Ferill 515. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 515 . mál.


1211. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á sveitarstjórnarlögum, nr. 8/1986.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



    Á undan 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  1. mgr. 109. gr. laganna orðast svo:
                  Sveitarfélag verður eigi sameinað öðrum sveitarfélögum nema fleiri kjósendur í atkvæðagreiðslu skv. 108. gr. séu fylgjandi sameiningu en andvígir.
    Við 1. gr.
         
    
    Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul.:
                   
    Í stað orðanna „meiri hluta greiddra atkvæða“ í 2. mgr. komi: samþykki.
                   
    Orðin „meiri hluta greiddra atkvæða“ í 3. mgr. falli brott.
         
    
    Við 1. málsl. 3. tölul. bætist: enda liggi fyrir samþykki viðkomandi sveitarstjórna eða a.m.k. 25% kjósenda í hverju sveitarfélagi.