Ferill 334. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 334 . mál.


531. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 30/1966, um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum.

Frá landbúnaðarnefnd.



1. gr.


    Á eftir 1. mgr. 5. gr. laganna kemur ný málsgrein er orðast svo:
    Til að standa straum af kostnaði við heilbrigðiseftirlit dýralækna með sláturafurðum skal landbúnaðarráðherra innheimta gjald af öllu innvegnu kjöti í afurðastöð sem rennur í sérstakan sjóð í vörslu landbúnaðarráðuneytisins. Eftirlitsgjaldið miðast við raunkostnað, en má þó ekki vera hærra en 2,50 kr. á hvert kíló kjöts miðað við vísitölu framfærslukostnaðar í janúar 1995. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um gjaldskyldu, innheimtu, gjalddaga, lögvernd og annað er lýtur að framkvæmd á innheimtu gjaldsins.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Á undanförnum árum hafa komið fram athugasemdir frá eftirlitsaðilum heilbrigðisyfirvalda í Evrópusambandinu og Bandaríkjum Norður-Ameríku um að nauðsynlegt sé að breyta því fyr irkomulagi sem hér gildir um greiðslu fyrir heilbrigðisskoðun kjötskoðunardýralækna og að stoðarmanna þeirra, þ.e. heilbrigðisskoðun á lifandi dýrum, á sláturafurðum og nauðsynlegum mælingum á aðskotaefnum. Í dag greiða sláturleyfishafar eftirlitsaðila beint fyrir kostnaðinn við eftirlitið en krafan er að kostnaður við eftirlitið verði greiddur af opinberum aðila sem síðan innheimti þann kostnað hjá sláturleyfishöfum eins og lagt er til hér. Vert er að taka sérstaklega fram að þessi meðferð á gjaldtökunni hefur engin áhrif til aukins kostnaðar í þessari framleiðslu hvort heldur varðar framleiðendur eða neytendur.
    Fyrir liggur að ekki muni fást viðurkenning á sláturhúsum til útflutnings sláturafurða til Evr ópusambandsins og Bandaríkja Norður-Ameríku nema breyting verði gerð á núverandi fyrir komulagi.