Ferill 260. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 260 . mál.


960. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt á l. um útflutning hrossa, nr. 64/1958, með síðari breytingum.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið á fund sinn frá landbúnaðarráðuneytinu Jón Höskuldsson deildarstjóra og Brynjólf Sandholt yfirdýralækni og frá Búnaðarfélagi Íslands Kristin Hugason hrossaræktarráðunaut og Gunnar Hólmsteinsson skrifstofustjóra. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Dýralæknafélagi Íslands, Búnaðarfélagi Íslands, Framleiðsluráði landbúnaðarins, Stéttarsambandi bænda og yfirdýralækni.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt en vill jafnframt vekja athygli á því að við umræður í nefndinni kom fram að útgáfa útflutningsleyfa væri óþarflega margbrotin og ef til vill mætti draga úr kostnaði með skilvirkari framkvæmd en nú er. Því beinir nefndin því til landbúnaðarráðuneytisins hvort ekki sé full ástæða til að endurskoða þær reglur er um útflutning hrossa gilda eða taka gildandi lög um þau mál til endurskoðunar í heild sinni.
    Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Árni R. Árnason voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 6. apríl 1993.



Egill Jónsson,

Össur Skarphéðinsson.

Guðmundur Bjarnason.


form., frsm.



Eggert Haukdal.

Kristín Ástgeirsdóttir.

Ragnar Arnalds.



Einar K. Guðfinnsson.