Ferill 105. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. –
1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 105 . mál.


108. Frumvarp til fjáraukalaga



fyrir árið 1993.

(Lagt fyrir Alþingi á 117. löggjafarþingi 1993.)



1. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á greiðsluyfirliti A-hluta ríkissjóðs 1993 frá 1. gr. fjárlaga fyrir árið 1993:

Greiðsluyfirlit ríkissjóðs


Þús. kr.

Þús. kr.



Rekstrarreikningur

Tekjur
-3 166 000
    Beinir skattar
-397 000
    Óbeinir skattar
-1 806 000
    Vaxtatekjur
440 000
    Aðrar tekjur
-1 403 000

Gjöld
4 102 200
    Samneysla
1 389 100
         Rekstrargjöld
1 239 400
         Viðhald
149 700
    Neyslu- og rekstrartilfærslur
2 147 500
    Vaxtagjöld
-500 000
    Fjárfesting
1 065 600
         Stofnkostnaður
1 065 600

Gjöld umfram tekjur
7 268 200

Lánahreyfingar

    Veitt lán, nettó
-1 590 000
         – Innheimtar afborganir af veittum lánum
-1 590 000
    Viðskiptareikningar
600 000

Hrein lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs
6 278 200
    Afborganir af teknum lánum
-210 000

Heildarlánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs
6 068 200
    Lántökur
6 100 000

Greiðslujöfnuður, sjóðsbreyting
31 800     

2. gr.



    Útgjöld ríkissjóðs breytast frá ákvæðum 2. gr. fjárlaga fyrir árið 1993 sem hér segir, sbr. sundurliðun í 3. gr.:

Þús.kr.

Þús.kr.



00 Æðsta stjórn ríkisins
18 000
01 Forsætisráðuneyti
45 000
02 Menntamálaráðuneyti
191 400
03 Utanríkisráðuneyti
-16 000
04 Landbúnaðarráðuneyti
329 100
05 Sjávarútvegsráðuneyti
316 800
06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
58 300
07 Félagsmálaráðuneyti
78 000
08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
1 666 200
09 Fjármálaráðuneyti
1 249 900
10 Samgönguráðuneyti
106 500
11 Iðnaðarráðuneyti
15 000
14 Umhverfisráðuneyti
44 000

Samtals
4 102 200

3. gr.



    Sundurliðun gjalda skv. 2. gr. á stofnanir og viðfangsefni er þessi:

4. gr.



    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.




Inngangur



    Fjárlög ársins 1993 voru afgreidd með 6,2 milljarða króna halla. Þar af mátti rekja tæplega 2 milljarða króna til ákvarðana ríkisstjórnarinnar um aukin útgjöld til vegaframkvæmda. Þrátt fyrir þetta var stefnt að áframhaldandi lækkun útgjalda ríkissjóðs, um tæplega 2 milljarða króna að raungildi. Jafnframt var áætlað að tekjurnar yrðu nálægt 1 milljarði króna lægri en árið 1992. Hér á eftir er greint frá áætlaðri afkomu ríkissjóðs á árinu 1993, lánsfjáröflun og einstökum beiðnum um aukafjárveitingar. Í greinargerð með frumvarpi til fjárlaga 1994 er að finna ítarlegri umfjöllun um afkomu ríkissjóðs 1993.

Afkoma ríkissjóðs 1993



Fjárlög

Áætlun

Breyting


1993

1993

frá fjárl.


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.



Tekjur          
104.771
101.605 -3.166
Gjöld          
111.015
113.940 2.925
Rekstrarafkoma     
-6.244
-12.335 -6.091

Veitt lán, nettó     
-2.360
-770 1.590
Hluta- og stofnfjárframlög     
-435
-435 0
Viðskiptareikningar     
100
-500 -600
Hrein lánsfjárþörf     
8.939
14.040 5.101

Lántökur, nettó     
8.990
14.050 5.060
Innlend lántaka - afborganir     
5.110
6.440 1.330
Erlend lántaka - afborganir     
3.880
7.610 3.730

    Frá því að fjárlög þessa árs voru samþykkt hafa ýmsar forsendur þeirra breyst í veigamiklum atriðum:
    Í fyrsta lagi hafa skuldbindingar stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga vorið 1993, einkum aukin framlög til ýmissa viðhaldsverkefna og auknar niðurgreiðslur á matvælum, valdið rúmlega 2 milljarða króna útgjaldaauka umfram fjárlög.
    Í öðru lagi hafa ýmsar breytingar á skattalögum, meðal annars í tengslum við gerð kjarasamninga fyrr á þessu ári, skert tekjur ríkissjóðs. Þessar breytingar munu samanlagt skerða tekjur ríkissjóðs um 1 milljarð króna frá áætlun fjárlaga.
    Í þriðja lagi munu áform fjárlaga um sölu ríkiseigna ekki ganga eftir á árinu. Í fjárlögum var gert ráð fyrir að eignasala skilaði ríkissjóði um 1.500 m.kr. en nú er sýnt að hún nemur aðeins um 100 m.kr.
    Í fjórða lagi hefur viðvarandi samdráttur í þjóðarútgjöldum skert tekjur ríkissjóðs og aukið útgjöld umfram það sem reiknað var með í fjárlögum. Aukið atvinnuleysi hefur komið fram í lægri tekjum einstaklinga og þar með dregið úr útgjöldum heimilanna. Af þessu leiðir að tekjur ríkissjóðs af launa- og veltusköttum verða lægri en reiknað var með í fjárlögum. Á gjaldahlið munu framlög til greiðslu atvinnuleysisbóta fara verulega fram
úr áætlun fjárlaga, eða sem nemur 1,2 milljörðum króna.

Helstu frávik tekna og gjalda frá fjárlögum 1993, m.kr.



Tekjuhlið:


1.     Ýmsar breytingar á skattalögum, samtals     
-1.165

    - Horfið frá lækkun endurgreiðslna VSK af vinnu við íbúðarhúsnæði     
-400

    - Lækkun vörugjalds af byggingarvörum     
-200

    - Innflutningsgjald bifreiða - breytt form     
-100

    - Tímabundin niðurfelling tryggingagjalds af útflutningsgreinum     
-465


2.     Minni tekjur af sölu eigna     
-1.400


3.     Áhrif aukins efnahagssamdráttar     
-2.000


4.     Ýmsir þættir (betri innheimta, meiri vaxtatekjur o.fl.)     
1.400


     Heildarfrávik tekna frá fjárlögum     
-3.165


Gjaldahlið:


1.     Aukin framlög úr ríkissjóði til greiðslu atvinnuleysisbóta     
1.200


2.     Aukin útgjöld tengd kjarasamningum, samtals     
2.200

    - Aukin útgjöld til framkvæmda á vegum ríkisins     
1.000

    - Úthlutun aflaheimilda Hagræðingarsjóðs     
300

    - Greiðsla orlofsuppbóta og launabóta     
600

    - Niðurgreiðslur á búvörum     
300


3.     Minni vaxtagjöld o.fl.     
-475


     Heildarfrávik gjalda frá fjárlögum     
-2.925



    Þegar allt er lagt saman stefnir í að tekjur ríkissjóðs verði 3 milljörðum króna minni árið 1993 en áætlað var í fjárlögum. Frávik á gjaldahlið er einnig um 3 milljarðar króna. Eins og nú horfir er halli ríkissjóðs í árslok 1993 áætlaður 12,3 milljarðar króna, eða 6 milljörðum króna umfram fjárlög. Þar af má rekja 3 milljarða króna til skuldbindinga í tengslum við kjarasamninga og annað eins til aukins atvinnuleysis og samdráttar í þjóðarútgjöldum umfram forsendur fjárlaga.
    Meiri hallarekstur en fjárlög gerðu ráð fyrir endurspeglast í aukinni lánsfjárþörf ríkissjóðs. Á fjárlögum var hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs, þ.e. sú fjárhæð sem ríkissjóður þarf að afla til að mæta halla á rekstrarreikningi og ýmsum lánahreyfingum, áætluð tæplega 9 milljarðar króna. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun verður lánsfjárþörfin á þessu ári hins vegar um 14 milljarðar króna. Hækkunin er einum milljarði króna lægri en aukning rekstrarhalla ríkissjóðs, sem skýrist af því að innheimtar afborganir af veittum lánum eru hærri en áætlað var í fjárlögum.


Tekjur



    Í fjárlögum ársins 1993 voru heildartekjur ríkissjóðs áætlaðar 104,8 milljarðar króna. Allt bendir nú til þess að þær verði rúmlega 3 milljörðum króna minni, eða nálægt 101,6 milljörðum króna. Til samanburðar nam innheimta ríkissjóðstekna 103,4 milljörðum króna á árinu 1992. Lækkunin milli ára nemur því tæpum 2% á sama tíma og verðvísitala landsframleiðslu hækkar um 1,5%. Það þýðir að heildartekjur ríkissjóðs hafa dregist saman um nær 3,5 milljarða króna frá árinu 1992, metnar á föstu verðlagi. Samdráttur skattteknanna er hins vegar heldur minni, eða nær 2,5 milljörðum króna.
    Það er einkum þrennt sem skýrir þennan tekjusamdrátt frá áætlun fjárlaga. Í fyrsta lagi hafa verið samþykktar ýmsar breytingar á sköttum, meðal annars í tengslum við gerð kjarasamninga fyrr á þessu ári, sem skerða tekjur ríkissjóðs um nálægt 1 milljarð króna. Þar vegur þyngst tímabundin niðurfelling tryggingagjalds af útflutningsgreinum sem talin er lækka tekjurnar um tæpan hálfan milljarð króna frá áætlun fjárlaga. Jafnframt var horfið frá því að lækka endurgreiðslur virðisaukaskatts vegna vinnu við íbúðarhúsnæði sem skila átti ríkissjóði um 400 m.kr. Þá hafa ýmsar breytingar á vörugjöldum neikvæð áhrif á tekjuhliðina.
    Í öðru lagi munu áform stjórnvalda um sölu ríkiseigna ekki nást fram á þessu ári. Gert hafði verið ráð fyrir að eignasala skilaði ríkissjóði um 1,5 milljörðum króna, en nú þykir sýnt að þær tekjur verði vart meiri en um 100 m.kr.
    Í þriðja lagi hefur meira atvinnuleysi en gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga komið fram í minni tekjum einstaklinga, sem aftur hefur dregið úr útgjöldum heimilanna. Þetta leiðir til þess að tekjur ríkissjóðs af launa- og veltusköttum verða nærri 2 milljörðum króna lægri en reiknað var með. Á móti þessum áhrifum vega meiri tekjur af eignarsköttum og tryggingagjaldi auk þess sem vaxtatekjur hafa orðið meiri en áætlað var.


Áætlaðar tekjur ríkissjóðs 1993



Fjárlög

Áætlun

Breyting

Breyting


1993

1993

frá fjárl.

frá fjárl.


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.

%



Tekju- og eignarskattar     
20.193
19.796 -397 -2
    Einstaklingar     
15.844
15.146 -698 -4
    Fyrirtæki     
4.349
4.650 301 7

Óbeinir skattar     
76.698
74.892 -1.806 -2
    Innflutnings- og vörugjöld     
8.656
8.215 -441 -5
    Virðisaukaskattur     
40.950
40.000 -950 -2
    Hagnaður ÁTVR     
6.350
6.150 -200 -3
    Tryggingagjald     
9.450
9.300 -150 -2
    Bifreiðagjöld     
7.375
7.395 20 0
    Aðrir óbeinir skattar     
3.917
3.832 -85 -2

Aðrar tekjur     
7.880
6.917 -963 -12
    Vaxtatekjur     
4.000
4.440 440 11
    Arðgreiðslur     
2.030
2.052 22 1
    Sala eigna     
1.500
100 -1.400 -93
    Aðrar tekjur     
350
325 -25 -7

Heildartekjur ríkissjóðs     
104.771
101.605 -3.166 -3


     Tekju- og eignarskattar. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun fyrir árið 1993 verður tekjuskattur einstaklinga líklega tæpum 700 m.kr. undir áætlun fjárlaga yfirstandandi árs. Þannig verður staðgreiðsla tekjuskatts líklega 1 milljarði króna undir áætlun á þessu ári sem skýrist að mestu af samdrætti tekna vegna aukins atvinnuleysis. Á móti lægri staðgreiðslu vegur hins vegar betri innheimta á eftirstöðvum fyrri ára og minni endurgreiðslur. Þá verða greiðslur til sveitarfélaga vegna afnáms aðstöðugjalds í takt við áætlanir, eða nálægt 4 milljörðum króna.
    Á hinn bóginn verða tekjur af tekju- og eignarsköttum fyrirtækja um 300 m.kr. meiri á þessu ári en búist var við. Þannig virðist afkoma fyrirtækja hafa verið heldur betri á árinu 1992 en áætlað hafði verið, en það endurspeglast í hærri álagningu tekjuskatts á þessu ári. Auk þess hefur innheimta tekju- og eignarskatta verið betri en miðað var við í forsendum fjárlaga.
     Óbeinir skattar. Talið er að tekjur af veltusköttum (virðisaukaskatti, innflutnings- gjöldum) verði 1,8 milljörðum króna lægri í ár en gert var ráð fyrir í tekjuáætlun fjárlaga. Skýringin er tvíþætt. Önnur er meiri samdráttur í innflutningi, einkum í dýrari vörum (bílum, rafmagnstækjum o.fl.) sem skila ríkissjóði jafnan drjúgum hluta skattteknanna. Að baki liggur minni kaupmáttur heimilanna í kjölfar aukins atvinnuleysis. Þessi áhrif sjást einnig í minni tekjum ríkissjóðs af sölu áfengis og tóbaks, en allt bendir til þess að þær verði að minnsta kosti 200 m.kr. undir áætlun fjárlaga.
    Hin skýringin er ýmsar breytingar í skattamálum frá því að fjárlögin voru samþykkt í lok síðasta árs. Má þar nefna niðurfellingu vörugjalds af ýmsum byggingarvörum og lægri vörugjöld á bifreiðar, auk þess sem fallið var frá áformum um að lækka endur- greiðslur virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði. Þá var tryggingagjald af útflutningsgreinum fellt niður tímabundið í tengslum við gerð kjarasamninga síðastliðið vor. Á móti vegur að innheimta tryggingagjalds er betri en búist var við, jafnframt því að slysatryggingagjald vegna ökutækja hækkaði umfram forsendur fjárlaga.
     Aðrar tekjur. Þegar á heildina er litið verða tekjur af þessum lið líklega um 1 milljarði króna undir áætlun fjárlaga. Hér kemur tvennt til. Annars vegar munu áform stjórnvalda um sölu ríkiseigna ekki ganga eftir. Það lækkar tekjurnar um 1.400 m.kr. Á móti kemur að vaxtatekjur ríkissjóðs eru nokkru meiri en gert hafði verið ráð fyrir.


Útgjöld



    Áætluð útgjöld ríkissjóðs við afgreiðslu fjárlaga 1993 voru 111 milljarðar króna samanborið við 110,6 milljarða króna árið 1992. Útgjöld þessa árs hafa verið endurmetin í tengslum við gerð fjárlagafrumvarps fyrir árið 1994 og með tilliti til þeirra upplýsinga sem fyrir liggja um framvindu ríkisfjármála það sem af er árinu. Talið er að útgjöldin verði um 113,9 milljarðar króna en það er 2,9 milljarða króna hækkun frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þá hafa fulltrúar fjármálaráðuneytis átt viðræður við fulltrúa annarra ráðuneyta um stöðu mála og metið beiðnir um viðbótarfjárframlög vegna yfirstandandi árs.

     Rekstrarkostnaður er nú áætlaður 44,2 milljarðar króna eða 0,9 milljarðar króna umfram fjárlög. Af þeirri fjárhæð má rekja 600 m.kr. til ákvarðana tengdum kjarasamningum á þessu ári. Annars vegar voru gerðir kjarasamningar við aðildarfélög BHMR o.fl. sem hækka launagreiðslur um 300 m.kr. Hins vegar var ákveðið með lögum að úthluta aflaheimildum Hagræðingarsjóðs endurgjaldslaust til útgerðarinnar. Í fjárlögum var gert ráð fyrir að þessar heimildir skiluðu Hafrannsóknastofnun um 300 m.kr. á árinu 1993. Það sem eftir stendur, liðlega 300 m.kr., skýrast af ýmsum smærri tilefnum sem nánar eru rakin með athugasemdum við einstaka liði frumvarpsins.
     Tryggingabætur og framlög eru nú áætluð 43,2 milljarðar króna sem er 2 milljörðum króna hærri fjárhæð en í fjárlögum. Í fyrsta lagi aukast bótagreiðslur atvinnuleysis- trygginga sem nemur ríflega 1.200 m.kr. Í forsendum fjárlaga var gert ráð fyrir 3% atvinnuleysi en samkvæmt nýjum spám má ætla að það verði um 4,5% á árinu 1993. Í annan stað hækka eingreiðslur lífeyristrygginga um 600 m.kr. og niðurgreiðslur á búvörum um 300 m.kr. í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga sl. vor. Í fjárlögum voru einungis 250 m.kr. til að mæta þessum eingreiðslum. Í þriðja lagi eru ýmis smærri framlög sem ýmist hækka eða verða ekki nýtt að fullu á árinu. Bætur og framlög úr ríkissjóði eru að stærstum hluta greiddar samkvæmt ákvæðum laga, reglna eða samninga. Í sumum tilvikum getur reynst erfitt að áætla greiðslur nákvæmlega í upphafi árs. Þannig vantar t.d. um 44 m.kr. vegna uppbóta á lífeyrisgreiðslur opinberra starfsmanna. Á móti lækka framlög til Lánasjóðs íslenskra námsmanna um 60 m.kr. vegna fækkunar lánþega og framlög utanríkisráðuneytis til Evrópumála lækka um 50 m.kr., þar sem gildistaka EES-samninga hefur dregist.
     Vaxtagreiðslur ríkissjóðs eru áætlaðar um 10 milljarðar króna eða 500 m.kr. lægri en í fjárlögum. Það skýrist einkum af lægri vöxtum á erlendum lánum en áætlað var.
     Viðhald og stofnkostnaður er talinn nema 16,4 milljörðum króna á árinu 1993 og hækkar um 500 m.kr. frá fjárlögum. Í tengslum við gerð kjarasamninga sl. vor ákvað ríkisstjórnin að verja rúmlega 1 milljarði króna til atvinnuskapandi verkefna. Helmingur þeirrar fjárhæðar voru heimildir í fjárlögum 1992 sem ekki voru nýttar á því ári. Talið er að álíka há fjárhæð til framkvæmda í fjárlögum 1993 verði ekki nýtt á því ári. Ríkis- stjórnin hefur gefið vilyrði um að þær flytjist til ársins 1994.


Áætluð útgjöld ríkissjóðs 1993



Fjárlög

Áætlun

Breyting

Breyting


1993

1993

frá fjárl.

frá fjárl.


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.

%



Rekstrarkostnaður     
43.284
44.200 916 2

Neyslu- og rekstrartilfærslur     
41.251
43.295 2.044 5
Lífeyristryggingar     
15.280
15.630 350 2
Sjúkratryggingar     
9.530
9.530 0 0
Slysatryggingar     
605
555 -50 -8
Atvinnuleysistryggingasjóður     
1.464
2.700 1.236 84
Lánasjóður íslenskra námsmanna     
1.760
1.700 -60 -3
Greiðslur vegna búvöruframleiðslu     
5.273
5.600 327 6
Annað          
7.339
7.580 241 3

Vextir          
10.500
10.000 -500 -5

Viðhald     
3.139
3.361 222 7

Stofnkostnaður     
12.786
13.084 298 2
Vegamál     
4.601
4.601 0 0
Hafnamál     
939
1.000 61 7
Byggingarsjóðir     
925
925 0 0
Annað          
6.321
6.558 237 4

Heildargjöld ríkissjóðs     
111.015
113.940 2.925 3


     Framlög til atvinnuskapandi verkefna. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var í tengslum við gerð kjarasamninga í vor segir: „Á árinu 1993 verða útgjöld ríkissjóðs til atvinnuskapandi aðgerða, einkum fjárfestingar og viðhalds, aukin um 1.000 milljónir króna frá því sem áður hefur verið ákveðið. Þetta felur í sér að heildarútgjöld ríkissjóðs vegna fjárfestingar og viðhalds á árinu 1993 verða um 17 milljarðar króna eða 3 milljörðum króna meiri en árið 1992.“ Í samræmi við þessa ákvörðun hefur ríkisstjórnin samþykkt að leita eftir fjárheimildum til þessara verkefna í frumvarpi til fjáraukalaga ársins 1993. Við val á verkefnum var lögð áhersla á brýn viðhaldsverkefni á húseignum ríkisins og að flýta framkvæmdum við verk sem þegar eru hafin og eru vinnuaflsfrek. Þá hefur þess verið gætt eins og kostur er að framkvæmdirnar leiði ekki til aukins rekstrarkostnaðar til lengri tíma litið. Fjármálaráðuneytið hefur í samráði við önnur ráðuneyti gengið frá verkefnalista vegna framkvæmdanna og er hann birtur í fylgiskjali 2. Leitað er eftir 1.045 m.kr. heimild vegna þeirrar framkvæmdaáætlunar. Þar af er sótt um 60 m.kr. heimild fyrir sérstöku framlagi til atvinnumála kvenna og 20 m.kr. til að efla heimilis- og listiðnað í landinu.
    Hluti af heildarupphæðinni til atvinnuskapandi aðgerða í frumvarpinu, eða 558 m.kr., eru yfirfærðar heimildir frá fjárlögum síðasta árs. Verði heimildirnar ekki nýttar að fullu á þessu ári er gert ráð fyrir að þær verði fluttar með fjáraukalögum til næsta árs.

     Yfirfærsla heimilda og gjalda frá 1992. Fjárheimildir til rekstrar eru nú í annað sinn fluttar á milli ára með almennum hætti. Áður höfðu geymdar fjárveitingar nær eingöngu miðast við óhafin framlög til stofnkostnaðar og viðhalds. Á árinu 1991 voru mótaðar vinnureglu um yfirfærslurnar, en þær voru m.a. kynntar í frumvörpum til fjáraukalaga árin 1991 og 1992. Gerð var grein fyrir yfirfærslum einstakra stofnana milli áranna 1992 og 1993 í frumvarpi til endanlegra fjáraukalaga ársins 1992. Hér á eftir fer yfirlit yfir þær innistæður og umframgjöld á árinu 1992 sem lagt er til að færist yfir til ársins 1993.


Rekstur

Rekstur

Stofnkostn.


Fjárhæðir í þúsundum króna

inneign

skuld

og viðhald



00 Æðsta stjórn ríkisins     
8.800
-2.505 42.596
01 Forsætisráðuneyti     
5.666
- 9.300
02 Menntamálaráðuneyti     
235.210
-162.039 282.676
03 Utanríkisráðuneyti     
33.276
-527 -
04 Landbúnaðarráðuneyti     
179.247
-7.447 9.195
05 Sjávarútvegsráðuneyti     
30.611
-600 -
06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti     
84.683
-9.441 56.535
07 Félagsmálaráðuneyti     
114.611
-2.657 32.370
08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti     
149.285
-216.457 63.496
09 Fjármálaráðuneyti     
58.482
-10.363 111.500
10 Samgönguráðuneyti     
31.318
-2.206 74.091
11 Iðnaðarráðuneyti     
9.005
-9.243 -
12 Viðskiptaráðuneyti     
7.894
- -
13 Hagstofa Íslands     
1.642
- -
14 Umhverfisráðuneyti     
7.913
-11.567 14.562

Samtals     
957.643
-435.052 696.321


    Af rekstrargjöldum ríkissjóðs á árinu 1992 er lagt til að alls verði fluttar 958 m.kr. til ársins 1993, en á móti verði heimildir fjárlaga 1993 lækkaðar um 435 m.kr. vegna umframgreiðslna 1992. Loks nema ónotaðar heimildir til stofnkostnaðar og viðhalds 696 m.kr. Sótt er um þessar fjárheimildir undir liðnum 09-989 Launa- og verðlagsmál í frumvarpinu, en í fylgiskjali 1 kemur fram frekari sundurliðun á einstakar stofnanir ríkisins.

Lánahreyfingar



    Í fjárlögum 1993 var hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs áætluð 6,4 milljarðar króna og að viðbættum afborgunum eldri lána var heildarlánsfjárþörf ríkissjóðs 15,4 milljarðar króna. Við afgreiðslu lánsfjárlaga 1993 var lántökuheimild ríkissjóðs hækkuð í tæpa 16 milljarða króna í tengslum við breytingar á tekjuhlið og vegna aukinna endurlána ríkissjóðs. Af þeirri fjárhæð var gert ráð fyrir að taka 5,7 milljarða króna að láni erlendis.
    Samkvæmt endurskoðaðri áætlun er hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs nú talin verða 14 milljarðar króna. Heildarlánsfjárþörfin er áætluð 20,2 milljarðar króna sem er 4,2 milljarða króna aukning frá lánsfjárlögum. Skýringanna er að leita í 6 milljarða króna auknum rekstrarhalla ríkissjóðs og 0,6 milljarða króna minna innstreymi á lánahreyfingum. Á móti kemur að innheimtar afborganir af áður veittum lánum eru 1,6 milljörðum króna meiri en gert var ráð fyrir í fjárlögum.
    Talið er að unnt verði að afla um 11 milljarða króna á innlendum lánamarkaði, en það sem upp á vantar, 9,2 milljarðar króna, verði tekið að láni erlendis. Í frumvarpi til lánsfjáraukalaga 1993 sem lagt hefur verið fram á Alþingi verður leitað eftir nauðsynlegum viðbótarheimildum til lántöku fyrir ríkissjóð.


Lánahreyfingar og lánsfjárþörf ríkissjóðs 1993



Fjárlög

Áætlun

Breyting

Breyting


1993

1993

frá fjárl.

frá fjárl.


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.

%



Rekstrarafkoma     
-6.244
-12.335 -6.091 98

Lánveitingar, nettó     
-2.360
-770 1.590 -67
Lánveitingar     
-5.620
-5.620 0 0
Innheimtar afborganir     
3.260
4.850 1.590 49

Hluta- og stofnfjárframlög     
-435
-435 0 0

Viðskiptareikningar     
100
-500 -600 -600
Viðskiptareikningar, almennir     
-500
-500 0 0
Húsnæðisstofnun     
600
- -600 -100

Hrein lánsfjárþörf     
8.939
14.040 5.101 57

Afborganir     
-6.410
-6.200 210 -3
Spariskírteini     
-2.850
-2.700 150 -5
Önnur innlend lán     
-1.740
-1.910 -170 10
Erlend lán     
-1.820
-1.590 230 -13

Heildarlánsfjárþörf     
15.349
20.240 4.891 32

Lántökur     
15.400
20.250 4.850 31
Ríkisverðbréf     
9.700
11.050 1.350 14
Erlend lán     
5.700
9.200 3.500 61

Athugasemdir við einstaka fjárlagaliði, sbr. 3. gr.





00 Æðsta stjórn ríkisins



    Lagt er til að fjárheimild æðstu stjórnar ríkisins verði aukin um 18 m.kr.

201    Alþingi. Sótt er um 5 m.kr. framlag til viðhalds á húseignum Alþingis.

401    Hæstiréttur. Sótt er um viðbótarframlag að fjárhæð 13 m.kr. vegna yfirvinnu. Hæstiréttur hefur ákveðið að dómarar við réttinn fái greidda yfirvinnu sem nemur 48 stundum tíu mánuði ársins. Ákvörðunin er tekin vegna vaxandi vinnuálags á hæstaréttardómara og gildir frá og með 1. september 1992.


01 Forsætisráðuneyti



    Lagt er til að fjárheimild forsætisráðuneytis verði aukin um 45 m.kr.

101    Forsætisráðuneyti, aðalskrifstofa. Farið er fram á 15 m.kr. fjárveitingu vegna nefndar sem skipuð var nýverið til þess að undirbúa hátíðahöld í tilefni af hálfrar aldar afmæli lýðveldisins árið 1994. Framlagið miðast við að óhafin heimild færist yfir til næsta árs.
         Einnig er sótt um 10 m.kr. til endurnýjunar og viðhalds á Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Til þessa verkefnis er einnig varið 20 m.kr. af lið 09-990-5.01 Ríkisstjórnarákvarðanir, viðhald í fjárlögum 1993. Meðal annars er verið að endurnýja ytra byrði hússins, laga aðkomu að húsinu auk þess sem gólf og vistarverur á annarri hæð verða lagfærðar.

171    Byggðastofnun. Sótt er um 20 m.kr. til að styrkja heimilis- og listiðnað í landinu.


02 Menntamálaráðuneyti



    Lagt er til að fjárheimild menntamálaráðuneytis verði aukin um 191,4 m.kr.

205    Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Sótt er um 15 m.kr. til að kosta hlutdeild Stofnunar Árna Magnússonar í utanhússviðgerðum á Árnagarði þar sem stofnunin hefur aðsetur. Framkvæmdin er á vegum Háskóla Íslands sem standa mun straum af sínum hluta með viðhaldsfé Háskólans.

210    Háskólinn á Akureyri. Sótt er um 7 m.kr. framlag til að flýta framkvæmdum við lagfæringu á húsnæði skólans.

211    Tækniskóli Íslands. Í fjárlögum er gert ráð fyrir að tekin verði upp innritunar- og efnisgjöld í Tækniskólanum eins og í öðrum skólum á háskólastigi. Breyting á lögum um skólann sem gera þarf í þessu skyni hefur hins vegar ekki hlotið afgreiðslu á Alþingi og verður skólinn því af tekjunum í ár. Farið er fram á að sértekjurnar verði lækkaðar um 6 m.kr. vegna þessa máls.

221    Kennaraháskóli Íslands. Sótt er um 18 m.kr. til framkvæmda á viðhaldi húseigna skólans. Annars vegar er óskað eftir 9 m.kr. til að hefja framkvæmdir við aðalhús skólans. Gerð hefur verið áætlun um viðgerðir á aðalhúsi skólans og íþróttahúsi, samtals að fjárhæð um 40 m.kr. Í fjárlögum 1993 eru 10 m.kr. sem fer að mestu til viðhalds íþróttahúss. Hins vegar er óskað eftir 9 m.kr. til framkvæmda við húsnæði fyrrum hússtjórnarskóla að Varmalandi. Ákveðið hefur verið að Kennaraháskóli Íslands fái húsið til afnota fyrir endurmenntun, fjarkennslu, réttindanám og fjölþætt námskeiðahald.

223    Rannsóknastofnun uppeldismála. Sótt er um 8 m.kr. framlag til endurbóta á Valhöll við Suðurgötu en stofnunin hefur fengið húsið til afnota. Félagsstofnun stúdenta rak barnaheimili í húsinu í mörg ár en sú starfsemi hefur verið flutt í nýtt húsnæði.

233    Rannsóknasjóður. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leita eftir 45 m.kr. viðbótarheimild fyrir sjóðinn í samræmi við fyrri stefnumörkun um að gera sérstakt átak í rannsókna- og þróunarmálum.

299    Háskóla- og rannsóknastarfsemi. Í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnar er farið fram á 10 m.kr. aukafjárveitingu til handa Nýsköpunarsjóði námsmanna, en honum er ætlað að bæta úr atvinnumálum háskólanema með styrkjum til rannsóknarverkefna.

318    Almennir framhaldsskólar, viðhald og stofnkostnaður. Sótt er um 74 m.kr. til viðhalds- og stofnkostnaðarframkvæmda við nokkra framhaldsskóla. Á undanförnum árum hefur verið byggt húsnæði fyrir fjölmarga framhaldsskóla víðs vegar um landið. Mikil fjárþörf til nýbygginga hefur orðið til þess að viðhaldi eldri húseigna hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Nú er svo komið að margar byggingar framhaldsskóla liggja undir skemmdum. Sótt er um 38 m.kr. til að sinna brýnustu viðhaldsþörfinni sem skiptist þannig: Menntaskólinn við Hamrahlíð, 5 m.kr., Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, 5 m.kr., Iðnskólinn í Reykjavík, 5 m.kr., Menntaskólinn í Kópavogi, 4 m.kr., Flensborgarskóli, 5 m.kr., Fjölbrautaskóli Suðurnesja, 2 m.kr., Fjölbrautaskóli Vesturlands, 1 m.kr., Framhaldsskóli Vestfjarða, 10 m.kr., Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki, 1 m.kr. Til stofnkostnaðar er sótt um 36 m.kr., annars vegar til byggingar íþróttasvæðis á Laugarvatni þar sem áformað er að halda Landsmót Ungmennafélags Íslands á árinu 1994 og hins vegar 6 m.kr. til að ljúka frágangi við heimavist og bókasafn Menntaskólans á Egilsstöðum.

319    Framhaldsskólar, almennt. Farið er fram á 4 m.kr. aukafjárveitingu til sérkennslu í framhaldsskólum. Fötluðum nemendum í framhaldsskólum hefur fjölgað verulega og hefur stuðnings- og aðstoðarkennsla vegna þeirra verið efld. Fatlaðir nemendur hafa fengið forgang þegar framlögum til sérkennslu hefur verið deilt út en fyrirhugað er að verja viðbótarframlaginu til aðstoðar við nemendur sem eiga við sértæka námserfiðleika að etja. 440    Fullorðinsfræðsla. Ákveðið hefur verið í ríkisstjórn að leita eftir 10 m.kr. heimild fyrir sérstöku viðbótarframlagi í ár til kennslu nýbúa.

804    Kvikmyndaeftirlit ríkisins. Ekki var rétt staðið að breytingu sem gerð var á starfshlutfalli forstöðumanns stofnunarinnar í tíð síðasta menntamálaráðherra. Nú hefur verið komist að samkomulagi um uppgjör á ógreiddum launum frá fyrri árum til forstöðumannsins og er óskað eftir 2,5 m.kr. viðbótarframlagi vegna málsins.

872    Lánasjóður íslenskra námsmanna. Framlagi úr ríkissjóði er ætlað að fjármagna 54% af lánveitingum lánasjóðsins, eins og skýrt er í greinargerð með B-hluta fjárlagafrumvarps 1993. Endurskoðuð áætlun um lánveitingar sjóðsins í ár bendir til þess að þær verði nokkru minni en talið var við samþykkt fjárlaga. Lagt er til að framlag ríkissjóðs lækki hlutfallslega jafn mikið, eða sem nemur 60 m.kr.

907    Listasafn Íslands. Listasafn Íslands hefur fengið Landshöfðingjahúsið að Skálholtsstíg 7 til afnota en til ársloka 1992 var það nýtt af Menningarsjóði. Húsnæðið þarfnast verulegra endurbóta. Gerð hefur verið kostnaðaráætlun um viðgerð utanhúss sem innan þar sem stuðst er við reynslu í endurbyggingu og viðgerðum gamalla húsa. Heildarkostnaður er áætlaður um 26 m.kr. og er sótt um 10 m.kr. til að hefja það verk.

909    Blindrabókasafn Íslands. Sótt er um 7,5 m.kr. til að fjármagna innréttingu nýs húsnæðis fyrir Blindrabókasafnið í Kópavogi.

973    Þjóðleikhús. Sótt er um 17 m.kr. framlag til að ljúka við ýmsar minniháttar lagfæringar á húsinu eins og við fatahengi o.fl.

974    Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sótt er um 4,5 m.kr. framlag til að gera breytingar á lofti yfir sviði Háskólabíós til að bæta hljómburð.

982    Listir, framlög. Leitað er eftir viðbótarheimild að fjárhæð 8,9 m.kr. Með lögum nr. 118/1992, fjáraukalögum fyrir árið 1992, var veitt 6 m.kr. aukafjárveiting vegna halla á Listahátíð í Reykjavík 1992. Endanlegt uppgjör hefur nú farið fram og sýnir að tapið varð 3,6 m.kr. meira. Samkvæmt samningi ríkisins við Reykjavíkurborg greiðist rekstrarhalli af listahátíðinni að hálfu af hvorum aðila og sama gildir um Kvikmyndahátíð sem fram fer í ár. Að auki kveður samningurinn á um að öll opinber gjöld sem lögð eru á listahátíðirnar falli niður. Ekki þykir ráðlegt að gera annan slíkan samning vegna Listahátíðar í Reykjavík 1994, fremur en vegna annarra sambærilegra viðburða, t.d. Listahátíðar í Hafnarfirði eða M-hátíða. Fyrirhugað er að framvegis verði veittir fastákveðnir styrkir í fjárlögum til slíkra listviðburða.
         Í annan stað er borin upp tillaga um 5,3 m.kr. aukafjárveitingu vegna kaupa á sýningarrétti kvikmynda til afnota fyrir grunnskóla.

999    Ýmislegt. Sótt er um 4 m.kr. til að ljúka utanhússviðgerðum við gamla Stýrimannaskólann við Öldugötu. Húsið hefur staðið nánast autt og ónotað sl. 4 ár og liggur undir skemmdum.

03 Utanríkisráðuneyti



    Lagt er til að fjárheimild utanríkisráðuneytis lækki um 16 m.kr.

101    Utanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa. Alls er sótt um 7,4 m.kr. til aðalskrifstofunnar. Farið er fram á 1,3 m.kr. hækkun framlags til að standa straum af viðbótarútgjöldum vegna aðstoðar ráðuneytisins við forræðismál á erlendri grund. Þá er sótt um 6,1 m.kr. aukafjárveitingu vegna aukins kostnaðar við þýðingar á reglugerðum og tilskipunum EB. Stjórnvöld hafa gert frekari kröfur um þýðingar á skjölum frá EB þar sem gildistaka samningsins um EES hefur dregist af ófyrirséðum ástæðum. Heildarkostnaðurinn við þýðingarnar frá upphafi til ársloka 1993 stefnir í að verða um 110 m.kr., sem er tæplega 90% hækkun frá því sem ætlað var þegar verkið var hafið á árinu 1990.

309    Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Sótt er um 3,6 m.kr. Stofnuð hefur verið sérstök umhverfisnefnd um sjálfbæra þróun hjá Sameinuðu þjóðunum. Verkefni nefndarinnar er að fylgjast með og vinna að framgangi samþykkta umhverfisráðstefnunnar sem haldin var í Rio de Janeiro í júní 1992. Ísland hlaut kosningu í nefndina til þriggja ára. Af þessu tilefni hefur ríkisstjórnin ákveðið að leita eftir heimild til að ráða aftur í stöðu fastafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, en í fjárlögum var gert ráð fyrir að ekki yrði skipað í stöðuna í ár.

391    Þróunarmál og alþjóðleg hjálparstarfsemi. Gerð er tillaga um að fjárveiting hækki um 21 m.kr. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að fara fram á 12 m.kr. viðbótarframlag til að mæta kostnaði við aukna aðstoð við fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna, sem veitt er með námskeiðahaldi, tækniaðstoð og útflutningsverkefnum. Þá er leitað eftir heimild til að auka framlög til friðargæslustarfa um 9 m.kr. Þar af eiga 7,5 m.kr. að renna til friðargæslu í Bosníu-Hersegóvínu samkvæmt samþykkt ríkisstjórnar.

401    Alþjóðastofnanir. Meginhluti framlags Íslands til Þróunarsjóðs EFTA fellur niður í ár vegna þess að gildistöku samningsins um EES seinkar. Gerð er tillaga um lækkun fjárheimildar sem nemur 48 m.kr. af þessari ástæðu.


04 Landbúnaðarráðuneyti



    Lagt er til að fjárheimild landbúnaðarráðuneytis verði aukin um 329,1 m.kr.

201    Búnaðarfélag Íslands. Sótt er um 3,1 m.kr. viðbótarheimild til að mæta auknum launagreiðslum hjá Búnaðarfélaginu og búnaðarsamböndunum í kjölfar dómsúrskurðar Hæstaréttar í desember 1992 um kjarasamning BHMR við ríkið og vegna þeirra kjarasamninga sem síðan hafa verið gerðir við BSRB og FÍN.

206    Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Í fjárlögum er gert ráð fyrir að bútæknideild stofnunarinnar á Hvanneyri standi undir rekstri sínum með tekjum af jöfnunargjaldi á innfluttar búvélar. Lagabreyting um tekjuöflunina náði hins vegar ekki fram að ganga á vorþingi og er því lagt til að sértekjur verði lækkaðar um 7 m.kr. 410    Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu. Ríkisstjórnin ákvað í tengslum við gerð kjarasamninga í maí sl. að verð á tilteknum mjólkurvörum sem bera 24,5% virðisaukaskatt yrði greitt niður tímabundið frá 1. júní til áramóta. Niðurgreiðslurnar jafngilda lækkun skattsins í 14%. Farið er fram á 206 m.kr. heimild til að mæta viðbótarútgjöldum sem leiða af þessari efnahagsráðstöfun.

430    Sérstakar greiðslur í landbúnaði. Ríkisstjórnin ákvað í tengslum við gerð kjarasamninga í maí sl. að verð á tilteknum kjötvörum sem bera 24,5% virðisaukaskatt yrði greitt niður tímabundið frá 1. júní til áramóta. Niðurgreiðslurnar jafngilda lækkun skattsins í 14%. Farið er fram á 108 m.kr. heimild til að mæta viðbótarútgjöldum sem leiða af þessari efnahagsráðstöfun.

501    Bændaskólinn á Hvanneyri. Óskað er eftir 5 m.kr. framlagi til viðhalds bygginga skólans.


05 Sjávarútvegsráðuneyti



    Lagt er til að fjárheimild sjávarútvegsráðuneytis verði aukin um 316,8 m.kr.

202    Hafrannsóknastofnun. Farið er fram á 302 m.kr. Með bráðabirgðalögum nr. 86/1993 um efnahagsaðgerðir vegna kjarasamninga, sem ríkisstjórnin setti í lok maí sl., var óseldum aflaheimildum Hagræðingarsjóðs úthlutað endurgjaldslaust til þeirra fiskiskipa sem urðu fyrir mestri skerðingu við ákvörðun aflamarks á yfirstandandi fiskveiðiári. Þá áformar ríkisstjórnin að leggja fram lagafrumvarp á haustþingi um stofnun Þróunarsjóðs sjávarútvegsins, sem ætlað er að taka yfir aflaheimildir Hagræðingarsjóðs. Við setningu fjárlaga var hins vegar gert ráð fyrir að tekjur af sölu nýrra aflaheimilda mundu renna til starfsemi Hafrannsóknastofnunar. Gerð er tillaga um að sértekjur stofnunarinnar verði lækkaðar sem þessu nemur. Verði frumvarpið um Þróunarsjóð að lögum mun Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins verða lagður niður og lækkar þá fjárþörf Hafrannsóknastofnunar sem nemur 190 m.kr. óhöfnum innistæðum í sjóðnum.

216    Ríkismat sjávarafurða. Starfsemi stofnunarinnar var hætt um síðustu áramót og miðast framlag í fjárlögum við að eingöngu verði greidd biðlaun á árinu. Komið hefur í ljós að biðlaunin voru vanmetin um 8 m.kr. af sjávarútvegsráðuneytinu, þar sem láðist að taka með í reikninginn að biðlaunaréttur starfsmanna nær til fastrar yfirvinnu. Af hagræðingarlið ráðuneytisins verða teknar 3,2 m.kr., en sótt er um viðbótarheimild fyrir því sem á vantar, eða 4,8 m.kr.

299    Sjávarútvegsmál, ýmis starfsemi. Sótt er um 10 m.kr. til að efla matvælaþróun í sjávarútvegi.

06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti



    Lagt er til að fjárheimild dóms- og kirkjumálaráðuneytis verði aukin um 58,3 m.kr.

111    Kosningar. Farið er fram á 4 m.kr. aukafjárveitingu til að mæta kostnaði við utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna sameininga sveitarfélaga.

211    Héraðsdómur Reykjavíkur. Óskað er eftir viðbótarheimild að fjárhæð 3,8 m.kr. Reynst hefur nauðsynlegt að ráða dómara tímabundið í afleysingar að dómstólnum vegna veikindaforfalla.

291    Húsnæði og búnaður dómstóla. Sótt er um 25 m.kr. framlag til byggingar húsnæðis fyrir Hæstarétt til viðbótar við þær 100 m.kr. sem er að finna í fjárlögum 1993.

301    Ríkissaksóknari. Sérstakur ráðgjafi var fenginn til að vinna að rannsókn á meintum stríðsglæpum íslensks ríkisborgara af erlendum uppruna. Heildarkostnaður við rannsóknina er talinn verða 5,5 m.kr. Sótt er um 4,3 m.kr. aukafjárveitingu til embættis ríkissaksóknara.

302    Rannsóknarlögregla ríkisins. Sérstakur ráðgjafi var fenginn til að vinna að rannsókn á meintum stríðsglæpum íslensks ríkisborgara af erlendum uppruna. Sótt er um 1,2 m.kr. aukafjárveitingu til Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna málsins.

411    Sýslumaðurinn í Reykjavík. Sýnt þykir að útgjöld embættisins fari a.m.k. 15 m.kr. umfram heimildir fjárlaga í ár. Skýrist það að hluta til af því að fjárþörf embættisins var vanmetin í áætlun ráðuneytisins við undirbúning fjárlaga. Í öðru lagi hafa ófyrirséð barnsburðar- og veikindaleyfi leitt til aukins launakostnaðar. Í þriðja lagi hefur verið ráðið bæði í tímabundin og föst störf sem ekki var veitt framlag til í fjárlögum. Þótt ljóst hafi verið hvert stefndi frá því snemma á árinu hefur hvorki ráðuneytið né embættið gripið til ráðstafana til að draga úr hallanum. Brýnt er því að ráðuneytið treysti betur áætlanagerð vegna embættisins og komi á skilvirkari fjármálastjórn áður en sameining við sýslumannsembættin í Kópavogi og Hafnarfirði fer fram á næsta ári. Lagt er til að fjárheimild embættisins verði aukin um 10 m.kr. á þessu ári gegn því að afgangur rekstrarhallans færist yfir áramót og að ráðuneytið sjái til þess að unnið verði á honum með aðhaldi í rekstri næstu ára.

591    Fangelsisbyggingar. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leita heimildar fyrir 10 m.kr. framlagi til að framkvæma lágmarksúrbætur í öryggismálum fangelsa.


07 Félagsmálaráðuneyti



    Lagt er til að fjárheimild félagsmálaráðuneytis verði aukin um 78 m.kr.

400    Málefni barna og ungmenna. Farið er fram á 15 m.kr. Ríkisstjórnin hefur veitt samþykki sitt fyrir því að aflað verði heimildar til að stofnsetja lokaða meðferðardeild innan Unglingaheimilis ríkisins fyrir síbrotaunglinga yngri en sextán ára. 981    Vinnumál. Sótt er um 60 m.kr. til atvinnumála kvenna. Hér er um að ræða hluta þeirrar fjárhæðar sem ríkisstjórnin ákvað að beita sér fyrir að veitt yrði til atvinnuskapandi aðgerða í tengslum við gerð kjarasamninga fyrr á árinu. Félagsmálaráðuneytið hefur skipað starfshóp sem hefur skilað tillögum um skiptingu framlagsins eftir að hafa auglýst eftir umsóknum. Ráðuneytið leggur til að um 35 m.kr. fari til fyrirtækjarekstrar einkaaðila af margbreytilegum toga, um 20 m.kr. fari til ýmissa verkefna á vegum sveitarfélaga og um 5 m.kr. fari til námsaðstoðar til að skapa atvinnulausum konum betri aðstöðu á vinnumarkaði.

999    Félagsmál, ýmis starfsemi. Vegna ákvörðunar ríkisstjórnar um að leita eftir heimild til þess að veita 3 m.kr. styrk til reksturs þjónustumiðstöðvar Geðhjálpar.


08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti



    Lagt er til að fjárheimild heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis verði aukin um 1.666,2 m.kr.

271    Tryggingastofnun ríkisins. Farið er fram á aukafjárveitingu að fjárhæð 350 m.kr. Í kjölfar kjarasamninga ákvað ríkisstjórnin að lífeyrisþegum yrðu greiddar uppbætur með hliðstæðum hætti og undanfarin ár. Áætlað er að sá viðbótarkostnaður nemi 410 m.kr. Að auki lítur út fyrir að áform um 50 m.kr. sparnað í fæðingarorlofi og 75 m.kr. sparnað með einföldun og samræmingu bóta nái ekki fram að ganga í ár. Á móti kemur að horfur eru á að útgjöld vegna lífeyristrygginga hafi verði ofmetin um 185 m.kr. í fjárlögum en slíkt frávik má telja innan eðlilegra skekkjumarka.

273    Atvinnuleysistryggingasjóður. Lagt er til að framlag til sjóðsins hækki um 1.150 m.kr. Við samþykkt fjárlaga var miðað við að atvinnuleysi yrði 3% að meðaltali á árinu en nú er útlit fyrir að það verði um 4,5%. Í annan stað verða greiddar um 200 m.kr. í launabætur sem ekki var gert ráð fyrir í forsendum fjárlaga. Í þriðja lagi eiga nú fleiri rétt á bótum úr sjóðnum en áður. Bankamenn og launþegar utan stéttarfélaga fengu aðild að sjóðnum frá 1. júlí og sjálfstætt starfandi einstaklingar öðluðust bótarétt frá 1. október. Þessar breytingar leiða til meiri óvissu í áætlun um útgjöld sjóðsins síðari hluta ársins.

277    Atvinnuleysisbætur opinberra starfsmanna. Miðað við bótagreiðslur fyrstu níu mánuði ársins er talin þörf á 75 m.kr. viðbótarframlagi til sjóðsins.

358    Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri. Sótt er um 2 m.kr. til að gera úttekt á viðhaldsþörf húseigna Kristnesspítala en Fjórðungssjúkrahúsið yfirtók rekstur spítalans um síðustu áramót.

371    Ríkisspítalar. Lagt er til að framlag til Ríkisspítalanna hækki um 60 m.kr. vegna eingreiðslu í kjölfar endurskoðunar á launafyrirkomulagi hjúkrunarfræðinga. Greiðslan í ár leiðir ekki til hækkunar á fjárveitingum til spítalanna í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1994. 381    Sjúkrahús og læknisbústaðir. Sótt er um 19 m.kr. til viðhalds- og stofnkostnaðarverkefna. Húseignir margra sjúkrastofnana liggja undir skemmdum og er framlaginu ætlað að sinna brýnustu verkefnum og skiptist þannig: Sjúkrahúsið Keflavík, 3,5 m.kr., Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum, 4 m.kr., Sólvangur, Hafnarfirði, 4,5 m.kr., Víðines, Kjalarnesi, 3,5 m.kr., Heilsugæslustöðin Seyðisfirði, 2 m.kr. og Hrafnista, Reykjavík 1,5 m.kr.

500    Heilsugæslustöðvar, almennt. Sótt er um 2,8 m.kr. til að kosta breytingar á innréttingum í Heilsugæslustöðinni á Hellu og 1,2 m.kr. til endurnýjunar á gólfefnum á Hornbrekku á Ólafsfirði.

553    Heilsugæslustöðin Akureyri. Í fjárlögum var gert ráð fyrir að keypt yrði húsnæði fyrir stöðina í ársbyrjun og að 85% hluti ríkisins í húsaleigu félli því niður. Enn hefur ekki orðið af kaupunum og þarf því að greiða leigu fyrir stöðina mestan hluta ársins. Gerð er tillaga um 6,2 m.kr. viðbótarframlag vegna þessa.


09 Fjármálaráðuneyti



    Lagt er til að fjárheimild fjármálaráðuneytis verði aukin um 1.249,9 m.kr.

251    Gjaldheimtur og innheimtukostnaður. Farið er fram á 70 m.kr. viðbótarheimild. Eftir að lög nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, tóku gildi þann 1. júlí 1992 færast á þennan lið dómsmálagjöld sem innheimtumenn ríkissjóðs greiða fyrir útgáfu stefnu, þingfestingu, dómkvaðningu o.fl., en greiðslurnar voru áður dregnar frá innheimtum tekjum af gjaldendum. Nú er komið fram að þessar greiðslur voru vanmetnar við undirbúning fjárlaga. Í öðru lagi hafa fyrirætlanir um að lækka þóknun til Póst- og símamálastofnunarinnar fyrir innheimtu á sköttum og tollum af innflutningi ekki gengið eftir eins og til stóð í fjárlögum.

381    Uppbætur á lífeyri. Sótt er um hækkun á heimild að fjárhæð 44 m.kr. Í fjárlögum er gert ráð fyrir að B-hluta aðilar greiði lífeyrisuppbætur vegna starfsmanna sinna. Endurskoðuð áætlun bendir til þess að þessar greiðslur hafi verið ofmetnar.

402    Fasteignamat ríkisins. Leitað er eftir 20 m.kr. viðbótarheimild. Á síðasta ári var lagt fram frumvarp til laga um breytingar á starfsemi stofnunarinnar, sem meðal annars gerði ráð fyrir aðild sveitarfélaga að stjórn hennar og auknum möguleikum til öflunar sértekna. Frumvarpið náði ekki fram að ganga og því var ákveðið að hækka ekki sértekjur eins og til stóð.

801    Ýmis lán ríkissjóðs, vextir. Gerð er tillaga um 500 m.kr. lækkun fjárveitingar þar sem þróun erlendra vaxtakjara á árinu hefur reynst nokkuð hagstæðari en ætlað var í fjárlögum.

981    Ýmsar fasteignir ríkissjóðs. Sótt er um 97 m.kr. vegna framkvæmda við ýmsar fasteignir ríkissjóðs. Hér er um að ræða hluta þeirrar fjárhæðar sem ríkisstjórnin ákvað að beita sér fyrir að veitt yrði til atvinnumyndandi framkvæmda og viðhalds eigna ríkisins. Í fyrsta lagi er sótt um 35 m.kr. til að standa straum af kostnaði við innréttingu og flutning ráðuneyta verði tekin ákvörðun þar um. Í annan stað standa yfir framkvæmdir við Tollhúsið við Tryggvagötu sem tengjast breyttri notkun hússins og samgönguframkvæmdum á hafnarsvæðinu. Sótt er um 25 m.kr. til þessara verka. Í þriðja lagi er sótt um 5 m.kr. til áframhaldandi innréttinga á húsnæði Listaskólans við Laugarnesveg og 11 m.kr. til viðhalds á húseignum ríkisins á Akureyri. Loks er sótt um 21 m.kr. til viðhalds og endurbóta á húseignum ríkisins en skipting á því fé liggur ekki fyrir en verður kynnt fjárlaganefnd.

989    Launa- og verðlagsmál. Farið er fram á 300 m.kr. viðbótarheimild til að mæta launahækkunum umfram forsendur fjárlaga. Kjarasamningar sem gerðir voru við aðildarfélög BHMR, lögreglumenn og sjúkraliða til samræmis við aðra samninga sem gerðir voru á síðasta ári munu leiða til aukinna útgjalda sem nemur 260 m.kr. Að auki þarf að standa straum af 40 m.kr. viðbótarútgjöldum í kjölfar gengisfellingarinnar í sumar, sem að stærstum hluta eru vegna sendiráða utanríkisráðuneytisins. Þessu til frádráttar kemur fjárveitingin sem eftir er á liðnum.
         Á þessum lið er jafnframt sótt um heimild í einu lagi fyrir flutningi allra óhafinna fjárveitinga og umframgjalda stofnana frá árinu 1992 til ársins 1993, sem samtals nema 1.218,9 m.kr. Sundurliðun inneigna og skulda einstakra ráðuneyta og stofnana kemur fram í fylgiskjali 1.

990    Ríkisstjórnarákvarðanir. Sótt er um 322 m.kr. viðbótarframlag í viðhald og 165 m.kr. í stofnkostnað, eða alls 487 m.kr.. Í tengslum við gerð kjarasamninga í maí sl. ákvað ríkisstjórnin að auka framlög til viðhalds og stofnkostnaðar um 1.045 m.kr. frá því sem áður hafði verið ákveðið í fjárlögum. Þar af eru 558 m.kr. yfirfærðar heimildir frá síðasta ári.


10 Samgönguráðuneyti



    Lagt er til að fjárheimild samgönguráðuneytis verði aukin um 106,5 m.kr.

211    Vegagerð ríkisins. Yfirstandandi ár er fyrsta heila árið sem ferjur og flóabátar eru í umsjá Vegagerðarinnar og liggur nú fyrir að kostnaður verður meiri en áætlað var við afgreiðslu fjárlaga. Þyngst vegur að rekstrarafkoma Herjólfs er verri en vonast hafði verið til, en einnig verða afborganir og vextir af lánum hærri en gert var ráð fyrir. Lagt er til að veitt verði 50 m.kr. viðbótarframlag í ár gegn því að gerðar verði ráðstafanir sem duga til að koma böndum á rekstrarkostnað ferja, þannig að hann greiðist eftirleiðis alfarið af vegáætlun.

333    Hafnamál. Óskað er eftir 30 m.kr. framlagi til að flýta hafnarframkvæmdum á Ólafsfirði, en nýlega hafa Ólafsfjörður, Dalvík og Árskógssandur myndað með sér hafnasamlag, sbr. ákvæði í frumvarpi til nýrra hafnalaga sem lagt var fram á Alþingi sl. vetur og verður endurflutt nú í haust. Ennfremur er óskað eftir 15 m.kr. framlagi til að flýta framkvæmdum við innsiglinguna í Hornarfjarðarós. 471    Flugmálastjórn. Með lögum nr. 118/1992, fjáraukalögum fyrir árið 1992, voru veittar 30 m.kr. til endurgreiðslu á höfuðstól skuldar vegna eldsneytisgjalds sem innheimt var af bandarískum flugfélögum en reyndist síðan vera andstætt ákvæðum samnings milli Íslands og Bandaríkjanna um niðurfellingu slíkra gjalda. Nú er farið fram á 11,5 m.kr. heimild til að inna af hendi vaxtagreiðslu sem fallist hefur verið á að greiða af skuldinni.


11 Iðnaðarráðuneyti



    Lagt er til að fjárheimild iðnaðarráðuneytis verði aukin um 15 m.kr.

299    Iðja og iðnaður, framlög. Iðnaðarráðuneyti hefur haft samvinnu við sjávarútvegsráðuneyti og menntamálaráðuneyti um stuðning við sameiginleg verkefni fyrirtækja í iðnaði, sjávarútvegi og útgerð í þeim tilgangi að auka hagræðingu og nýsköpun í þessum greinum. Sótt er um 5 m.kr. framlag til þessara verkefna.

302    Rafmagnseftirlit ríkisins. Farið er fram á að sértekjur stofnunarinnar verði lækkaðar um 10 m.kr. þar sem gjaldtaka fyrir raffangaprófanir hefur nú verið aflögð.


14 Umhverfisráðuneyti



    Lagt er til að fjárheimild umhverfisráðuneytis verði aukin um 44 m.kr.

101    Umhverfisráðuneyti, aðalskrifstofa. Stofnuð hefur verið sérstök umhverfisnefnd um sjálfbæra þróun hjá Sameinuðu þjóðunum. Verkefni nefndarinnar er að fylgjast með og vinna að framgangi samþykkta umhverfisráðstefnunnar sem haldin var í Rio de Janeiro í júní 1992. Ísland hlaut kosningu í nefndina til þriggja ára. Af þessu tilefni hefur ríkisstjórnin ákveðið að leita eftir 3,5 m.kr. viðbótarheimild til að standa straum af kostnaði umhverfisráðuneytisins vegna þátttöku í störfum nefndarinnar. Ráðuneytið mun að auki leggja til 1 m.kr. af sínu framlagi, eins og gert er ráð fyrir í fjárlögum.

190    Ýmis verkefni. Farið er fram á að fjárveiting verði hækkuð um 13,9 m.kr. Þar ber tvennt til. Í fyrsta lagi fellur 1,9 m.kr. kostnaður á ráðuneytið umfram fjárveitingu í fjárlögum vegna ráðstafana sem gerðar voru til að fyrirbyggja mengunarslys þegar erlent flutningaskip strandaði skammt utan við höfnina í Breiðdalsvík. Í öðru lagi er óskað eftir að flýta fjárveitingu að fjárhæð 12 m.kr. til kaupa á mengunarbúnaði fyrir hafnir, sem átti að veita í fjárlögum ársins 1994, til þess að unnt verði að ná fram staðgreiðsluafslætti á búnaðinum.

201    Náttúruverndarráð. Gerð er tillaga um 1,6 m.kr. lækkun sértekna þar sem ekki hefur orðið af tekjuáformum vegna starfsemi þjóðgarða með þeim hætti sem fyrirhugað var við undirbúning fjárlaga. Þá er sótt um 15 m.kr. framlag til viðhaldsframkvæmda á friðuðum svæðum og þjóðgörðum í umsjá Náttúruverndarráðs. 410    Veðurstofa Íslands. Farið er fram á 10 m.kr. lækkun sértekna. Með setningu fjárlaga í ár var samþykkt að taka upp gjald sem næmi fjórðungi af kostnaði stofnunarinnar af þjónustu við innanlandsflug. Starfshópur á vegum umhverfisráðherra hefur skilað tillögum um gjaldtökuna en ákveðið var fresta framkvæmdinni til næsta árs og grípa þá um leið til fleiri ráðstafana til að auka tekjuöflun stofnunarinnar hjá þeim aðilum sem sækjast eftir þjónustunni.