Ferill 597. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 597 . mál.


955. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um námskeið fyrir atvinnulausa.

Frá Guðrúnu J. Halldórsdóttur.



    Hve miklum fjárhæðum hefur Atvinnuleysistryggingasjóður varið til að styrkja námskeiðahald fyrir atvinnulausa árin 1990, 1991, 1992 og 1993? Hvaða aðilar hafa hlotið þessa styrki og til hvaða verkefna?
                  Óskað er eftir upplýsingum um umfang hvers verkefnis (stundafjöldi og þátttakendafjöldi) og hve há upphæð hefur runnið til hvers verkefnis?
    Eftir hvaða reglum er fé veitt úr sjóðnum til námskeiða fyrir atvinnulausa og hvernig eru þær reglur ákveðnar?
    Hvað ræður vali á námsefni sem styrkhæft er og styttir biðtíma bótagreiðslna?
    Eru uppi áform um að breyta reglum sjóðsins um biðtíma bótagreiðslna og þá í hvaða veru?


Skriflegt svar óskast.