Ferill 84. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 84 . mál.


314. Breytingartillögur



við frv. til l. um félagslega aðstoð.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Við 4. gr.
         
    
    Á eftir orðunum „sem dveljast í heimahúsi“ í 1. málsl. komi: eða á sjúkrahúsi um stundarsakir.
         
    
    Á eftir orðunum „samkvæmt lögum um málefni fatlaðra“ í 2. málsl. komi: ef um fatlað barn er að ræða.
    Við 13. gr. Á eftir orðunum „eftir því sem við á“ í 1. mgr. komi: m.a. um kærurétt til tryggingaráðs og um hækkun bóta.
    Eftirfarandi greinafyrirsagnir bætist í frumvarpið:
         
    
    Á undan 2. gr.: Mæðra- og feðralaun.
         
    
    Á undan 3. gr.: Barnalífeyrir.
         
    
    Á undan 4. gr.: Umönnunargreiðslur.
         
    
    Á undan 5. gr.: Makabætur.
         
    
    Á undan 6. gr.: Dánarbætur.
         
    
    Á undan 7. gr.: Ekkjulífeyrir.
         
    
    Á undan 8. gr.: Endurhæfingarlífeyrir.
         
    
    Á undan 9. gr.: Heimilisuppbót og sérstök heimilisuppbót.
         
    
    Á undan 10. gr.: Frekari uppbætur.
         
    
    Á undan 11. gr.: Bifreiðakostnaður.
         
    
    Á undan 12. gr.: Endurgreiðsla umtalsverðs kostnaðar við læknishjálp og lyf.