Ferill 135. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 135 . mál.


150. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um faglega ráðgjöf fyrir barnaverndarnefndir.

Frá Önnu Ólafsdóttur Björnsson.



    Hve margar barnaverndarnefndir hafa sérmenntað starfsfólk í þjónustu sinni, sbr. 7. gr. laga um vernd barna og ungmenna, nr. 58/1992?
    Hve margar barnaverndarnefndir hafa aðgang að þjónustu sérmenntaðs starfsfólks í samstarfi fleiri en eins sveitarfélags?
    Hve margar barnaverndarnefndir hafa ekki aðgang að þjónustu sérmenntaðs starfsfólks?
    Hvers konar ráðgjöf býður félagsmálaráðuneytið barnaverndarnefndum sveitarfélaga, sbr. 3. gr. laga um vernd barna og ungmenna?