Ferill 327. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 327 . mál.


495. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um skipulag ferðamála, nr. 117/1994.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



1. gr.


    1. málsl. 1. mgr. 26. gr. laganna orðast svo: Lán úr ferðamálasjóði skulu veitt til allt að 25 ára.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpi þessu er gerð tillaga um að ferðamálasjóði verði heimilt að veita lán til allt að 25 ára í stað 15 ára samkvæmt gildandi lögum. Tilgangur þessa frumvarps er að styrkja stöðu ferðaþjónustunnar í landinu þannig að lánstími lána úr ferðamálasjóði geti orðið allt að 25 ár.
    Í ljós hefur komið að mikill rekstrarvandi steðjar að hjá ýmsum í ferðaþjónustu, einkum hót elum á landsbyggðinni sem starfrækt eru allt árið. Þar er um að ræða viðvarandi rekstrarhalla vegna minni viðskipta, harðnandi samkeppni og mikinn vanda vegna þess að fjármagnskostnað ur er mikill af þeim lánum sem tekin hafa verið til uppbyggingar þeirra. Breyting þessi horfir til þess að gera þessum hótelum kleift að greiða stofnlán á lengri tíma, en í mörgum tilfellum eru þessi hótel flaggskip ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og forsenda fyrir því að unnt sé að efla ferðaþjónustu á viðkomandi landsvæði.
    Breyting þessi horfir einnig til að jafna stöðu ferðaþjónustunnar miðað við aðrar atvinnu greinar í þessu efni. Í því sambandi má nefna að í lögum um Iðnlánasjóð er miðað við að há markslánstími hjá sjóðnum sé 25 ár og sama gildir hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins um lán til nýrra bygginga.



Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga


um breytingu á lögum um skipulag ferðamála.


    Tilgangur þessa frumvarps er að styrkja stöðu ferðaþjónustunnar í landinu þannig að láns tími lána úr ferðamálasjóði geti orðið allt að 25 ár í stað 15 ára sem nú er samkvæmt gildandi lögum.
    Ekki verður séð að frumvarpið feli í sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð.