Ferill 500. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 500 . mál.


1181. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 76/1970, um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum.

Frá Agli Jónssyni.



    7. gr. orðist svo:
    Greinatala IX.–XVII. kafla laganna, svo og tilvísanir milli greina, breytist í samræmi við ákvæði laga þessara.

Greinargerð.


    Tillaga þessi er einvörðungu tæknilegs eðlis. Við 2. umræðu málsins var felld brott ein grein úr frumvarpinu (k-liður 5. gr., þ.e. 72. gr. laganna). Til þess að greinatala laganna verði samfelld eftir samþykkt þessa frumvarps þarf að hnika til orðalagi 7. gr.