Ferill 164. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 164 . mál.


182. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um verkefni reynslusveitarfélaga.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



    Hvers vegna eru málefni fatlaðra, rekstur heilsugæslustöðva og öldrunarþjónusta meðal þeirra verkefna sem fela á svonefndum reynslusveitarfélögum þegar fyrir liggur sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að þessi sömu verkefni eiga að færast til sveitarfélaga sem fyrst eða á næstu tveimur til þremur árum?

Greinargerð.


    Fyrir liggur sú afstaða að sveitarfélögin séu ekki fær um að taka við ofangreindum verkefnum að óbreyttu og samþykkt ríkisstjórnarinnar byggist á því að úrslit kosninganna 20. nóvember nk. feli í sér „eflingu sveitarstjórnarstigsins og stækkun sveitarfélaga“.
    Eftir þessa stefnumörkun ríkisstjórnarinnar verður vart séð að ástæða sé til þess að fela fáeinum sveitarfélögum umrædd verkefni um fjögurra ára skeið, 1995–98, í tilraunaskyni.


Skriflegt svar óskast.