 3. tölul. a.
     Hér er kveðið á um menningarlegar skyldur útvarpsstöðva og er lögð ríkari áhersla á að útvarpsstöðvar, sem leyfi fá til útvarps hér á landi, efli íslenska menningu og útvarpi að meginstefnu til á íslensku eða með íslenskri þýðingu.
     Jafnframt er lögð áhersla á að innlendar útvarpsstöðvar sinni innlendri dagskrárgerð og að dag skrá þeirra endurspegli evrópskan menningararf.
     Er hér lagt til að ákvæði 6. gr. núgildandi reglugerðar um útvarp samkvæmt tímabundnum leyf um varðandi þá skyldu að þýða erlent dagskrárefni, sem sýnt er í sjónvarpi, verði lögfest með nánar tilgreindum undanþágum, þ.e. þegar um erlenda söngtexta er að ræða eða fréttir eða fréttatengt efni sem í sérstökum tilvikum er dreift viðstöðulaust erlendis frá og sýnir að verulegu leyti atburði er gerast í sömu andrá. Þegar svo stendur á er gert ráð fyrir að endursögn þular á íslensku fylgi fréttaút sendingunni eftir því sem kostur er.
     Þýðingarskyldan nær einvörðungu til dagskrár innlendra sjónvarpsstöðva, þar með talins Ríkis útvarpsins, sbr. samhljóða grein í kafla um Ríkisútvarpið, og er þessi tillaga gerð með hliðsjón af ákvæðum 8. gr. tilskipunar Evrópubandalagsins, þar sem heimilað er að setja strangari reglur varð andi sjónvarpsdagskrár þeirra útvarpsstöðva, sem aðildarríki hafa lögsögu yfir, telji þau það nauð synlegt vegna tungumálastefnu sinnar. Þetta ákvæði heimilar ekki að áskilja þýðingarskyldu á dreif ingu erlendra sjónvarpssendinga frá aðildarríkjum EES í endurvarpi, sbr. 2. tölul. 2. gr. tilskipunar innar, sbr. og 56. gr. Rómarsáttmálans. Þýðingarskyldan nær því ekki til viðstöðulauss, óstytts og óbreytts endurvarps á dagskrá erlendra sjónvarpsstöðva sem dreift er þráðlaust um örbylgju eða um þráð.

     Um 3. tölul. b.
     Í tölulið þessum er fjallað um andsvarsrétt þeirra sem telja á sig hallað af útvarpsstöð. Útvarps réttarnefnd kveður upp fullnaðarúrskurð í slíkum deilumálum, en almennar reglur gilda um málskot til dómstóla.
     Grein um þetta efni er í núgildandi útvarpslögum, en með þeim breytingum, sem hér er lagt til að gerðar verði, er réttur þessi gerður skýrari í samræmi við ákvæði 23. gr. tilskipunarinnar.

Um 5. gr.


    Grein þessi vísar til 4. gr. gildandi útvarpslaga. Þessi grein frumvarpsins felur í sér þá breytingu frá gildandi lögum að fellt er niður ákvæði um að gjaldskrár fyrir auglýsingar skuli háðar samþykki útvarpsréttarnefndar. Jafnframt er hér lagt til að settar verði nákvæmari reglur um efni og tilhögun auglýsinga. Hvað auglýsingar varðar er efni núgildandi lagaákvæða gert gleggra varðandi þá skyldu að auglýsingar séu afmarkaðar frá öðru dagskrárefni. Réttmætt er skv. 2. mgr. 22. gr. útvarpslaga, þar sem Ríkisútvarpinu er heimilað að fjármagna starfsemi sína með auglýsingum, að sambærileg ákvæði séu sett í reglugerð um tilhögun auglýsinga í Ríkisútvarpinu.
     Lagt er til að fortakslaust bann verði sett við duldum auglýsingum, enda verður að gera þá for takslausu kröfu til útvarpsstöðva að dagskrárgerð sé hagað þannig að neytendum sé ljóst hvenær um auglýsingar sé að ræða og hvenær ekki.
     Bann er lagt við beitingu tækni við gerð auglýsinga sem gerir þær til þess fallnar að hafa áhrif á fólk neðan marka meðvitaðrar skynjunar.
     Fortakslaust bann skv. 6. og 7. mgr. þessarar greinar er nýmæli í íslenskri útvarpslöggjöf og er það í samræmi við ákvæði tilskipunarinnar.

Um 6. gr.


    Í þessari grein er lagt til að sett verði skýr skilyrði um kostun í útvarpi og tilhögun hennar. Sam kvæmt núgildandi útvarpslögum er heimilt að utanaðkomandi aðilar kosti gerð einstakra dagskrár liða, sbr. ákvæði 7. tölul. 1. mgr. 3. gr. gildandi útvarpslaga og 13. gr. reglugerðar um útvarp samkvæmt tímabundnum leyfum. Ákvæði þetta er í samræmi við ákvæði 17. gr. tilskipunarinnar. Í nið urlagsákvæði 1. mgr. þessa frumvarps er lagt til að heimilað verði að setja sérstakar reglur um kost un dagskrárliða sem líknar- eða góðgerðarfélög standi að. Félög af þessu tagi hafa í ríkari mæli sótt til ljósvakafjölmiðla um liðstyrk til fjáröflunar og er því óhjákvæmilegt að efnistök við dagskrár gerðina beri þess merki.

Um 7. gr.


    Með þeirri breytingu, sem gerð er á 2. mgr. 1. gr. núgildandi útvarpslaga, sbr. 2. mgr. 1. gr. frum varps þessa, sem og þeirri rýmkun sem gerð er á heimild til viðstöðulauss endurvarps á óbreyttri og óstyttri heildardagskrá erlendra sjónvarpsstöðva með breytingu á gildissviði þýðingarskyldunnar, er það mat nefndarinnar að ákvæði 3. tölul. 5. gr. núgildandi útvarpslaga sé óþarft. Breytingin á 2. tölul. 5. gr. er gerð í samræmi 3. mgr. 4. gr. frumvarps þessa.

Um 8. gr.


    Þessi grein er efnislega samhljóða ákvæðum 6. gr. núgildandi útvarpslaga, en með þeirri breyt ingu, sem hér er gerð tillaga um, er leitast við að greina betur á milli mismunandi sendinga um gervi hnött.
     Um er að ræða þrenns konar tilvik:
     1 .     útvarpssendingar um gervitungl sem gagngert eru ætlaðar almenningi til einkanotkunar;
     2 .     flutning um gervitungl á útvarpsefni milli útvarpsstöðva og ekki eru ætlaðar almenningi fyrr en eftir vinnslu í viðkomandi útvarpsstöð;
     3 .     endurvarp í kapalkerfum eða í loftinu á fullunnum dagskrársendingum útvarpsstöðva um gervitungl.

Um 9. gr.


    Með ákvæði þessu er tekið sérstaklega fram að ákvæði útvarpslaga um kostun eigi einnig við um starfsemi Ríkisútvarpsins. Í athugasemdum við 5. gr. frumvarpsins kemur fram að réttmætt sé í ljósi þess að Ríkisútvarpinu er heimilað að afla tekna með auglýsingum, að ákvæði 2.–6. mgr. 4. gr. útvarpslaga, svo breyttum, gildi einnig um Ríkisútvarpið, en ráðherra er heimilt að ákveða slíkt með reglugerð samkvæmt núgildandi ákvæðum.

Um 10. gr.


    Með grein þessari er tekinn af vafi um að þýðingarskyldan á jafnt við um Ríkisútvarpið og stofn anir þess eins og aðrar sjónvarpsstöðvar í landinu.



Fylgiskjal I.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga


um breyting á útvarpslögum, nr. 68/1985.


    Í frumvarpi þessu er einkum fjallað um þær skuldbindingar sem fylgja aðild Íslands að EES. Verði frumvarpið að lögum hefur það að mati fjármálaráðuneytis óveruleg áhrif á útgjöld ríkissjóðs, þó má benda á að verkefni útvarpsréttarnefndar kunna að aukast lítillega þar sem í 2. gr. er kveðið á um að útvarpsréttarnefnd fjalli auk annarra leyfisveitinga um veitingu leyfis til starfrækslu svo kallaðra endurvarpsstöðva. Einnig er í 4. gr. kveðið skýrar á um andsvarsrétt þeirra sem telja á sig hallað af útvarpsstöð en útvarpsréttarnefnd kveður upp fullnaðarúrskurð í slíkum deilumálum. Á móti er í 5. gr. felld niður ákvæði núgildandi laga um að gjaldskrár fyrir auglýsingar sé háð sam þykki útvarpsréttarnefndar.



Fylgiskjal II.


TILSKIPUN RÁÐSINS



frá 3. október 1989



um samræmingu tiltekinna ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum


í aðildarríkjunum um sjónvarpsrekstur.



(89/552/EBE)



(Tölvutækur texti ekki til.)