Ferill 337. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 337 . mál.


534. Frumvarp til laga



um vörugjald af olíu.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



Gjaldskylda og upphæð gjalds.


1. gr.


    Greiða skal í ríkissjóð vörugjald af gas- og dísilolíu sem flokkast í tollskrárnúmer 2710.0060 og nothæf er sem eldsneyti á ökutæki. Í lögum þessum er vörugjald á olíu nefnt olíugjald.
    Gjaldskylda skv. 1. mgr. nær einnig til olíu í öðrum tollskrárnúmerum sem blönduð hefur verið gjaldskyldri olíu.
    Fjárhæð olíugjalds skal vera 38,50 kr. á hvern lítra af olíu.
    Heimilt er að breyta fjárhæð í 3. mgr. í samræmi við breytingar á vísitölu byggingar kostnaðar samkvæmt lögum nr. 42/1987. Grunnfjárhæð er miðuð við vísitölu 1. desember 1994, 199,1 stig.

2. gr.


     Olíugjald af innfluttri olíu skal greitt við tollafgreiðslu. Olíugjald af innlendri framleiðslu eða aðvinnslu skal greitt við afhendingu olíu frá framleiðanda eða vinnsluaðila.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. hafa gjaldskyldir aðilar skv. 3. gr. heimild til að flytja inn olíu og fá afhenta olíu frá öðrum gjaldskyldum aðila, án greiðslu olíugjalds, enda hafi þeir hlotið skrán ingu skv. 3. gr. og búnaður þeirra viðurkenndur skv. 4. gr.

Gjaldskyldir aðilar.


3. gr.


    Gjaldskyldir aðilar samkvæmt lögum þessum eru:
     1 .     Þeir sem framleiða eða stunda aðvinnslu olíu sem gjaldskyld er skv. 1. gr.
     2 .     Þeir sem flytja inn, eiga birgðir, selja eða nota olíu sem gjaldskyld er skv. 1. gr. enda hafi þeir yfir að ráða birgðageymslum sem samanlagt rúma yfir 1.000 rúmmetra af gjaldskyldri olíu.
    Gjaldskyldir aðilar skv. 1. mgr. skulu ótilkvaddir senda tilkynningu um starfsemi sína til þess skattstjóra þar sem þeir eru heimilisfastir. Þeir sem hefja gjaldskylda starfsemi skulu senda tilkynningu til skattstjóra áður en starfsemin hefst.
    Í tilkynningunni skal tilgreina nafn, heimili og kennitölu rekstraraðila, firmanafn og hvers konar framleiðslu eða innflutning sé um að ræða. Enn fremur skulu þeir sem um ræðir í 2. tölul. 1. mgr. greina frá birgðageymslum sínum, staðsetningu þeirra og stærð.
    Skattstjóri rannsakar tilkynningar aðila og getur hafnað skráningu ef skilyrðum þessarar greinar, 4. gr. eða annarra ákvæða laga þessara er ekki fullnægt.
    Skattstjóri skal halda skrá yfir þá sem eru gjaldskyldir samkvæmt ákvæðum þessarar greinar.

4. gr.


    Olíutankar, dælur og annar búnaður í birgðastöðvum gjaldskyldra aðila, sem notaður er til að geyma gjaldskylda olíu, dæla henni á tanka eða meðhöndla á annan hátt skal viðurkenndur af viðkomandi skattstjóra.
    Skráning gjaldskyldra aðila og heimild til notkunar tækja má afturkalla fyrirvaralaust ef í ljós kemur að uppsetning eða notkun búnaðar er með þeim hætti að eftirliti skattyf irvalda samkvæmt ákvæðum þessara laga verði ekki komið við.
    Búnaður til notkunar við smásölu getur ekki fengið viðurkenningu samkvæmt þess ari grein.

Undanþágur og endurgreiðslur.


5. gr.


    Olía, sem seld er til nota fyrir skip og báta í atvinnurekstri, er undanþegin olíugjaldi þegar gjaldskyldur aðili afhendir olíu beint í eldsneytisgeymi skips eða báts.
    Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari skilyrði fyrir undanþágu skv. 1. mgr., þar á meðal reglur um gerð og búnað eldsneytisgeyma.

6. gr.


    Skattskyldir aðilar, samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, fá olíugjald endurgreitt af olíu í sama mæli og heimilt er að telja til innskatts virðisaukaskatt af olíunni, sbr. þó ákvæði 4. mgr.
    Uppgjör endurgreiðslu skv. 1. mgr. fer fram um leið og uppgjör virðisaukaskatts og skulu ákvæði um innskatt í lögum nr. 50/1988 gilda eftir því sem við á. Aðilar, sem óska eftir endurgreiðslu olíugjalds á uppgjörstímabilinu, skulu færa endurgreiðslufjárhæð á þar til gerðan reit á virðisaukaskattsskýrslu sinni. Endurgreiðslufjárhæð skal byggja á sölu reikningum og bókhaldi skv. 9. gr.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. getur ráðherra ákveðið í reglugerð að endurgreiðsla olíugjalds til aðila í búrekstri verði samkvæmt stöðluðum reglum. Jafnframt er ráðherra heimilt að víkja frá ákvæðum 9. gr. um skrá yfir olíunotkun aðila ef ákvæðum þessarar málsgreinar er beitt.
    Olíugjald af olíu til notkunar á skráningarskyld ökutæki, sbr. 63. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, önnur en dráttarvélar, er ekki endurgreitt.

7. gr.


    Ráðherra er í reglugerð heimilt að kveða á um endurgreiðslu olíugjalds af olíu til eft irfarandi nota:
     1.     olíu sem sérleyfishafar og þeir sem reka almenningsvagna nota við rekstur hóp ferðabifreiða; reglur um endurgreiðslu samkvæmt þessum tölulið skulu settar í sam ráði við samgönguráðherra,
     2.     olíu sem notuð er til húshitunar og olíugjald er ekki endurgreitt af skv. 6. gr.; regl ur um endurgreiðslur samkvæmt þessum tölulið skulu settar í samráði við iðnaðar ráðherra og skulu taka mið af raunverulegri olíunotkun, af stærð húsnæðis eða áætl aðri meðalnotkun olíu,
     3.     olíu sem notuð er til hitunar almenningssundlauga,
     4.     olíu til nota á skip og báta sem ekki eru undanþegin olíugjaldi skv. 5. gr. eða end urgreitt olíugjald af skv. 6. gr.

Bókhald.


8. gr.


    Gjaldskyldir aðilar sem stunda framleiðslu eða aðvinnslu, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 3. gr., skulu aðgreina í bókhaldi sínu kaup á olíu sem notuð er til framleiðslu eða aðvinnslu gjaldskyldrar olíu, olíu til annarrar framleiðslu og olíu sem afhent er öðrum. Jafnframt skulu þeir halda bókhald yfir aðfengna gjaldskylda olíu, eigin notkun slíkrar olíu og af hendingu hennar.
    Aðrir gjaldskyldir aðilar skulu halda bókhald yfir aðfengna gjaldskylda olíu, eigin notkun þeirrar olíu og afhendingu frá birgðastöð.
    Við afhendingu olíu milli gjaldskyldra aðila eða til aðila sem um ræðir í 5., 6. eða 7. gr. skal gefa út sölureikning þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram:
     1.     útgáfudagur,
     2.     útgáfustaður,
     3.     afhendingarstaður ef annar en útgáfustaður,
     4.     nafn og kennitala seljanda (birgðasala),
     5.     nafn og kennitala kaupanda (móttakanda),
     6.     magn, einingarverð og heildarverð gjaldskyldrar olíu.
    Auk upplýsinga sem greinir í 3. mgr. skal á sölureikningi koma fram hvort olíugjald er lagt á og hver fjárhæð olíugjalds er. Um varðveislu sölureikninga gilda ákvæði bók haldslaga.
    

9. gr.


    Aðilar, sem fá afhenta olíu sem undanþegin er olíugjaldi skv. 5. gr. eða fá endur greiðslu olíugjalds skv. 6. gr., sbr. þó ákvæði 3. mgr. 6. gr., skulu halda í bókhaldi sínu reikninga og skrár yfir olíukaup og olíunotkun og annað sem máli skiptir varðandi sönn un á réttmæti undanþágu eða endurgreiðslu olíugjalds. Enn fremur er heimilt að skylda aðila til að gera grein fyrir notkun gjaldskyldrar olíu á ökutæki.
    Vanræki aðili að færa fullnægjandi bókhald skv. 1. mgr. fellur niður réttur til endur greiðslu eða undanþágu fyrir það tímabil sem bókhald er ekki fullnægjandi.
    

Uppgjör og innheimta.


10. gr.


    Gjaldskyldir aðilar skv. 3. gr. skulu greiða olíugjald fyrir hvert uppgjörstímabil mið að við magn olíu sem hefur verið afhent á tímabilinu úr viðurkenndum birgðastöðvum þeirra.
    Gjaldskyldir aðilar, sem selja ekkert eða óverulegt magn olíu, skulu greiða olíugjald af því magni sem þeir fá afhent á uppgjörstímabilinu að viðbættri minnkun eða frádreg inni aukningu birgða á tímabilinu miðað við birgðastöðu í lok næstliðins uppgjörstíma bils. Enn fremur er þessum aðilum heimilt að draga frá þá olíu sem olíugjald fengist end urgreitt af samkvæmt ákvæðum 6. gr.

11. gr.


    Frá gjaldskyldu magni skv. 10. gr. má draga:
     1.     olíu sem afhent er öðrum gjaldskyldum aðila, sbr. 2. mgr. 2. gr.,
     2.     olíu sem undanþegin er olíugjaldi skv. 5. gr.,
     3.     olíu sem flutt er úr landi,
     4.     olíu sem sannanlega hefur farið forgörðum vegna leka, eldsvoða eða rýrnunar af öðr um því um líkum ástæðum.

12. gr.


    Uppgjörstímabil olíugjalds er einn mánuður. Gjalddagi er fimmtándi dagur næsta mán aðar eftir lok uppgjörstímabils. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag fær ist gjalddagi yfir á næsta virka dag á eftir. Eigi síðar en á gjalddaga skulu gjaldskyldir aðilar ótilkvaddir skila innheimtumanni ríkissjóðs skýrslu, olíugjaldsskýrslu, yfir magn gjaldskyldrar olíu á uppgjörstímabilinu og standa skil á greiðslu olíugjaldsins.
    Skattstjóri skal rannsaka olíugjaldsskýrslur og leiðrétta þær ef þær eða einstakir lið ir þeirra eru í ósamræmi við lög þessi eða fyrirmæli sem sett eru samkvæmt þeim. Þá skal skattstjóri áætla gjald af viðskiptum þeirra aðila sem ekki senda skýrslur innan tilskil ins tíma, senda enga skýrslu eða ef skýrslu eða fylgigögnum er ábótavant. Skattstjóri skal tilkynna innheimtumanni og gjaldanda um áætlanir og leiðréttingar sem gerðar hafa ver ið.
    Sé olíugjaldsskýrsla ekki afhent innan tilskilins frests eða olíugjald ekki greitt skal skattstjóri enn fremur afturkalla skráningu aðila skv. 3. gr. þar til úr því hefur verið bætt.
    

13. gr.


    Sé olíugjald ekki greitt á tilskildum tíma skal aðili sæta álagi til viðbótar gjaldi sam kvæmt olíugjaldsskýrslu eða til viðbótar því gjaldi sem honum bar að standa skil á sam kvæmt lögum þessum. Sama gildir ef olíugjaldsskýrslu hefur ekki verið skilað eða ver ið ábótavant og olíugjald því áætlað.
    Álag skv. 1. mgr. skal vera 1% af þeirri fjárhæð sem vangreidd er fyrir hvern byrj aðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærri en 10%.
    Við útreikning álags á áætlað olíugjald telst gjalddagi sá sami og gjalddagi olíugjalds þess uppgjörstímabils sem áætlað er fyrir. Sama gildir um álag á vangreitt olíugjald eldri tímabila.
    

14. gr.


    Sé olíugjald ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga skal greiða ríkissjóði dráttar vexti af því sem gjaldfallið er. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga og eru þeir sömu og Seðlabanki Íslands ákveður skv. 10. gr. vaxtalaga, nr. 25/1987.

Eftirlit, kæruheimildir, upplýsingaskylda og refsiábyrgð.


15. gr.


    Skattstjóri getur hafnað endurgreiðslu eða frádrætti olíugjalds á virðisaukaskatts skýrslu séu skilyrði endurgreiðslu ekki fyrir hendi eða framlögð gögn ófullnægjandi eða röng. Hafni skattstjóri endurgreiðslu olíugjalds sem þegar hefur verið endurgreitt eða dregið frá greiðslu virðisaukaskatts skal aðili greiða olíugjaldið ásamt álagi skv. 2. mgr. 13. gr. og dráttarvöxtum frá þeim degi er greiðsla fór fram eða olíugjaldið var dregið frá greiðslu virðisaukaskatts.
    Skattstjóri skal tilkynna innheimtumanni og gjaldanda um breytingar sem gerðar eru samkvæmt þessari málsgrein. Gjaldanda ber eigi síðar en sjö dögum eftir tilkynningu skattstjóra um of háa endurgreiðslu að greiða innheimtumanni það sem ofgreitt var.

16. gr.


    Þeir sem ekki vilja sætta sig við ákvörðun skattstjóra skv. 15. gr. eða öðrum ákvæð um þessara laga um atriði sem lúta að greiðslu olíugjalds, heimild til undanþágu eða end urgreiðslu geta kært ákvörðun hans innan 30 daga frá því að ákvörðun var tekin. Um kæru og málskot gilda að öðru leyti ákvæði 29. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

17. gr.


    Aðilum, sem flytja inn, selja, afhenda, stunda framleiðslu eða aðvinnslu af einhverju tagi eða kaupa gjaldskylda olíu, er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi sem óskað er allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða viðskipti milli hans og annarra aðila sem hann getur veitt upp lýsingar um og varða gjaldskyldu þeirra aðila eða eftirlit með eða rannsókn á henni.
    Með skattyfirvöldum í þessari grein er átt við skattstjóra, skattrannsóknarstjóra rík isins og ríkisskattstjóra.

18. gr.


    Skýri aðili af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi rangt eða villandi frá einhverju því sem máli skiptir um skyldu sína til greiðslu eða rétt til endurgreiðslu olíugjalds eða und anþágu skal hann auk ógreidds gjalds greiða sekt sem nemi allt að tífaldri, og aldrei lægri en fjórfaldri, þeirri fjárhæð sem dregin var undan, vanrækt var að greiða eða ofgreidd var endurgreiðsla á.
    Vanræki aðili að halda tilskilið bókhald samkvæmt lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim, vanrækir að veita upplýsingar eða láta í té aðstoð, skýrslur eða gögn eins og ákveðið er í lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim, skýr ir rangt eða villandi frá einhverju sem varðar skyldu til greiðslu eða rétt til endurgreiðslu olíugjalds, þótt upplýsingarnar hafi hvorki haft áhrif á greiðslu hans né viðskiptamanna hans á olíugjaldi, eða brýtur á annan hátt gegn lögum þessum eða ákvæðum reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim skal hann sæta sektum, enda liggi ekki við brotinu þyngri refsing eftir þessum eða öðrum lögum.
    Sektir eftir lögum þessum má jafnt gera lögaðila sem einstaklingi. Hafi fyrirsvars maður lögaðila framið brot á lögum þessum má einnig gera lögaðila þessum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hef ur notið hagnaðar af brotinu.
    Sé brot ítrekað eða sakir miklar að öðru leyti má auk sektar beita varðhaldi eða fang elsi allt að sex árum.
    Tilraun og hlutdeild í brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga og varða slík brot sektum nema öðruvísi sé ákveðið í grein þessari.


19. gr.


    Að því leyti sem ekki eru ákvæði í lögum þessum um álagningu, kærur og úrskurði um olíugjald, innheimtu, tilhögun bókhalds, framtöl, eftirlit, rannsókn, skuldajöfnun, stöðvun atvinnurekstar, viðurlög, sektir, refsingar og aðra framkvæmd varðandi olíu gjald skulu gilda ákvæði laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, svo og reglugerða og ann arra fyrirmæla settra samkvæmt þeim.
    Varðandi álagningu og innheimtu olíugjalds við tollafgreiðslu skulu gilda ákvæði tollalaga, nr. 55/1987, að svo miklu leyti sem ekki eru ákvæði í lögum þessum eða lög um nr. 50/1988.

20. gr.


    Innheimtar tekjur af olíugjaldi samkvæmt lögum þessum renna til Vegagerðarinnar að frádregnu 1% sem rennur í ríkissjóð til að standa straum af framkvæmd laga þessara.

21. gr.


    Ráðherra setur með reglugerð eða öðrum fyrirmælum nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara, m.a. um bókhald, uppgjör olíugjalds og greiðslufyrirkomulag.

22. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1995. Frá og með sama tíma falla úr gildi lög nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar. Ákvæði þeirra laga skulu þó gilda um þungaskatt sem greiða á af notkun ökutækja til 1. júlí 1995.


Ákvæði til bráðabirgða.


I.


    Í stað þess að öðru gjaldtímabili þungaskatts skv. B-lið í 4. gr. laga nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, ljúki 10. júní 1995 skal því ljúka 1. júlí sama ár. Eigandi eða umráðamaður bifreiðar skal án sérstakrar tilkynningar láta lesa á og skrá stöðu ökumæl is á tímabilinu frá 19. til 30. júní 1995.
    Gjalddagi þungaskatts skv. 1. mgr. er 11. júlí og eindagi er 31. ágúst 1995.

II.


    Gjaldskyldir aðilar skv. 3. gr. skulu senda skattstjóra upplýsingar um birgðir gjald skyldrar olíu í þeirra eigu 1. júlí 1995. Í þeim upplýsingum skal koma fram hve mikið af birgðum er í innlendum birgðastöðvum skv. 4. gr. Þessir aðilar skulu greiða olíugjald af birgðum sem ekki eru enn í viðurkenndum birgðastöðvum á fyrsta uppgjörstímabili olíugjalds. Af öðrum birgðum skal olíugjald greitt skv. 1. mgr. 10. gr. Upplýsingar sam kvæmt þessari málsgrein skulu berast skattstjóra eigi síðar en 1. ágúst 1995.
    Aðilar, sem ekki eru gjaldskyldir skv. 3. gr. og njóta ekki undanþágu skv. 1. mgr. 5. gr., skulu senda skattstjóra upplýsingar um birgðir sínar á gjaldskyldri olíu ef þær eru yfir 1.500 lítra 1. júlí 1995. Eigandi eða umráðamaður skal skyldur til að aðstoða við að kanna birgðir óski skattstjóri slíkrar aðstoðar. Skattstjóri getur krafist upplýsinga frá inn flytjendum og seljendum gas- og dísilolíu um sölu til viðskiptamanna er fram fór fyrir 1. júlí 1995. Þeir sem gjaldskyldir eru samkvæmt þessari málsgrein skulu skila olíugjaldi til innheimtumanns eigi síðar en 15. ágúst 1995.


Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


1. Inngangur.

    Í maí 1992 skipaði fjármálaráðherra starfshóp sem m.a. átti að kanna hvort rétt væri að leggja niður núverandi þungaskattskerfi og taka þess í stað upp skattlagningu á orku gjafann sjálfan, þ.e. á olíuna. Aðalástæða þess að kannaðar skyldu nýjar leiðir til skatt lagningar sem komið gætu í stað þungaskatts er sú að núverandi kerfi er talið óskilvirkt og undandráttur í því mikill. Margir sem greiða þungaskatt samkvæmt ökumæli halda því fram að tiltölulega auðvelt sé að komast hjá greiðslu þungaskatts og því sé samkeppn isstaða rekstraraðila sem fara að lögum erfið vegna undirboða þeirra sem greiða ekki það sem þeim ber.
    Starfshópurinn skoðaði einkum þrjár leiðir til skattlagningar á notkun dísilbifreiða, í fyrsta lagi að viðhalda núverandi kerfi en gera á því endurbætur, í öðru lagi að taka upp olíugjald með litun olíu sem ekki á að bera gjaldið. Í þriðja lagi að taka upp olíugjald án litunar.
    Starfshópurinn skilaði fjármálaráðherra skýrslu í september sl. þar sem meiri hluti hans lagði til að núverandi þungaskattskerfi verði lagt niður frá og með 1. júlí 1995. Frá sama tíma verði tekið upp olíugjaldskerfi án litunar dísilolíu. Áfram verði þó skoðaðir möguleikar á litun olíu með það í huga að taka upp slíkt kerfi síðar ef ástæða þykir til með hliðsjón af reynslu af endurgreiðslukerfi hér á landi og litun í öðrum löndum.
    Fulltrúar Vegagerðar ríkisins í starfshópnum lögðu til að þungaskattskerfið yrði ekki lagt niður að svo stöddu en fengi að reyna sig endurbætt í tvö til þrjú ár og sá tími not aður til að skoða betur mismunandi möguleika á framkvæmd olíugjalds með litun.
    Í framhaldi af áliti starfshópsins ákvað fjármálaráðherra að skipa nefnd til að semja lagafrumvarp um olíugjald, gera drög að nauðsynlegum reglugerðum og sjá til þess að tölvu- og innheimtukerfum verði hagað þannig að umrædd breyting geti orðið 1. júlí 1995. Nefndin, sem skipuð var í lok september sl., átti í meginatriðum að fara að tillög um fyrrnefnds starfshóps en huga sérstaklega að þeim frávikum og sértilvikum sem vak in er athygli á í skýrslu starfshópsins og leita viðunandi lausna á þeim. Í því efni átti nefndin að miða við eftirfarandi:
—    Tryggt verði að upptaka olíugjalds íþyngi ekki búrekstri og verði olíugjald vegna hans endurgreitt eða það bætt með öðrum hætti.
—    Sérleyfishafar og eigendur almenningsvagna fái olíugjald endurgreitt eða starfsemi þeirra verði styrkt á annan hátt t.d. með beinum framlögum sem þá geta tekið mið af þörf fyrir slíka aðstoð.
—    Auknum rekstrarkostnaði vegna vinnuvéla verði mætt t.d. með lækkun gjalda á að föng og eftir atvikum með tímabundnum endurgreiðslum.
—    Gjald af olíu til húshitunar verði endurgreitt samkvæmt stöðluðum reglum.
—    Útgerð, sem notar gasolíu á fiskiskip, verði gert kleift að kaupa olíu án gjalds eða fái endurgreiðslur án óeðlilegrar fjárbindingar.
—    Kannað verði hvort rétt sé að hafa, auk olíugjalds, fast gjald á þyngstu dísilbifreið arnar.
    Olíugjaldsnefndin hóf starfið með því að leita til Danmerkur um upplýsingar um danska olíugjaldskerfið og fór hluti nefndarmanna utan til viðræðna við danska embætt ismenn. Danir eru með kerfi þar sem gjald er lagt á orkugjafann sem síðan er endur greitt í gegnum virðisaukaskattskerfið til þeirra sem ekki er ætlað að bera það. Þó heim ila þeir gjaldfrjálsa sölu í vissum tilvikum, t.d. til millilanda- og fiskiskipa. Danir hafa ekki tekið upp litun gjaldfrjálsrar olíu en munu þurfa að gera það vegna samræmingar við önnur lönd Evrópusambandsins.
    Við undirbúning frumvarpsins hefur nefndin rætt við fulltrúa ýmissa aðila og sam taka sem olíugjald mun hafa áhrif á. Meðal annarra var rætt við fulltrúa olíufélaga, Sam taka landflutningamanna, Félags vinnuvélaeigenda, Samtaka iðnaðarins, Strætisvagna Reykjavíkur o.fl. Þá var einnig rætt við fulltrúa ýmissa ráðuneyta.
    Frumvarpið er byggt upp með hliðsjón af dönsku lögunum varðandi álagningu, und anþágur og endurgreiðslur olíugjaldsins. Endurgreiðslur verða þó nokkru víðtækari sam kvæmt þessu frumvarpi því Danir endurgreiða almennt ekki gjald af olíu sem nothæf er sem vélaeldsneyti. Bændur í Danmörku fá endurgreiðslur vegna véla sem ekki eru skrán ingarskyldar samkvæmt umferðarlögum þar í landi. Um nánari lýsingu á olíugjaldskerf inu vísast til kaflans um meginatriði frumvarpsins.
    Rétt er að taka fram að með frumvarpi þessu er fyrst og fremst verið að leggja til formbreytingu á tekjuöflun til vegagerðar, m.a. vegna óskilvirkni og veikleika í þunga skattskerfinu. Orku- og umhverfismarkmið liggja ekki sérstaklega þar að baki en skatt lagning sem þessi er í ýmsum nágrannaríkjum okkar notuð til að ná slíkum markmið um.
    Í eftirfarandi köflum verður fjallað um gjaldkerfi þungaskatts og olíugjalds, gerður samanburður á kerfunum, fjallað um hagræn áhrif breytingarinnar og gerð grein fyrir meginatriðum frumvarpsins.

2. Samanburður á gjaldkerfum þungaskatts og olíugjalds.
2.1.    Almennt um þungaskattskerfið.
    Þungaskattskerfið byggir á því að gjaldtaka af ökutækjum skuli tengjast notkun og sliti á vegum. Íslenska kerfið er að grunni til frá árinu 1974 þegar sett voru sérstök lög um fjáröflun til vegagerðar. Í þeim lögum var fjármálaráðherra heimilað að skylda eigend ur dísilbifreiða til að setja löggilta ökumæla í bifreiðar sínar. Frá árinu 1986 hafa tekj ur ríkissjóðs af þungaskatti runnið beint til vegagerðar sem markaður tekjustofn Vega gerðar ríkisins. Þungaskattur er aðeins lagður á ökutæki sem knúin eru af dísilolíu. Þyngri ökutæki, svo sem atvinnubifreiðar til vöruflutninga og fólksflutninga, eru almennt með dísilvélum. Gjaldtaka af ökutækjum, sem knúin eru bensíni, er hins vegar í formi gjalds á eldsneytið. Við innflutning er lagt vörugjald á tollverð, u.þ.b. 9 kr. á lítra sem rennur í ríkissjóð. Að auki er lagt sérstakt gjald á hvern seldan lítra af bensíni, 23,52 kr. á blý laust bensín og 24,99 kr. á blýbensín. Tekjur af þessu gjaldi renna til Vegagerðarinnar.
    Í fjárlögum yfirstandandi árs er gert ráð fyrir að tekjur af þungaskatti verði 2.115 m.kr. Þar af er áætlað að skattur samkvæmt ökumælum skili 1.500 millj. kr. en tekjur af föstu árgjaldi verði 615 millj. kr. Tekjur af sérstöku bensíngjaldi til vegagerðar er áætl að 4.325 millj. kr.
    Lagður er á tvenns konar þungaskattur, annars vegar svonefnt fast árgjald og hins veg ar gjald á hvern ekinn kílómetra samkvæmt löggiltum ökumæli. Eigendum dísilbifreiða, sem eru undir 4.000 kg að leyfðri heildarþyngd, er heimilt að velja um hvort þeir greiði skattinn með föstu árgjaldi eða samkvæmt ökumæli. Eigendur ökutækja, sem eru þyngri en 4.000 kg að leyfðri heildarþyngd, verða að greiða þungaskatt samkvæmt ökumæli.
    Þungaskattur samkvæmt ökumæli er ákveðin fjárhæð fyrir hvern ekinn kílómetra, mis há eftir leyfðri heildarþyngd ökutækisins. Lægsta gjaldið er 6,57 kr. fyrir bifreiðar sem eru 4–5 tonn að leyfðri heildarþyngd en hæst er gjaldið 22,94 kr. fyrir bifreiðar þyngri en 23 tonn. Veittur er afsláttur eftir að ákveðnir kílómetrar hafa verið eknir á gjaldár inu. Eigendur vöruflutningabifreiða fá 10% afslátt fyrir akstur umfram 25 þús. km, 20% afslátt fyrir akstur umfram 35 þús. km og 50% afslátt fyrir akstur umfram 45 þús. km. Veittur er 70% afsláttur frá gjaldskrá vegna aksturs almenningsvagna í þéttbýli og sér leyfisbifreiða. Vegna annarra hópferðabifreiða og sendibifreiða er veittur 10% afsláttur af akstri umfram 25 þús. km og 20% afsláttur af akstri umfram 45 þús. km. Undanfar in ár hefur verið veittur 20,92% afsláttur af akstri vöruflutningabifreiða með vikur til út flutnings.
    Fast árgjald tekur mið af eigin þyngd bifreiða. Lægsta árgjald er 95.982 kr. fyrir bif reiðar sem eru undir 1.000 kg en að hámarki 192.882 kr. fyrir bifreiðar sem eru 3.800–3.999 kg að þyngd. Fyrir leigubifreiðar og sendibifreiðar á stöð er greitt 30% hærra gjald.
    Velji eigandi bifreiðar undir 4.000 kg að heildarþyngd að greiða samkvæmt mæli er gjald á hvern kílómetra hið sama og fyrir bifreið sem er 4.000–4.999 kg, þ.e. 6,57 kr. á kílómetra miðað við gildandi gjaldskrá.
    Samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá var greitt kílómetragjald af um 9.697 bif reiðum árinu 1992 en fast gjald af um 5.144 bifreiðum. Í töflu I og II er sýnd skipting þessara bifreiða eftir tegund og þyngd.

Tafla I. Bifreiðar sem greitt er af kílómetragjald.

     Leyfð     Fólks-     Sendi-     Hópferða-     Vöru-     Samtals
    þyngd     bifreiðar     bifreiðar     bifreiðar     flutninga-     
     tonn                    bifreiðar
     > 2     1.168     38     4     12     1.222
     2–3     1.471     469     26     196     2.162
     3–4     184     188     52     137     561
     4–10     183     167     328     913     1.591
     10–16     19     7     195     703     924
     16–18     8     3     220     915     1.146
    18–22     3     0     26     237     266
    < 22     3     0     10     1.812     1.825
    Alls     3.039     872     861     4.925     9.697


Tafla II. Bifreiðar sem greitt er af fast gjald.

     Leyfð     Fólks-     Sendi-     Hópferða-     Vöru-     Samtals
    þyngd     bifreiðar     bifreiðar     bifreiðar     flutninga-
    tonn                    bifreiðar
     > 2     2.226     1.461     89     339     4.115
     2,0–2,4     557     109     23     61     750
     < 2,4     57     27     97     98     279
    Alls     2.840     1.597     209     498     5.144

    Fjármálaráðuneytið hefur löggilt nokkrar tegundir ökumæla til að mæla ekna kíló metra. Kosta slíkir mælar með ísetningu 28.000–35.000 kr. Um 50 verkstæði hafa ver ið löggilt sem mælaverkstæði. Framleiðendur þeirra ökumæla sem fengið hafa löggild ingu hér á landi hafa nú hætt framleiðslu þar sem álagning samkvæmt ökumælum hef ur lagst af hvarvetna í Evrópu. Íslenskir aðilar munu nú vera einu kaupendurnir að um ræddum ökumælum eftir að Noregur og Svíþjóð lögðu niður sín þungaskattskerfi á síð asta ári. Samkvæmt nýlegum upplýsingum eru nú einungis fáanlegir 600 nýir ökumæl ar.
    Eigendum bifreiða með ökumæli er gert að koma með bifreiðarnar til álestrar þrisvar á ári. Sé ekki komið með bifreið til álestrar á réttum tíma eru lagðar á sektir, 300 kr. á dag í allt að 30 daga. Ef gjaldskylt ökutæki hefur verið í notkun án þess að ökumælir sé virkur eða hann er ekki innsiglaður eins og fyrir er mælt er beitt álagi sem nemur þunga skatti af allt að 10 þús. km akstri á mánuði og 15 þús. km akstri sé um ítrekað brot að ræða. Um 75% álestra fara fram hjá Bifreiðaskoðun Íslands hf. en lögreglustjórar og hreppstjórar eða aðrir aðilar í umboði þeirra annast um 25% álestra. Álestrar af ökumæl um eru lagðir til grundvallar álagningu skattsins sem ríkisbókhald annast.
    Innheimtumenn ríkissjóðs eru formlegir álagningaraðilar og hafa með höndum inn heimtu skattsins og ákvörðun dagsekta og viðurlaga. Málsmeðferð vegna brota á regl um um ökumæla er með þeim hætti að innheimtumaður tilkynnir eiganda bifreiðar um áætlun aksturs á grundvelli skýrslu frá eftirlitsmönnum ökumæla. Veittur er 14 daga frest ur til að andmæla fyrirhugaðri áætlun en að þeim tíma liðnum tekur innheimtumaður ákvörðun um áætlun. Heimilt er að kæra ákvörðun innheimtumanns til fjármálaráðuneyt is.
    Sérstakir eftirlitsmenn sjá um eftirlit með ökumælum á vegum úti. Hafa þeir lengst af verið tveir en um síðustu áramót, þegar Vegagerðin tók að sér eftirlitið, var þeim fjölg að.

2.2.     Gagnrýni á þungaskattskerfið.
    Margt bendir til að undanskot séu mikil í þungaskattskerfinu. Álestrarskrá ökumæla sýnir að algengt er að stórum vöruflutningabifreiðum, sem notaðar eru í atvinnurekstri, sé ekki ekið meira en sem svarar notkun á einkabifreið. Allmikið er um að ekki sé kom ið með bifreiðar til álestrar á tilsettum tíma. Þá er algengt að ökumælar bili en erfitt er að sannreyna ástæðurnar og færa sönnur á vísvitandi skemmdarverk þótt ýmislegt bendi til slíks.
    Í töflu III og IV, sem unnar eru upp úr álestrarskrá ökumæla, má sjá að samkvæmt ökumælum er yfir 70% bifreiðanna ekið innan við 20 þús. km á ári og um 90% bifreið anna er ekið innan við 40 þús. km á ári.

Tafla III. Fjöldi mælabifreiða yfir 6 tonnum eftir þyngd og akstri á ári.


     Þyngd     1–20     20–40     40–60     60–80     > 80     Alls km
     tonn     þ.km     þ.km     þ.km     þ.km     þ.km     
     6–7     242     50     5     2     3     302
     16–17     1.049     199     100     30     10     1.388
     23–24     554     250     100     29     17     950
     Aðrir     2.176     481     158     44     34     2.893
    Alls     4.021     980     363     105     64     5.533

Tafla IV. Hlutfallsleg skipting mælabifreiða yfir 6 tonnum eftir þyngd og akstri á ári.

    Þyngd     1–20     20–40     40–60     60–80     < 80     Alls
    tonn     þ.km     þ.km     þ.km     þ.km     þ.km

     6–7     80%     16%     2%     1%     1%     100%
     16–17     76%     14%     7%     2%     1%     100%
     23–24     58%     26%     11%     3%     2%     100%
    Aðrir     75%     17%     5%     2%     1%     100%
    Alls     72%     18%     7%     2%     1%     100%

    Miklar kröfur eru gerðar til sönnunar á brotum vegna þungaskatts og erfitt er að ná fram refsingu. Auk þess er flókið og seinvirkt að áætla akstur og beita viðurlögum gagn vart þeim sem gerst hafa brotlegir.
    Það hefur verið talinn helsti kostur álagningar þungaskatts að gjaldtakan tengist bet ur sliti á vegum en t.d. olíugjald. Með afslætti frá gjaldskrá er verulega dregið úr þess um áhrifum og jafnframt er ljóst að þetta á ekki við um fasta gjaldið því að reiknað sem gjald á kílómetra lækkar það við aukinn akstur. Fasta gjaldið skilar um 30% af þunga skattstekjunum.
    Álagning og innheimta þungaskatts er flókin. Margir aðilar tengjast framkvæmd skattsins, jafnt við álestra, álagningu, innheimtu og eftirlit sem við ísetningu og viðhald mæla. Af þessum sökum er er erfitt að tryggja örugga framkvæmd og eftirlit.
    Stjórnskipuleg uppbygging núverandi kerfis er óheppileg og ófullkomin að ýmsu leyti og ekki í samræmi við uppbyggingu annarra gjaldakerfa ríkisins. Þannig eru innheimtu menn ríkissjóðs í hlutverki álagningaraðila, auk þess að innheimta skattinn. Þeir taka ákvarðanir um áætlanir og beitingu viðurlaga vegna brota á reglum um ökumæla. Kær ur á ákvörðunum þeirra fara ekki hefðbundna leið innan skattkerfisins heldur er beint til fjármálaráðuneytis.
    Þungaskattur er verulegur kostnaðarliður í rekstri dísilbifreiða. Hætta á undanskot um er því mikil. Undanskotin brengla samkeppnisstöðu aðila í rekstri, skilvísum aðilum í óhag.
    Í núverandi kerfi fá gjaldendur greiðslukröfu ýmist tvisvar eða þrisvar á ári og er þá um verulegar fjárhæðir að ræða. Eykur það hættu á vanskilum og væru jafnari gjaldskil heppilegri. Innheimta vanskila er erfið, mikill kostnaður við aðfarargerðir og þær trygg ingar sem fást með fjárnámi í bifreiðum eru oft verðlitlar.
    Þungaskattur á einkabíla er óheppilegur. Val eigenda fólksbifreiða með dísilvél stend ur á milli fasts gjalds, sem er dýr kostur ef akstur er ekki þeim mun meiri, og gjalds sam kvæmt ökumæli sem er mjög hátt og því fylgir verulegt umstang. Í báðum tilvikum falla greiðslur til í stórum fjárhæðum. Afleiðingin er sú að fjölgun dísilfólksbifreiða hér á landi hefur verið mjög hæg þrátt fyrir miklar framfarir í gerð dísilvéla fyrir litla bíla og þrátt fyrir að slíkar vélar eru umhverfisvænni en bensínvélar.
    Sem fyrr segir er torvelt að fá þá ökumæla sem taldir eru nægilega öryggir við að stæður hér á landi. Vegna minnkandi notkunar í öðrum löndum hefur framleiðslu ým issa tegunda þeirra verið hætt. Óvissa ríkir því um framleiðslu mæla í framtíðinni og gæti reynst dýrt að halda uppi sérsmíði á ökumælum fyrir svo lítinn markað sem á Íslandi.

2.3.    Olíugjaldskerfið.
    Með upptöku olíugjalds á dísilolíu er tekið upp nýtt skattkerfi í stað núverandi þunga skatts. Olíugjaldi er í meginatriðum ætlað að leggjast á sömu aðila og þungaskatturinn gerir, þ.e. eigendur skráningarskyldra ökutækja sem knúin eru dísilolíu. Olíugjald er í grundvallaratriðum frábrugðið þungaskatti hvað álagningu og innheimtu varðar. Í stað þess að byggja skattlagningu á álestri af ökumælum er öll olía sem nothæf er á ökutæki skattlögð, nema sérstök undanþága sé gerð þar frá.
    Með olíugjaldi er gjaldtaka af dísilbifreiðum og bensínbifreiðum samræmd. Gjald takan breytist frá því að vera gjald á ekna kílómetra yfir í gjald á notað eldsneytismagn. Gjaldskyldir aðilar verða þeir sem dreifa eldsneytinu en ekki þeir sem aka bifreiðunum. Þeir síðarnefndu bera hins vegar gjaldið eins og þungaskatt áður en greiða það jafnóð um við eldsneytiskaup í stað þess að greiða tvær til þrjár stórar fjárhæðir á ári. Eftirlit ið verður fyrst og fremst bókhaldslegt og beinist að gjaldfærslu og notkun eldsneytisins í stað eftirlits með ökumælum.
    Þar sem dísilolía er ekki eingöngu notuð á ökutæki heldur einnig aðrar vélar og tæki verður að gera sérstakar ráðstafanir eigi að koma í veg fyrir að gjald á hana valdi aukn um kostnaði hjá aðilum sem ekki hafa greitt þungaskatt.
     Þungaskattur er ekki greiddur þegar olía er til eftirfarandi nota:
1.     Á skip og báta.
2.    Á vinnuvélar.
3.    Á búvinnuvélar og dráttarvélar.
4.    Fyrir iðnfyrirtæki og orkuveitur.
5.     Til húshitunar og hitunar sundlauga.
6.    Á varaaflstöðvar.
    
2.3.1.    Undanþágur og eftirlit.
    Sé gjaldtöku fyrst og fremst beint að þeim sem áður greiddu þungaskatt, þ.e. að not endum vegakerfisins verður með einhverjum hætti að gæta þess að gjaldið leggist ekki á framangreinda notkun, annaðhvort með endurgreiðslum eða undanþágu eða öðrum jafn gildum hætti. Í framkvæmd eru eftirfarandi leiðir færar til þess.
    Í fyrsta lagi er hægt að endurgreiða virðisaukaskattsskattskyldum aðilum olíugjaldið um leið og uppgjör til virðisaukaskatts fer fram. Það má gera með því að bæta nýjum frá dráttarreit fyrir olíugjald á virðisaukaskattsskýrslu eða með sérstakri endurgreiðslu skýrslu. Skattstjórar hefðu umsjón með endurgreiðslum og eftirlit með olíugjaldi félli að núverandi virðisaukaskattseftirliti. Með þessu væri nýtt sérþekking starfsmanna skatt kerfisins í kerfi sem er til staðar.
    Í öðru lagi er mögulegt að veita undanþágu frá olíugjaldi við sölu dísilolíu til ákveð inna aðila. Hér er fyrst og fremst spurning um hvort tæknilega er unnt að ganga þannig frá málum að misnotkun geti ekki átt sér stað.
    Í þriðja lagi er unnt að vera með sérstakar endurgreiðslur, beinar eða óbeinar, til óskattskyldra aðila og aðila sem ekki eru með atvinnurekstur. Til greina kemur að láta skattstjóra annast endurgreiðslur til þessara aðila samkvæmt reikningum. Önnur leið er að endurgreiða þeim samkvæmt reiknaðri meðaltalsnotkun, t.d. vegna hitunar húsnæð is.
    Í olíugjaldskerfi, sem ekki er algerlega án endurgreiðslna eða undanþága, er sem fyrr segir nauðsynlegt að beina eftirliti skattyfirvalda að notkun gjaldfrjálsrar olíu. Til þess eru tvær meginleiðir færar. Annars vegar að lita alla þá olíu sem afhent er til gjald frjálsrar notkunar og gæta þess við eftirlit að sú olía sé ekki tekin til annarra nota (lit unarleið). Hins vegar að leggja gjaldið ávallt á við sölu olíunnar en endurgreiða þeim að ilum sem ekki er ætlað að bera það (endurgreiðsluleið). Einnig er hægt að hugsa sér blöndu af þessum aðferðum, þ.e. að olía til tiltekinna nota sé lituð og seld án gjalds en gjaldið sé lagt á aðra olíu og tilteknir kaupendur fái gjaldið endurgreitt. Þess ber að geta að litunaraðferðin er kostnaðarsamari eftir því sem fleiri fá afhenta litaða olíu.
    Litunaraðferðin byggist á vettvangseftirliti og eftirliti við skoðun ökutækja en end urgreiðsluaðferðin byggir að mestu á bókhaldslegu eftirliti. Til að koma upp um svik í litunarkerfi geta yfirvöld hvenær sem er stöðvað ökutæki og með einfaldri athugun kom ist að því hvort notuð hafi verið gjaldfrjáls (lituð) olía á ökutækið. Bókhaldslegt eftirlit með endurgreiðslum krefst þess hins vegar að skattyfirvöld fái nákvæmar upplýsingar frá gjaldanda um notkunina sem endurgreiðslur byggjast á og kanni hvort þær séu réttar. Nauðsynlegt er í slíku kerfi að setja skýrar reglur um bókhald og skráningu á olíunotk un. Þá er einnig nauðsynlegt að hafa strangar refsingar við öllum svikum sem kunna að verða reynd í nýju gjaldkerfi. Þannig væri æskilegt að lögbinda háar lágmarkssektir vegna afbrota, t.d. í formi margfeldis af þeirri fjárhæð sem reynt var að draga undan og við ítrekuðu broti lægi fangelsisvist.
    Flestar Evrópuþjóðir sem tekið hafa upp olíugjald notast við litunarkerfið en það er mjög kostnaðarsamt því að byggja þarf upp sérstakt dreifikerfi til viðbótar því sem fyr ir er. Líklegt er að sá kostnaður leiði til hækkunar olíuverðs. Hjá þeim kostnaði er hægt að komast með því að fara endurgreiðsluleiðina en þeirri aðferð er sem fyrr segir beitt í Danmörku.

2.3.2.    Forsendur fyrir vali á eftirlitskerfi.
    Starfshópur sá sem fjármálaráðherra skipaði til að endurskoða gjaldtöku af dísil bifreiðum lét athuga í samráði við olíufélögin hvað mundi kosta að koma á litunarkerfi á Íslandi. Sérstakur vinnuhópur með fulltrúum frá olíufélögunum og ráðuneytinu fékk það verkefni að kanna hvernig unnt yrði að framkvæma litun olíu og áætla hver kostnaður við það yrði. Niðurstaðan var sú að dreifikerfi fyrir litaða olíu yrði að vera algjörlega að skilið frá núverandi dreifikerfi fyrir ólitaða olíu. Bent var á fjórar aðferðir en til lág mörkunar á kostnaði mælt með einni þeirra. Hún felur í sér að öll dísilolía, sem á að lita, yrði lituð í innflutningsbirgðastöðum, en ólituð olía, þ.e. olía með gjaldi, yrði flutt til strandbirgðastöðva og geymd þar í sem fæstum birgðastöðvum. Ekki væri gert ráð fyr ir að lituð olía væri til sölu í venjulegum afgreiðslustöðvum olíufélaganna. Dreifing lit aðrar olíu frá innflutningsbirgðastöðvum yrði með sérstökum bifreiðum, öðrum en not aðar eru til að dreifa ólitaðri olíu frá strandbirgðastöðvum. Með þessari aðferð væri þó ekki hægt að tryggja öllum sem ekki er ætlað að bera gjaldið kaup á litaðri olíu vegna óhagræðis við dreifingu. Verktakar og bændur á afskekktari stöðum gætu því þurft að kaupa gjaldskylda olíu en fá olíugjaldið endurgreitt.
    Að mati fyrrnefnds vinnuhóps er nauðsynlegur fjárfestingarkostnaður við þá aðferð sem mælt var með u.þ.b. 400 m.kr. Nálega helmingur þeirrar fjárhæðar er vegna fjár festingar í nýjum tankbifreiðum. Kostnaður við rekstur kerfisins á ári, að meðtöldum af skriftum, er áætlaður um 160 m.kr. Um 100 m.kr. af rekstrarkostnaðinum er vegna tank bifreiðanna. Í þessar tölur vantar kostnað vegna eftirlits, en það felst m.a. í því að taka sýni af eldsneyti bifreiða á vegum úti og kanna hvort í því finnist litunarefni. Reikna má með að það eftirlit verði yfirgripsmeira en núverandi eftirlit með ökumælum. Sýni próf un á staðnum að litarefni er í eldsneyti verður að senda sýni til rannsóknar þar sem magn litarefnisins er ákvarðað nákvæmlega. Ekki hefur verið áætlaður kostnaður þeirra not enda dísilolíu sem mundu þurfa að koma sér upp nýjum eldsneytistönkum vegna þess að þeir nota bæði gjaldskylda og ógjaldskylda olíu. Hér er einkum um að ræða bændur og ýmsa verktaka.
     Að mati starfshópsins er litunaraðferðin virkara eftirlitskerfi, ekki síst þar sem hún hefur meiri fælingaráhrif. Hins vegar sé ekki hægt að réttlæta þessa leið miðað við þann viðbótarkostnað sem hlýst af rekstri litunarkerfis að óbreyttu, enda nemi hann um 8% af tekjunum sem eftirlitið snýr að. Auk þess væru veikari forsendur fyrir litunarleiðinni ef taka þyrfti upp endurgreiðslur að hluta til. Því var lagt til að farin væri endurgreiðslu leiðin eins og fram kemur í þessu frumvarpi.
    Meginástæður og helstu rök fyrir því að taka upp olíugjald án litunar eru eftirfarandi:
     1.     Framkvæmdin er ódýrari en litunarkerfi, bæði í bráð og lengd.
     2.     Endurgreiðslur og eftirlit er að stærstum hluta hægt að fella inn í núverandi virðis aukaskattskerfi. Eftirlit í því kerfi beinist bæði að tekjum og gjöldum og því getur eftirlit með endurgreiðslum til þessara aðila auðveldlega fallið inn í reglubundið skatteftirlit. Hagræði er að því að nýta þekkingu og reynslu starfsmanna í skattkerf inu.
     3.     Olíugjald án litunar er heppilegur aðdragandi að upptöku olíugjalds með litun ef slíkt kerfi verður tæknilega betra og hagkvæmara síðar.
     4.     Mögulegt er að taka upp olíugjald án litunar með skömmum fyrirvara og nýta við það danska lagaumgjörð og fengna reynslu af framkvæmd olíugjalds þar í landi.
     5.     Þrátt fyrir að litun sé talin hafa mikil áhrif til fælingar frá undanskotum getur hún ekki með öllu komið í veg fyrir undanskot og hefur komið í ljós við framkvæmd er lendis að sönnun fyrir misnotkun litaðrar olíu er í ýmsum tilvikum erfið.

2.4.    Áhrif á kostnað við framkvæmd gjaldtökunnar.
    Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmd olíugjaldskerfisins samkvæmt frum varpinu muni verða talsvert lægri en kostnaður við framkvæmd þungaskattskerfisins. Sú niðurstaða byggist á því að kostnaður vegna álestra, álagningar og innheimtu á þunga skatti fellur að mestu niður. Í stað þess munu eigendur dísilbifreiða greiða olíugjaldið jafnóðum við kaup á olíu, í gegnum olíuverðið. Þeir sem skila olíugjaldi verða aðeins dreifingaraðilar og framleiðendur ef innlend framleiðsla færi fram, þ.e olíufélögin, en þungaskatturinn er innheimtur af öllum eigendur dísilbifreiða, nálægt 1.500 talsins.
    Álagningar- og innheimtukostnaður í þungaskattskerfinu er áætlaður um 60 m.kr. á þessu ári. Þar af er beinn kostnaður við álestra, innheimtuþóknun, rekstur tölvukerfa og útsendingu gíróseðla alls um 18 m.kr. Auk þess er áætlað að um 14 ársverk séu notuð til álagningar og innheimtustarfa hjá innheimtustofnunum ríkissjóðs, eða sem svarar til 42 m.kr. árlegs kostnaðar. Þá er ótalinn kostnaður sem ætlað er að sparist hjá Vegagerð inni sem svarar til þriggja ársverka eða um 10 m.kr.
    Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að kostnaður við álagningu og innheimtu olíugjalds verði mjög lítill í samanburði við kostnað af rekstri þungaskattskerfisins, enda afmarkast þessir þættir í olíugjaldskerfi við þá fáu aðila sem dreifa eða hugsanlega stunda olíu framleiðslu í einhverri mynd hér á landi.
    Hins vegar verður að gera ráð fyrir að mannafli og kostnaður vegna eftirlits verði meiri í olíugjaldskerfi en nemur þeim sex ársverkum sem varið er í eftirlit með þunga skatti. Þessi kostnaður kemur fram í þörf fyrir sérstakt eftirlit með bókhaldi og skrán ingu þeirra aðila sem fá olíugjald endurgreitt eða njóta undanþágu frá greiðslu þess. Sér staklega þarf að beina eftirliti að aðilum sem kaupa bæði olíu til gjaldfrjálsrar og gjald skyldrar notkunar, svo sem mörg fyrirtæki og aðilar í byggingariðnaði. Þessu eftirliti verður sinnt af skattstjórum enda tengist það öðru eftirliti, einkum eftirliti með virðis aukaskattsskyldum aðilum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að endurgreiðslur olíugjalds fari fram með uppgjöri virðisaukaskatts, þannig að þeir sem eru í virðisaukaskattsskyldri starfsemi og eiga rétt á endurgreiðslum, svo sem verktakafyrirtæki, bændur og iðnfyrir tæki, dragi gjaldið frá skilum sínum á virðisaukaskatti. Við þetta verður bein fjölgun á skýrslum sem skattstjórar verða að taka til sérstakrar skoðunar. Talið er að um 1.000–1.500 aðilar muni fá endurgreiðslur með þessum hætti og bætist þannig við þann fjölda sem þarfnast sérstakrar skoðunar. Mikilvægt er að strangt eftirlit verði haft með olíunotkun þeirra sem eru með blandaða notkun, þ.e. bera gjaldið að hluta en fá það end urgreitt að hluta. Þá er einnig nauðsynlegt að hafa eftirlit með notkun þeirra aðila sem fá afhenta olíu án gjalds, þ.e. beint um borð í skip og báta.
    Með hliðsjón af framansögðu er áætlað að fjölga þurfi í mannafla um 10–11 ársverk í skattkerfinu við eftirlit og framkvæmd, þar með talið vegna yfirumsjónar, upplýsinga gjafar, leiðbeininga og þess háttar umsýslu. Þá verður að reikna með nokkurri umsýslu innheimtuembætta vegna innheimtu olíugjalds og endurgreiðslna, eða 3–4 ársverkum í heildina. Að þessu samanlögðu er því reiknað með að þörf sé á 13–15 ársverkum eða launakostnaði á bilinu 40–45 m.kr. til að mæta eftirliti vegna olíugjalds. Auk launa kostnaðar verður að gera ráð fyrir rekstrarkostnaði nýrra þátta í tölvukerfum, svo og prentunarkostnaði vegna eyðublaða fyrir notkunarbókhald og sérstakar endurgreiðslu beiðnir (óskattskyldra aðila). Þessir kostnaðarliðir gætu numið 2–3 m.kr. á ári. Alls er því áætlað að kostnaður við rekstur olíugjaldskerfisins verði á bilinu 42–48 m.kr. eða a.m.k. 30 m.kr. lægri en kostnaður við rekstur þungaskattskerfisins. Þessu til viðbótar ber að nefna að kostnaður þungaskattsgreiðenda vegna kaupa á ökumælum og viðhalds á þeim fellur brott, en sé miðað við söluverð nýrra ökumæla með ísetningu væri heildarfjárfest ing í ökumælum u.þ.b. 300 m.kr. ef um nýtt kerfi væri að ræða. Þá ber einnig að líta til þess að ekki þarf að færa bifreiðar til álestrar í olíugjaldskerfi.
    Eins og jafnan þegar verið er að gera grundvallarbreytingar á skattheimtu verður að gera ráð fyrir nokkrum stofnkostnaði við breytinguna og er áætlað að hann geti orðið á bilinu 10–14 m.kr. Áætlað er að kostnaður vegna nauðsynlegrar hugbúnaðargerðar verði 4–6 m.kr. en kostnaður við auglýsingar og kynningar og annar tengdur kostnaður og verði 6–8 m.kr.

3. Áhrif á tekjur ríkissjóðs og kostnað einstakra aðila.
3.1.     Upphæð olíugjalds, olíuverð og áhrif á tekjur ríkisins.
    Verð á dísilolíu frá dælu er 22,90 kr. í smásölu. Á dísilolíu eru ekki lagðir aðrir skatt ar eða gjöld en virðisaukaskattur. Á bensín er hins vegar lagt 97% almennt vörugjald ofan á cif-verð, nú um 9 kr. á lítra auk sérstaks vörugjalds, bensíngjalds, sem rennur til vega sjóðs og er það 23,52 kr. á lítra af blýlausu bensíni en 24,99 kr. á lítra af bensíni með blýi. Lítraverð á blýlausu 95 oktana bensíni er nú 68,20 kr. en lítraverð á 98 oktana bens íni með blýi er 71,80 kr. Samkvæmt þessu er hægt að skattleggja dísilolíu með allt að 39,20 kr. á lítra án þess að olíuverð frá dælu verði hærra en verð á 98 oktana bensíni.
    Við breytingu á gjaldtöku frá þungaskatti í olíugjald er eðlilegt að miða við að kostn aður skilvísra gjaldenda breytist sem minnst. Til að auðvelda samanburð á þungaskatti og olíugjaldi er kostnaður af þungaskatti umreiknaður í eftirfarandi yfirliti á hvern lítra af eldsneyti miðað við áætlaða eyðslu dísilbifreiða. Eyðslutölur eru m.a. byggðar á skýrslu sem gefin var út af sænska fjármálaráðuneytinu í júní 1992 (Skatt på dieselolja) í tengslum við upptöku olíugjalds þar í landi. Að auki er byggt á upplýsingum frá Vega gerðinni og Landvara um eyðslu vöruflutningabifreiða, upplýsingum frá SVR, FÍB, Bíl greinasambandinu og ýmsum bifreiðaumboðum sem flytja inn vöruflutninga- og hóp ferðabifreiðar.


    Eldsn.-     Ársakstur     Ársakstur     Ársakstur
Vöru- og fólksflutningabifreiðar:     notkun     15–25 þús.     40 þús. km     60 þús. km
    l/100 km     kr./ ltr.     kr./ ltr.     kr./ ltr.
Vöruflutningabifreið 6–7 tonn     18     42     40     35
Vöruflutningabifreið 16–17 tonn     35     43     41     36
Vöruflutningabifreið yfir 25 tonn     45     56     53     46
Fólksflutningabifreið 16–17 tonn     37     41     39     37
Sérleyfisbifreið 16–17 tonn     37     12     12     12
Almenningsv./sérleyfi 16–17 tonn     50     9     9     9
    Eldsn.-     Ársakstur     Ársakstur     Ársakstur
Sendi- og leigubifreiðar:     notkun     25 þús. km     40 þús. km     60 þús. km
    l/100 km     kr./ ltr.     kr./ ltr.     kr./ ltr.
Sendibifreið 1,5 tonn     8,0     80     50     33
Sendibifreið 2,5 tonn     11,5     65     40     27
Leigubifreið 1,1 tonn, fast gjald     7,2     88     55     37
Leigubifreið 1,1 tonn, mælir     7,2     91     88     84

    Eldsn.-     Ársakstur     Ársakstur     Ársakstur
Einkabifreiðar:     notkun     15 þús. km     40 þús. km     60 þús. km
    l/100 km     kr./ ltr.     kr./ ltr.     kr./ ltr.
Einkabifreið 1,1 tonn, fast gjald     7,2     113     43     28
Einkabifreið 1,1 tonn, mælir     7,2     91     88     84

    Samkvæmt upplýsingum úr álestrarskrá ökumæla er algengast að vöruflutningabif reiðum sé ekið innan við 25 þús. km á ári og allflestum þeirra er ekið innan við 40 þús. km á ári. Eins og taflan ber með sér er þungaskattur á þessar bifreiðar miðað við þann akstur frá 40–56 kr. á hvern lítra af dísilolíu og í flestum tilvikum 40–43 kr.
    Ársakstur stórra fólksflutningabifreiða er að jafnaði meiri, en algengt er að þeim sé ekið allt frá 25 þús. til 60 þús. km á ári. Þungaskattur þeirra umreiknaður á lítra er á bil inu 37–41 kr. Þessar tölur eiga þó ekki við um akstur sérleyfishafa og almenningsvagna vegna sérstaks afsláttar frá almennum þungaskatti sem þessum aðilum er veittur.
    Meðalakstur sendibifreiða og leigubifreiða er talinn vera á bilinu 40–50 þús. km á ári. Þungaskattur sendibifreiða á því akstursbili umreiknaður á olíulítra er 32–50 kr. en 44–55 kr. á leigubifreiðar sem greitt er fast gjald af.
    Þungaskattur á einkabifreið er mjög hár eða um 90 kr. á olíulítra miðað við með alakstur einkabifreiða hér á landi sem er u.þ.b. 15 þús. km á ári.
    Þegar þungaskattur, umreiknaður sem krónur á olíulítra, og skipting mælabifreiða eft ir ársakstri eru skoðuð í samhengi má álykta að 38–39 kr. olíugjald nálgist núverandi gjaldtöku nokkuð vel. Þá er tekið tillit til þess að aðilar sem ekki eru í virðisaukaskatts skyldri starfsemi, þ.e. fólksflutningafyrirtæki og einstaklingar á einkabifreiðum, bera virð isaukaskatt ofan á olíugjaldið. Fyrir þá aðila verður 38–39 kr. olíugjald á bilinu 47,31 til 48,56 kr. þegar reiknað hefur verið með virðisaukaskatti.
    Við ákvörðun olíugjalds er auk áhrifa á aksturskostnað rétt að gera grein fyrir hvern ig olíuverð yrði í samanburði við bensínverð og hver tekjuáhrifin yrðu. Ekki er talið æski legt að olíuverð verði hærra en bensínverð. Til þess verður olíugjaldið að vera um eða innan við 39 kr. á hvern lítra.
    Gert er ráð fyrir að þungaskattur skili ríkissjóði 2,1 milljarði króna á yfirstandandi ári. Olíufélögin áætla að um 60 milljón lítrar af olíu fari á ökutæki sem bera þungaskatt. Gera má ráð fyrir að endurgreiða þurfi sérleyfishöfum og rekstraraðilum almenningsvagna um 150 m.kr. og auk þess verður að gera ráð fyrir auknum kostnaði vegna eftirlits og fram kvæmdar. Olíugjald yrði því að skila fast að 2,3 milljörðum króna, en það svarar til 38–39 kr. á lítra miðað við áætlaða olíusölu til notkunar á ökutæki.
    Eins og áður segir er áætlað að sala gjaldskyldrar olíu sé u.þ.b. 185 milljónir lítra á ári. Gert er ráð fyrir að sala til skipa og báta verði undanþegin gjaldi þegar olía er af hent beint um borð. Áætlað er að u.þ.b. 60 milljónir lítra af olíu séu afhentar með þess um hætti. Þá er gert ráð fyrir að olíugjald vegna annarra nota en á ökutæki verði end urgreitt að langmestu leyti. Heildarálagning verður samkvæmt framansögðu u.þ.b. 4,7 milljarðar króna en heildarendurgreiðslur að meðtöldum kostnaði við framkvæmd u.þ.b. 2,6 milljarðar. Þannig verða tekjur til vegagerðar af olíugjaldi u.þ.b. 2,1 milljarður króna eða svipuð fjárhæð og nú rennur til vegagerðar af þungaskatti.
    Að teknu tilliti til alls þessa er lagt til að olíugjald verði 38,50 kr. á lítra. Með því næst sú niðurstaða að í flestum tilvikum er gjaldbyrði skilvísra greiðenda áþekk því sem verið hefur eða lægri, tekjur til vegagerðar haldast sem næst óbreyttar eða hækka og verð á olíu stenst samanburð við bensín.
    Í töflu V er sýnt dæmi um olíuverðsmyndun nú og miðað við 38,50 kr. olíugjald á lítra.

Tafla V. Olíuverð með og án olíugjalds.
                        Með olíugjaldi
CIF-verð á lítra     um 9,55     um 9,55
Álagning og sölulaun     um 8,84     um 8,84
Olíugjald               0,00     38,50
Verð án virðisaukaskatts     18,39     56,89
Virðisaukaskattur     4,51     13,94
Smásöluverð með virðisaukaskatti     22,90     70,83

3.2. Samanburður á gjaldbyrði af olíugjaldi og þungaskatti.
    Hér á undan hefur m.a. verið gerð grein fyrir því hvernig þungaskattur kemur út fyr ir mismunandi tegundir bifreiða þegar hann hefur verið umreiknaður á lítra eldsneytis miðað við algengan akstur og eyðslu. Í þeirri umfjöllun er sýnt fram á að olíugjald í grennd við 38,50 kr. (á bilinu 38–39 kr.) hefur í för með sér svipaða eða lægri gjald byrði en þungaskattur auk þess sem það skilar svipuðum tekjum til ríkissjóðs.
    Í þessum kafla er á hinn bóginn gerð grein fyrir árlegri gjaldbyrði af olíugjaldi og þungaskatti miðað við mismunandi akstur. Notaðar eru myndir til skýringar. Sýnt er hvernig gjaldbyrði eykst með fjölda ekinna kílómetra miðað við tilteknar forsendur um eyðslu. Í sumum tilvikum er einnig sýnd gjaldbyrði vegna bensínbifreiða. Virðisauka skattur er innifalinn í kostnaði við akstur þegar um er að ræða bifreiðar sem ekki eru í virðisaukaskattsskyldri starfsemi. Eftirfarandi verðforsendur eru notaðar:

                    Olíugjald/bensíngjöld     Verð án vsk.     Verð með vsk.
Lítri af dísilolíu nú     –     18,39     22,90
Lítri af dísilolíu, tillaga     38,50     56,89     70,83
Lítri af bensíni (95 okt.)     32,52     54,78     69,90

    Tekið skal fram að bensíngjöld eru tvenns konar, þ.e. bæði sérstakt bensíngjald sem rennur til Vegagerðarinnar, sem er 23,52 kr. á lítra af blýlausu 95 oktana bensíni og al mennt bensíngjald sem er 97% af CIF-verði við innflutning, áætlað um 9 kr. á lítra.
    Forsendur um eyðslu koma fram hér á eftir í umfjöllun um einstakar bifreiðategund ir. Þar sem eyðsla bifreiða er misjöfn eru kostnaðarferlarnir sýndir með 10% frávikum frá grunnforsendu um eyðslu.


Vöruflutningabifreiðar.
    Á myndum 1–3 er borin saman gjaldbyrði vegna vöruflutningabifreiða af mismun andi stærð. Miðað er við að olíueyðsla sé 18 lítrar á 100 km fyrir bifreiðar sem eru 6,6 tonn að þyngd og þungaskattur sé 7,56 kr. á km, 35 lítrar á 100 km fyrir bifreiðar sem eru 16 tonn að þyngd og þungaskattur þá 15,11 kr. á km og fyrir bifreiðar sem eru 23 tonn að þyngd sé eyðsla 45 lítrar á 100 km og þungaskattur 22,94 kr. á km.
    Tekið skal fram að taxti þungaskatts lækkar um 10% fyrir akstur umfram 25 þús. km, um 20% fyrir akstur umfram 35 þús. km og um 50% fyrir allan akstur umfram 45 þús. km. Þar sem vöruflutningar eru virðisaukaskattsskyldir er miðað við olíugjald án virð isaukaskatts.
    Vöruflutningabifreiðar með dísilvél eru liðlega 5.400 talsins, þar af yfir 4.900 með ökumæli. Af bifreiðum með ökumæli eru yfir 900 bifreiðar á bilinu 4–10 tonn, um 700 eru 10–16 tonn, um 1.150 eru 16–22 tonn en rúmlega 1.800 bifreiðar eru yfir 22 tonn. Eins og fram kemur í yfirliti yfir akstur mælabifreiða samkvæmt álestrarskrá ökumæla er um 90% mælabifreiða ekið innan við 40 þús. km á ári, um 7% er ekið 60–80 þús. km árlega en aðeins 3% bifreiða er ekið meira en það.
    Um 11% af allra þyngstu bifreiðunum, sem eru 23–24 tonn, eða um 100 bifreiðum, er ekið 60–80 þús. km á ári, en 5% bifreiða af þessari þyngd er ekið meira.


Mynd 1.    Árlegur þungaskattur og olíugjald, vöruflutningabifreið, 6,6 tonn, olíu eyðsla 18 l/100 km með 10% frávikum.


REPRÓ



Mynd 2.    Árlegur þungaskattur og olíugjald, vöruflutningabifreið, 16 tonn, olíu eyðsla 35 l/100 km með 10% frávikum.


REPRÓ


Mynd 3.    Árlegur þungaskattur og olíugjald, vöruflutningabifreið, 23 tonn, olíu eyðsla 45 l/100 km með 10% frávikum.



REPRÓ


    Eins og sjá má af myndum 1 og 2 er gjaldbyrði 6,6 og 16 tonna bifreiða af olíugjaldi lægri við akstur allt að 50 þús. km á ári en með 10% eyðslufrávikum getur skurðpunkt ur kostnaðarferlanna verið við allt frá 30 þús. km akstri að nálægt 60 þús. km akstri.
    Af 23 tonna bifreiðum er gjaldbyrðin sú sama (skurðpunktur ferla) við um 80 þús. km akstur í grunndæminu, sbr. mynd 3, en sé árlegur akstur minni er gjaldbyrði af olíugjaldi minni. Með 10% eyðslufrávikum getur skurðpunktur olíugjalds og þungaskatts verið allt frá 60 þús. km til rúmlega 100 þús. km.
    Á mynd 3 er jafnframt sýndur kostnaðarferill þungaskatts fyrir aðila sem fengið hafa sérstakan afslátt af þungaskatti vegna vikurflutninga en algengast er að notaðir séu 23 tonna bifreiðar ásamt 16 tonna tengivögnum við slíka flutninga. Í þessum tilvikum verð ur að reikna með meiri eyðslu en reiknað er með í olíugjaldsferlunum en engu að síður má sjá að gjaldbyrði af olíugjaldi í þessum tilvikum verður ekki hærri nema um aukinn akstur og mikla eyðslu sé að ræða.
    
Fólksflutningabifreiðar.
    Á mynd 4 er sýnd gjaldbyrði vegna aksturs hópferðabifreiða annarra en almennings vagna eða bifreiða í sérleyfisakstri. Miðað er við sömu eyðslu og grunntaxta þungaskatts og gildir um vöruflutningabifreiðar. Hins vegar er afsláttur þungaskatts minni eða 10% við 25 þús. km akstur og 20% við 45 þús. km akstur og miða verður við olíugjald með virðisaukaskatti þar sem fólksflutningar eru ekki virðisaukaskattsskyldir og innskatts frádráttur fæst ekki.


Mynd 4.    Árlegur þungaskattur og olíugjald með virðisaukaskatti, fólksflutninga bifreið, 16 tonn, olíueyðsla 37 l/100 km með 10% frávikum.



REPRÓ


    Ljóst er að gjaldbyrði á hópferðabifreiðar mun aukast frá því sem er í þungaskatts kerfinu nú enda bera aðilar í fólksflutningum virðisaukaskattinn sem leggst ofan á olíu gjald. Hvort og hversu mikið gjaldbyrðin eykst veltur þó á forsendum um eyðslu og akst ur. Miðað við 50 þús. km akstur gæti gjaldbyrði á ári aukist frá 90 þús. kr. upp í 260 þús. kr. miðað við grunndæmið um eyðslu með 10% frávikum.
    Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að sérleyfishafar og eigendur almenningsvagna í þéttbýli fái sérstakar endurgreiðslur olíugjalds sem geri það að verkum að gjaldbyrði þeirra af olíugjaldi verði svipuð og af þungaskatti en ella yrði kostnaðarauki þessara að ila verulegur.

Leigubifreiðar.
    Á myndum 5 og 6 kemur fram gjaldbyrði dísilknúinna leigubifreiða í þungaskatts kerfinu og olíugjaldskerfi annars vegar og sambærilegra bensínbifreiða hins vegar. Mið að er við bifreið sem er 1.100 kg að eigin þyngd og að eyðsla hennar sé 7,2 l/100 km sé hún dísilknúin en 9,6 l/100 km sé hún bensínknúin. Þar sem akstur leigubifreiða er ekki virðisaukaskattsskyldur leggst virðisaukaskattur ofan á olíugjald í kostnaðarferlum olíu gjalds. Almennt er greitt fast árgjald þungaskatts af leigubifreiðum, enda akstur þeirra yf irleitt meiri en 24 þús. km á ári. Sé akstur undir 24 þús. km á ári er hagstæðara að greiða samkvæmt ökumæli.


Mynd 5.    Árlegur þungaskattur og olíugjald, leigubifreið, 1,1 tonn, olíueyðsla 7,2 l/100 km með 10% frávikum.



REPRÓ



Mynd 6.    Bensíngjald og olíugjald, leigubifreið, 1,1, tonn, olíueyðsla 7,2 l/100 km, bensíneyðsla 9,6 l/100 km, með 10% frávikum.




REPRÓ























    Af mynd 5 má sjá að kostnaður við rekstur dísilbifreiðar er lægri í olíugjaldskerfi ef ekið er innan við 45 þús. km á ári. Á mynd 6 er borinn saman árlegur kostnaður bens ínbifreiðar annars vegar og dísilbifreiðar hins vegar miðað við fyrrgreindar forsendur um eyðslu. Tekið skal fram að í þessum samanburði er miðað við verð eldsneytis en ekki bara gjöldin á það. Eins og sjá má af myndinni er árlegur kostnaður dísilbifreiða ávallt lægri en bensínbifreiða. Í núverandi kerfi er hins vegar eldsneytiskostnaður bensínbif reiða lægri ef þeim er ekið innan við 30 þús. km á ári.

Sendibifreiðar.
    Á mynd 7 og 8 er sýnd gjaldbyrði sendibifreiða af tveimur stærðum, 1.500 og 2.500 kg að eigin þyngd. Þungaskattur er sýndur bæði fyrir stöðvarbíla og bíla sem ekki eru á stöð (og greitt er 30% lægra fast gjald). Olíugjald er reiknað án virðisaukaskatts og sem fyrr sýnt með 10% frávikum frá grunnforsendum um olíueyðslu sem eru 8 l/100 km fyr ir 1.500 kg bifreið og 11,5 l/100 km fyrir 2.500 kg bifreið.


Mynd 7.    Árlegur þungaskattur og olíugjald, sendibifreið, 1,5 tonn, olíueyðsla 8 l/100 km með 10% frávikum.



REPRÓ







Mynd 8.    Árlegur þungaskattur og olíugjald, sendibifreið, 2,5 tonn, olíueyðsla 11,5 l/100 km með 10% frávikum.




REPRÓ


    Á mynd 7 má sjá að gjaldbyrði 1.500 kg bifreiðar af olíugjaldi verður minni en af þungaskatti ef akstur er innan við 50 þús. km á ári. Sama gildir um 2.500 kg bifreið við rúmlega 40 þús. km akstur ári eða minna eins fram kemur á mynd 8.
    Á mynd 7 og 8 er einnig sýndur þungaskattur sem greiddur er af sendibifreiðum sem ekki eru gerðar út frá sendibifreiðastöð. Algengt er að ýmis fyrirtæki reki eigin sendi bifreiðar og í þeim tilvikum er ekki greitt 30% álag á fast árgjald. Í þessum tilvikum eru skurðpunktar olíugjaldsferils og þungaskattsferils við 40 þús. km akstur fyrir 1.500 kg bifreið en rúmlega 30 þús. km akstur fyrir 2.500 kg bifreið.
    Við samanburð á árlegum kostnaði dísilbifreiða og bensínbifreiða fást svipaðar nið urstöður og um leigubifreiðar.

Einkabifreiðar.
    Á mynd 9 er að lokum gerður samanburður á gjaldbyrði einkabifreiða. Tekið er dæmi af fólksbifreið að eigin þyngd 1.100 kg og gert ráð fyrir að hún eyði 7,2 l/100 km. Á myndinni er sýnt fast árgjald þungaskatts af slíkri bifreið, 122.686 kr., og þungaskattur samkvæmt mæli, 6,57 kr. á kílómetra fyrir fyrstu 25 þús. km, með 10% afslætti fyrir akst ur umfram það að 45 þús. km og 20% afslætti vegna aksturs yfir 45 þús. km.

Mynd 9.    Árlegur þungaskattur og olíugjald, einkabifreið, 1,1 tonn, olíueyðsla 7,2 l/100 km með 10% frávikum.


REPRÓ



    Myndin sýnir að olíugjaldið er ávallt lægra en þungaskattur samkvæmt mæli. Jafn framt má sjá að olíugjald er lægra en fast árgjald við akstur allt að 35 þús. km á ári mið að við að bifreiðin eyði 7,2 l/100 km. Ef reiknað er með 10% frávikum getur skurð punkturinn legið á bilinu 32–40 þús. km.
    Umfjöllunin hér að framan hefur leitt í ljós að miðað við algengan akstur mismun andi tegunda bifreiða verður gjaldbyrði af olíugjaldi yfirleitt áþekk eða lægri en gjald byrðin af þungaskatti. Þessi niðurstaða er fengin að gefnum ákveðnum forsendum um olíueyðslu sem fyrr segir. Taka verður fram að raunveruleg eyðsla margra dísilbifreiða, sem nú er ekið hér á landi, getur verið hærri en hér er miðað við. Hins vegar ber að leggja áherslu á að í olíugjaldskerfi er innbyggður hvati til að kaupa og reka sparneytn ari bifreiðar og ástunda sparneytni við akstur.
    Líklegt er að upptaka olíugjalds verði til þess að sparneytnar dísilbifreiðar verði ákjós anlegri valkostur en áður fyrir leigubifreiðar og einkabifreiðar í samanburði við bensín bifreiðar. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að enn er nokkur munur á kaupverði þessara bifreiða.

4. Meginatriði frumvarpsins.
    Frumvarpið skiptist í meginatriðum í eftirfarandi þætti: Gjaldskylda og upphæð gjalds, gjaldskyldir aðilar, undanþágur og endurgreiðslur, bókhald, uppgjör og innheimta og eft irlit og refsiábyrgð, auk lokaákvæða um gildistöku, brottfall laga o.fl.

4.1. Gjaldskyldusvið og upphæð olíugjalds.
    Í fyrsta kafla frumvarpsins er kveðið á um að olíugjald leggist á alla gas- og dísil olíu sem nothæf er sem eldsneyti á ökutæki. Gjaldskyldan er bundin við gasolíu sam kvæmt flokkun í tollskrá, sbr. tollskrárnúmer 2710.0060. Lagt er til að olíugjaldið verði 38,50 kr. á hvern lítra en gert er að ráð fyrir, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um ol íusölu, að það skili svipuðum tekjum til vegagerðar og núverandi þungaskattur.
    Lagt er til að líkt og gildir um bensíngjald verði heimilt að breyta upphæð olíugjalds í samræmi við breytingar á vísitölu byggingarkostnaðar.
    Samkvæmt frumvarpinu munu olíufélögin geta flutt inn olíu án greiðslu olíugjalds en verða að leggja gjaldið á við afhendingu frá birgðastöðvum sínum. Aðrir aðilar, sem hugsanlega flytja inn olíu, skulu greiða gjaldið við tollafgreiðslu.

4.2. Gjaldskyldir aðilar.
    Gjaldskylda samkvæmt frumvarpinu hvílir á framleiðendum og innflytjendum og í vissum tilvikum notendum olíu sem eiga birgðageymslur yfir 1.000 rúmmetra að stærð. Gert er ráð fyrir að gjaldskyldir aðilar verði skráðir hjá skattstjórum og er skráningin for senda fyrir innflutningi á olíu án greiðslu gjaldsins. Ef hér á landi hæfist framleiðsla eða aðvinnsla á gjaldskyldri olíu væri sú starfsemi skráningarskyld. Gert er ráð fyrir að olíu tankar, dælur og annar búnaður í birgðastöðvum skráðra aðila verði viðurkenndur af skatt stjóra. Með þessu geta skattyfirvöld tryggt að þeir einir hljóti skráningu sem hafa yfir að ráða nægilega öruggu birgða- og dreifingarkerfi.

4.3. Uppgjör og innheimta.
    Gert er ráð fyrir að uppgjörstímabil sé einn mánuður og gjalddagi fimmtán dögum síð ar. Gjaldskyldir aðilar skulu afhenda innheimtumanni ríkissjóðs skýrslu yfir magn gjald skyldrar olíu, þ.e. það magn sem afhent hefur verið úr viðurkenndum birgðastöðvum þeirra. Reglur um álag og dráttarvexti eru sambærilegar því sem gildir um virðisauka skatt.

4.4. Undanþágur og endurgreiðslur.

    Svo sem fram hefur komið er meginreglan sú að olíugjald er lagt á alla gas- og dísil olíu við afhendingu olíunnar frá gjaldskyldum aðilum. Til þess að olíugjald verði fyrst og fremst borið af þeim sem nú greiða þungaskatt er nauðsynlegt að setja reglur um und anþágur og endurgreiðslur. Helstu undanþágur og endurgreiðslur samkvæmt frumvarp inu eru þessar:

4.4.1. Undanþága vegna skipa og báta.
    Kaupskipaflotinn og öll stærri fiskiskip nota annaðhvort svartolíu eða olíu sem ekki er unnt að nota á bifreiðar. Sú olía fellur ekki undir gjaldskyldusvið frumvarpsins. Hins vegar er gjaldskyld olía notuð á minni skip og báta, þ.e. olía sem nothæf er á ökutæki, a.m.k. yfir sumartímann. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þessi olía verði undanþegin olíugjaldi þegar hún er afhent frá gjaldskyldum aðila beint í eldsneytisgeyma skipa eða báta. Þannig er að mestu komist hjá fjárbindingu sem eigendur skipa og báta yrðu ella fyrir.

4.4.2. Endurgreiðslur til virðisaukaskattsskyldra aðila.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að allir aðilar, sem reka virðisaukaskattsskylda starf semi og eru skráðir sem slíkir, geti fengið olíugjald endurgreitt af olíu sem keypt er til annarra nota en á skráningarskyld ökutæki, önnur en dráttarvélar. Réttur þessara aðila til endurgreiðslu nær einvörðungu til kostnaðar sem veitir frádráttarrétt samkvæmt lögum um virðisaukaskatt. Gert er ráð fyrir að endurgreiðsla fari fram í gegnum virðisauka skattskerfið jafnhliða uppgjöri á virðisaukaskatti. Rétt til þessara endurgreiðslna hafa:
     1.     Bændur.
     2.     Vinnuvélaeigendur.
     3.     Iðnfyrirtæki.
     4.     Orkuveitur.
     5.     Eigendur skipa og báta sem ekki fá undanþágu.
     6.     Bakarar.
     7.     Aðrir sem nota dísilolíu í rekstri sínum, t.d. til kyndingar á atvinnuhúsnæði eða rekst urs varaaflstöðvar.

4.4.3. Sérstakar endurgreiðsluheimildir.
    Auk endurgreiðslna gegnum virðisaukaskattskerfið er lagt til að fjármálaráðherra hafi heimild til að endurgreiða tilteknum aðilum olíugjald samkvæmt sérstökum reglum. Þannig verði heimilt að endurgreiða eigendum almenningsvagna og sérleyfishöfum olíu gjald. Jafnframt er heimilt að endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis sem kynt er með dísilolíu olíugjald samkvæmt stöðluðum reglum. Enn fremur er gert ráð fyrir því að heim ilt verði að endurgreiða olíugjald af olíu til hitunar sundlauga og af olíunotkun skemmti báta.

4.5. Bókhald og eftirlit.
    Þar sem eftirlit í olíugjaldskerfi byggist á því að fylgjast með notkun á gjaldfrjálsri olíu er mjög mikilvægt að gerðar séu strangar kröfur til skráningar upplýsinga um kaup og notkun olíunnar, svo og til forms sölureikninga og um allan frágang endurgreiðslu beiðna. Sérstaklega er mikilvægt að haldið sé nákvæmt notkunarbókhald þegar aðili á og notar jöfnum höndum skráningarskyld ökutæki sem eiga að bera gjaldið og vélar og tæki sem ekki eiga að bera það. Í frumvarpinu er kveðið á um þessa skyldu og ráðherra veitt heimild til að setja nánari reglur þar um.

4.6. Viðurlög og refsiákvæði.
    Ákvæði um viðurlög og refsingar eru hliðstæð ákvæðum í lögum um virðisaukaskatt en að auki eru sérstök ákvæði í þessum lögum. Í fyrsta lagi getur skattstjóri afturkallað skráningu aðila ef skýrslu er ekki skilað eða olíugjald ekki greitt innan tilskilins frests. Í öðru lagi er kveðið á um lágmarksrefsingar ef aðili skýrir af ásetningi eða stórkost legu gáleysi rangt eða villandi frá þannig að áhrif hafi á gjaldskil. Hér er um að ræða ný mæli í íslenskri skattalöggjöf enda þykir ástæða til að setja ströng refsiákvæði í lög þessi. Í þriðja lagi hefur skattstjóri heimild til að hafna endurgreiðslu eða frádrætti olíugjalds fyrir viðkomandi tímabil ef í ljós kemur við eftirlit að gjaldandi vanrækir að halda full nægjandi bókhald.

4.7. Ýmis ákvæði.
    Um atriði, sem ekki er sérstaklega kveðið á um í þessu frumvarpi, er lagt til að ákvæði virðisaukaskattslaga og tollalaga gildi eftir því sem við getur átt.
    Gert er ráð fyrir að innheimtar tekjur af olíugjaldi renni til Vegagerðarinnar. Þó er gert ráð fyrir að 1% teknanna renni í ríkissjóð til að standa straum af kostnaði við fram kvæmd laganna.
    Fjármálaráðherra getur samkvæmt frumvarpinu sett nánari reglur eða gefið sérstök fyr irmæli um ýmis atriði sem ekki þykir heppilegt að útfæra nákvæmlega í lagatextanum.
    Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. júlí 1995 og frá sama tíma falli úr gildi lög nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar. Í bráðabirgðaákvæði er kveðið á um endanlegan álestur og skil þungaskatts. Þá er einnig kveðið á um að þeir sem eiga olíubirgðir 1. júlí 1995 skuli greiða olíugjald af þeim birgðum.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í 1. mgr. er gjaldstofn olíugjalds afmarkaður en samkvæmt henni leggst olíugjald á gas- og dísilolíu í tollskrárnúmeri 2710.0060. Eins og lýst er hér að framan er gert ráð fyrir að olíugjaldið leggist fyrst og fremst á olíu til nota á ökutæki og er gjaldstofninn því afmarkaður við þá olíu sem nothæf er sem eldsneyti á ökutæki.
    Í 2. mgr. er tekið fram að blandað eldsneyti, sem inniheldur gjaldskylda olíu skv. 1. mgr., sé gjaldskylt með sama hætti.
    Í 3. og 4. mgr. er kveðið á um fjárhæð olíugjalds og heimild til að breyta fjárhæð olíu gjaldsins í samræmi við breytingar á vísitölu byggingarkostnaðar. Sambærilegt ákvæði er í lögum um vörugjald af bensíni, sbr. 16. gr. laga nr. 29/1993, og sama gildir um þungaskatt, sbr. 6. gr. laga nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar.

Um 2. gr.


    Í þessari grein er kveðið á um það hvenær olíugjald leggst á gjaldskylda olíu. Meg inreglan er sú sem kemur fram í 1. mgr. að gjaldið leggst á innflutta olíu við tollaf greiðslu. Ef um innlenda framleiðslu er að ræða eða aðvinnslu er miðað við afhendingu frá framleiðanda eða vinnsluaðila. Greiðsla olíugjalds við tollafgreiðslu af innfluttri olíu mun þó í raun ekki eiga við nema í fáum tilvikum þar sem innflutningur fellur að stærst um hluta undir ákvæði 2. mgr. þessarar greinar.
    Í 2. mgr. er ákvæði um að gjaldskyldir aðilar hafi heimild til að flytja inn olíu án greiðslu olíugjalds. Sama gildir um olíu sem þeir fá afhenta frá öðrum gjaldskyldum að ila. Markmið þessa ákvæðis er að koma í veg fyrir fjárbindingu í birgðum innflytjenda sem stunda innflutning í atvinnuskyni. Til þess að ákvæði þetta eigi við þurfa tvö skil yrði að vera uppfyllt, annars vegar að aðili hafi hlotið skráningu skv. 3. gr. og hins veg ar að sá búnaður sem hann notar til að geyma og meðhöndla olíuna hafi verið viður kenndur af skattstjóra, sbr. 4. gr.

Um 3. gr.


    Í 1. mgr. eru ákvæði um það hverjum beri að standa skil á olíugjaldinu, þ.e. verða gjaldskyldir samkvæmt lögunum. Skv. 1. tölul. eru þeir gjaldskyldir sem framleiða eða stunda aðvinnslu olíu og skv. 2. tölul. eru þeir gjaldskyldir sem eiga birgðir, selja eða nota olíu enda hafi þeir yfir að ráða birgðageymslum sem samanlagt rúma yfir 1.000 rúmmetra af gjaldskyldri olíu. Ákvæði þessa töluliðar mun fyrst og fremst eiga við um olíufélögin í landinu sem öll hafa yfir að ráða mun meira birgðarými en hér er kveðið á um. Aðrir aðilar, sem eiga birgðageymslur sem eru yfir 1.000 rúmmetrar að stærð, geta einnig fallið undir ákvæði þessa töluliðar, t.d. fyrirtæki sem nota mikla olíu.
    Í 2. mgr. eru ákvæði um að aðilar, sem gjaldskyldir eru skv. 1. mgr., skuli ótilkvadd ir senda tilkynningu um starfsemi sína til skattstjóra í því umdæmi þar sem þeir eru heim ilisfastir og enn fremur, ef nýir aðilar hefja starfsemi, skuli þeir tilkynna um það áður en starfsemin hefst.
    Í 3. mgr. er getið þeirra upplýsinga sem þurfa að koma fram í tilkynningu skv. 2. mgr.
    Í 4. mgr. er ákvæði um að skattstjóri geti hafnað skráningu aðila sem ekki fullnæg ir skilyrðum þessarar greinar, 4. gr. eða annarra ákvæða laganna. Þar sem skráning gjald skyldra aðila er forsenda þess að olíugjaldið sé ekki lagt á olíuna fyrr en hún er færð úr birgðastöð er nauðsynlegt að hafa eftirlit með því á þessu stigi hvort öll skilyrði skrán ingar séu fyrir hendi. Skattstjórar munu fyrst og fremst kanna hvort um sé að ræða þá að ila sem skilgreindir eru í 1. mgr. og hvort búnaður í birgðastöð, sem þeir nota til geymslu og annarrar meðhöndlunar olíunnar, sé í samræmi við ákvæði 4. gr.

Um 4. gr.


    Í 1. mgr. þessarar greinar eru ákvæði um að skattstjóri skuli viðurkenna þann búnað sem gjaldskyldir aðilar nota til að geyma gjaldskylda olíu sem olíugjaldið hefur enn ekki verið greitt af, bæði olíugeyma, dælur og annan búnað. Viðurkenningu skattstjóra fyrir notkun búnaðar er ætlað að tryggja eftirlit með löglegri dreifingu gjaldskyldrar olíu.     
    Í 2. mgr. er skattyfirvöldum veitt heimild til að afturkalla fyrirvaralaust bæði skrán ingu gjaldskyldra aðila skv. 3. gr. og heimild fyrir notkun búnaðar ef í ljós kemur að notkunin er með þeim hætti að eftirliti verði ekki komið við. Afturköllun hefur fyrst og fremst þau áhrif að greiða þarf olíugjaldið þegar við tollafgreiðslu ef um innflutning er að ræða. Með skattyfirvöldum í 2. mgr. er eftir atvikum átt við skattstjóra, eða ríkis skattstjóra, eftir því hvar rannsókn máls er til meðferðar.
    Í 3. mgr. eru tekin af öll tvímæli um það að búnaður til notkunar við smásölu getur ekki fengið viðurkenningu, t.d. búnaður á bensínstöðvum. Þetta þarf að liggja fyrir vegna þess að úttekt úr birgðastöð er gjaldskyld og því mikilvægt að ljóst sé hvar mörk gjald skyldu liggja.
    

Um 5. gr.


    Í þessari grein er kveðið á um að olía til skipa og báta sé undanþegin olíugjaldi ef nánar greind skilyrði eru fyrir hendi. Hér er að finna einu undanþágu olíugjalds til olíu notenda við sölu, sbr. hins vegar heimild til endurgreiðslu olíugjalds í 6. og 7. gr. Áætl að er að gasolíunotkun skipa og báta sé verulegur hluti olíunotkunar í landinu og því er með undanþágu komið í veg fyrir mikla fjárbindingu í olíugjaldi sem yrði ef endurgreiða ætti olíugjald á síðari stigum. Skilyrði þess að olía sé undanþegin olíugjaldi er sú að olían sé afhent frá gjaldskyldum aðila milliliðalaust í eldsneytisgeymi um borð í skipi eða báti. Þannig er gert ráð fyrir því að olía sé afhent frá birgðastöð olíuinnflytjenda og hafi ekki viðkomu í dælu eða geymi í landi sem aðrir en þeir sem undanþágan nær til hafi að gang að. Þetta er nauðsynlegt til að draga úr hættu á misnotkun undanþágu samkvæmt þessari grein og auðvelda eftirlit. Ætíð er hætt við að undanþágur frá gjaldskyldu séu mis notaðar og er því nauðsynlegt að hafa þær sem fæstar. Varðandi undanþágur frá olíu gjaldi er ljóst að eftirlit getur verið vandasamt og er því lagt til að viðurlög við brotum á lögum þessum verði ströng, sbr. 18. gr. laganna. Undanþága samkvæmt þessari grein nær einvörðungu til olíunotkunar skipa og báta í atvinnurekstri, en á bæði við um virð isaukaskattskyldan rekstur og annan atvinnurekstur, t.d. rekstur fólksflutningaferja.
    Í 2. mgr. er ráðherra veitt heimild til að setja í reglugerð nánari skilyrði fyrir undan þágu samkvæmt þessari grein og reglur um gerð og búnað eldsneytisgeyma. Nauðsyn legt þykir að hafa sérstaka reglugerðarheimild tengda þessari undanþágu þar sem fram kvæmd þarf að vera þannig að bæði sé tryggt að öll olía sem undanþegin er olíugjaldi fari um borð í skip og báta og enn fremur að ekki sé hætta á að henni sé skipað í land eft ir afhendingu. Hér sem annar staðar í lögunum er með ráðherra átt við fjármálaráðherra nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Um 6. gr.


    Í þessari grein er kveðið á um endurgreiðslu olíugjalds til aðila sem eru skattskyld ir samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Samkvæmt greininni er olíugjald ið endurgreitt af nær allri olíunotkun aðila í atvinnurekstri, annarri en olíunotkun öku tækja annarra en dráttarvéla, sbr. 3. mgr. greinarinnar. Ákvæði þessarar greinar taka m.a. til olíunotkunar í búrekstri, í iðnfyrirtækjum, og á vinnuvélar sem ekki eru jafnframt skráningarskyld ökutæki. Enn fremur tekur endurgreiðsluheimild þessi til olíunotkunar um borð í skipum og bátum þegar olía hefur ekki verið afhent gjaldfrjáls skv. 5. gr., t.d. ef skilyrðið um milliliðalausan flutning í eldsneytisgeymi er ekki uppfyllt.
    Í 2. mgr. eru ákvæði um uppgjör endurgreiðslu skv. 1. mgr. Uppgjör endurgreiðslu verður með sambærilegum hætti og nú gildir um innskatt skattskyldra aðila, þ.e. að greitt olíugjald á hverju uppgjörstímabili virðisaukaskatts verði dregið frá greiðslu útskatts á sama hátt og innskattur. Gera þarf smávægilegar breytingar á formi virðisaukaskatts skýrslna vegna þessa. Ef samanlagður innskattur og olíugjald er hærra en útskattur á tíma bilinu er mismunurinn endurgreiddur en annars kemur olíugjaldið til frádráttar greiðslu útskatts á tímabilinu. Í lokamálslið 2. mgr. kemur fram að fjárhæð olíugjalds sem fært er á virðisaukaskattskýrslur skuli byggja á sölureikningi og bókhaldi skv. 9. gr. en eins og rakið er með athugasemdum með 9. gr. er forsenda eftirlits af hálfu skattyfirvalda með endurgreiðslum samkvæmt þessari grein sú að ávallt megi rekja í bókhaldi aðila bæði olíuinnkaup og olíunotkun.
    Í 3. mgr. er fjármálaráðherra veitt heimild til að ákveða aðrar reglur um endurgreiðsl ur til bænda en kveðið er á um í 1. og 2. mgr. Gert er ráð fyrir að þessar reglur byggi ekki á raunverulegri notkun í hverju einstöku tilviki heldur verði í reglugerð settar al mennar og staðlaðar reglur, byggðar á reynslu um olíunotkun bænda og skiptingu milli gjaldskyldrar og gjaldfrjálsrar notkunar. Í síðari málslið 3. mgr. er jafnframt heimild til að víkja frá því skilyrði fyrir endurgreiðslu að aðilar haldi skrár eða bókhald yfir olíu notkun. Með ákvæði þessu er opnuð leið til að einfalda framkvæmd laganna að því leyti sem hún snýr að bændum.
    Í 4. mgr. er tekið fram að olíugjald vegna olíunotkunar á skráningarskyld ökutæki, önnur en dráttarvélar, sé ekki endurgreitt. Um undanþágu vegna olíunotkunar sérleyfis hafa og almenningsvagna er heimild í 7. gr. en um aðrar undanþágur er ekki að ræða varðandi ökutæki.

Um 7. gr.


    Með þessari grein er ráðherra veitt heimild til að setja reglugerð um endurgreiðslu olíugjalds af olíu til tiltekinna nota. Greinin tekur til olíunotkunar þeirra sem ekki stunda virðisaukaskattsskylda starfsemi og falla þess vegna ekki undir endurgreiðsluheimild 1. mgr. 6. gr. Endurgreiðsla samkvæmt þessari grein þarf ekki nauðsynlega að byggja á raunverulegri notkun í einstökum tilvikum. Þess í stað er gert ráð fyrir að í reglugerð verði hægt að kveða á um almennar reglur um endurgreiðslu sem byggja m.a. á viðmið unum um meðalnotkun olíu til þeirra nota sem undanþága nær til. Þetta er nauðsynlegt í þeim tilvikum sem ógerningur er að hafa eftirlit með raunverulegri notkun eða mikl um erfiðleikum er bundið að koma því við.
    Í 1. tölul. 1. mgr. er kveðið á um heimild til endurgreiðslu olíugjalds af olíu til sér leyfishafa og almenningsvagna. Gert er ráð fyrir að endurgreiðslur smkvæmt þessum tölu lið verði sambærilegar afslætti sem þessir aðilar njóta í núverandi þungaskattskerfi. Í síð ari málslið er kveðið á um að haft skuli samráð við samgönguráðherra við setningu reglna.
    Samkvæmt 2. tölul. er heimilt að endurgreiða olíugjald af olíu sem notuð er til hús hitunar. Undanþága þessi getur bæði átt við um íbúðarhúsnæði og húsnæði til annarra nota, t.d. húsnæði í eigu sveitarfélaga og ríkisins. Hins vegar er olíugjald af olíu til notk unar við hitun atvinnuhúsnæðis endurgreitt skv.1. mgr. 6. gr. ef hitun þess er hluti af starfsemi sem er skattskyld samkvæmt lögum um virðisaukaksatt. Notkun olíu til hús hitunar er nú hverfandi lítil og spár gera ráð fyrir að hún verði enn minni á komandi árum. Í síðari málslið er, með sama hætti og í 1. tölul., kveðið á um samráð við fagráð herra við setningu endurgreiðslureglna.
    Í 3. tölul. er heimild til endurgreiðslu olíugjalds af olíu sem notuð er til hitunar al menningssundlauga. Olíugjald af olíu til þessara nota hefði mikil áhrif á rekstur sund lauga og þykir því rétt að hafa heimild til endurgreiðslu olíugjalds í þessu tilviki.
    Í 4. tölul. er heimild til að endurgreiða olíugjald af olíu til nota á skip og báta sem ekki er undanþegin olíugjaldi skv. 5. gr. eða endurgreitt olíugjald af skv. 6. gr. Hér er fyrst og fremst um að ræða skemmtibáta sem ekki eru notaðir í atvinnurekstri. Að auki kunna aðilar í atvinnurekstri, sem ekki eru skattskyldir samkvæmt lögum um virðisauka skatt og ekki uppfylla skilyrði 5. gr. til að fá afhenta olíu án olíugjalds, að falla undir endurgreiðsluheimild þessa töluliðar.

Um 8. gr.


     Í þessari grein eru almenn ákvæði um bókhald og útgáfu sölureikninga aðila sem flytja inn, framleiða eða stunda aðvinnslu gjaldskyldrar olíu.
    Í 1. mgr. eru ákvæði sem lúta að bókhaldi aðila sem framleiða eða stunda aðvinnslu olíu hér á landi. Gerð er krafa um að þessir aðilar haldi aðgreindum í bókhaldi sínu kaup um á olíu til framleiðslu og aðvinnslu, olíu til annarra nota og olíu sem er seld eða af hent með öðrum hætti. Enn fremur er í 1. mgr. ákvæði um bókhald yfir kaup aðila á annarri gjaldskyldri olíu en þeirri sem notuð er til framleiðslu eða aðvinnslu, eigin notk un slíkar olíu og afhendingu.
    Í 2. mgr. er ákvæði um bókhald skráðra aðila, annarra en þeirra sem stunda fram leiðslu eða aðvinnslu gjaldskyldrar olíu, þ.e. olíuinnflytjenda. Gerð er krafa um að bók hald þeirra sé með þeim hætti að þar megi sjá öll olíuinnkaup, afhendingu og eigin not olíunnar.
    Í 3. og 4. mgr. eru ákvæði um útgáfu sölureikninga og hvað koma skuli fram á reikn ingunum. Ákvæði 3. mgr. á við um alla afhendingu olíu hvort sem olíugjald er lagt á eða olía afhent án olíugjalds á grundvelli undanþágu frá gjaldskyldu samkvæmt ákvæðum þessara laga.

Um 9. gr.


    Í þessari grein eru ákvæði um bókhald og skrár yfir olíukaup og notkun þeirra olíu notenda sem annaðhvort eru undanþegnir olíugjaldi skv. 5. gr. eða hafa heimild til end urgreiðslu gjaldsins skv. 6. gr. Þessum aðilum er gert að halda nákvæmt bókhald, bæði um olíuinnkaup og olíunotkun og annað sem máli skiptir varðandi sönnun fyrir réttmæti undanþágu eða endurgreiðslu. Eins og áður hefur komið fram verða endurgreiðslur grund vallaðar á slíkum gögnum enda í mörgum tilfellum um að ræða blönduð not og ekki unnt að byggja endurgreiðslur á reikningum einum saman eða öðrum upplýsingum um olíu sem afhent hefur verið kaupanda. Hér er átt við aðila sem fá afhenta á eigin tanka olíu sem þeir nota jöfnum höndum til gjaldskyldra og gjaldfrjálsra nota, svo sem eigendur vinnu véla í byggingariðnaði og í búrekstri. Því verður að gera kröfu um að aðilar, sem óska eftir endurgreiðslum, svo og þeir sem fá olíu afhenta án gjalds, geri skattyfirvöldum grein fyrir notkun olíunnar. Með öðrum hætti geta skattyfirvöld ekki haft eftirlit með því að olía, sem ætluð er til gjaldfrjálsrar notkunar, sé í raun notuð þannig.
    Varðandi þá sem stunda búrekstur er þó heimild til að víkja frá skilyrði um notkun arbókhald verði heimild 3. mgr. 6. gr. notuð til að setja almennar reglur um endur greiðslu olíugjalds sem byggja ekki á raunverulegri notkun hvers og eins.
    Samkvæmt lokamálslið 1. mgr. má skylda aðila, sem njóta undanþágu eða endur greiðslu olíugjalds, til að gera grein fyrir notkun gjaldskyldrar olíu á ökutæki. Þessi heim ild er mikilvæg í fyrrnefndum tilvikum þegar olía er afhent á tanka kaupenda sem hafa með höndum blönduð not.
    Gert er ráð fyrir að prentuð verði sérstök eyðublöð og gefnar út leiðbeiningar um skráningu notkunar sem bókhald og endurgreiðslur byggjast á.
    Í 2. mgr. kemur fram að vanræki aðili að færa fullnægjandi bókhald skv. 1. mgr. falli niður réttur hans til endurgreiðslu eða niðurfellingar olíugjalds fyrir það tímabil sem bók hald er ófullnægjandi. Slík vanræksla telst hafa átt sér stað t.d. ef fram kemur við eftir lit skattyfirvalda að skráningu, sem endurgreiðslur eru byggðar á, hefur ekki verið sinnt eða öðru því bókhaldi sem gerð er krafa um. Ekki er gert ráð fyrir að hægt sé að bæta úr meiri háttar ágöllum eftir á, enda eiga viðkomandi bókhaldsupplýsingar sem fyrr segir að vera grundvöllur endurgreiðslubeiðna.
    Í 15. gr. eru ákvæði um málsmeðferð í þeim tilvikum sem olíugjald hefur verið end urgreitt eða olía afhent án greiðslu gjaldsins án þess að fullnægjandi bókhald hafi legið fyrir. Ber þá að krefja um greiðslu olíugjalds af olíu sem afhent hefur verið gjaldfrjáls eða ofgreiddrar endurgreiðslu ásamt því að viðurlögum er beitt.

Um 10. gr.


    Í þessari grein og þeirri næstu er að finna nánari afmörkun á því af hvaða magni olíu greiða skal olíugjald á hverju uppgjörstímabili. Meginreglan kemur fram í 1. mgr. þar sem segir að greiða skulu olíugjald fyrir hvert uppgjörstímabil miðað við það magn olíu sem hefur verið afhent á tímabilinu úr viðurkenndum birgðastöðum gjaldskyldra aðila. Sam kvæmt þessari grein leggst olíugjald á olíu sem afhent er beint frá birgðastöð til kaup anda eða notanda þegar sú afhending fer fram eða þegar olía er afhent frá birgðastöð til smásala. Um skilgreiningu á birgðastöð vísast til athugasemda um 4. gr.
    Í 2. mgr. eru sérákvæði sem eiga við um gjaldskylda aðila sem ekki eru seljendur eða framleiðendur olíu, heldur kaupa olíu fyrst og fremst til eigin nota. Gert er ráð fyrir að þeir greiði olíugjald miðað við það magn sem notað hefur verið á uppgjörstímabilinu.

Um 11. gr.


    Í greininni eru nánari ákvæði um hvað telst vera gjaldskylt magn skv. 10. gr. Talið er upp í fjórum liðum í hvaða tilvikum afhent magn teljist ekki vera gjaldskylt þrátt fyrir ákvæði 10. gr. Í fyrstu tveimur töluliðunum er fjallað um olíunotkun sem leiðir af öðr um ákvæðum laganna að er gjaldfrjáls en í hinum síðari tveimur eru sjálfstæðar undan þáguheimildir.
    Samkvæmt 1. og 2. tölul. greinarinnar má draga það magn olíu sem afhent er öðrum gjaldskyldum aðila eða er undanþegið olíugjaldi skv. 5. gr. frá því magni sem greiða á olíugjald af á tímabilinu. Með þessum undanþágum er komið í veg fyrir að olíugjald legg ist á olíu þótt hún sé flutt milli birðastöðva gjaldskyldra aðila og olíu sem undanþegin er olíugjaldi.
    Í 3. tölul. er heimild til að draga frá olíu sem flutt er úr landi. Þótt það komi ekki beinum orðum fram í upphafsákvæði laganna er markmið þeirra að leggja olíugjald ein vörðungu á notkun innan lands, eins og almennt gildir um skattlagningu vara. Því er tek ið fram í þessari grein að draga megi frá greiðslu olíugjalds olíu sem flutt er úr landi.
    Í 4. tölul. er heimild til að draga frá magn olíu sem sannanlega hefur farið forgörð um vegna rýrnunar af ástæðum sem taldar eru upp í töluliðnum eða af öðrum sambæri legum ástæðum. Sönnunarbyrði vegna rýrnunar hvílir á greiðanda olíugjaldsins en það er háð mati skattyfirvalda hvenær nægilega telst sýnt fram á að slík rýrnun hafi átt sér stað. Þessi heimild á einungis við þegar rýrnun á sér stað eftir að olía er afhent frá birgða stöð en olíurýrnun innan birgðastöðvar myndar ekki gjaldstofn olíugjalds þar sem álagn ingin fer ekki fram fyrr en við afhendingu úr birgðastöð.
    

Um 12. gr.


    Í 1. mgr. er kveðið á um uppgjörstímabil olíugjalds, gjalddaga og skyldu gjaldskylds aðila til að standa skil á olíugjaldi ásamt olíugjaldsskýrslu. Hvert uppgjörstímabil er einn mánuður og gjalddagi 15 dögum síðar.
    Í 2. mgr. eru ákvæði um heimild skattstjóra til að rannsaka olíugjaldsskýrslur og leið rétta þær og áætla greiðslu olíugjalds ef skýrslu er ekki skilað eða innan tilskilins tíma, engin skýrsla send eða ef skýrslu eða fylgigögnum er ábótavant. Ákvæði 2. mgr. eru sam bærileg ákvæðum í 25. gr. laga nr. 50/1987.
    Í 3. mgr. er kveðið á um að skattstjóri skuli afturkalla skráningu gjaldskylds aðila, sbr. 3. gr., ef olíugjaldsskýrslu er ekki skilað á réttum tíma eða olíugjald ekki greitt, þar til úr því hefur verið bætt. Gjaldskyldir aðilar, sem ekki hafa skráningu skv. 3. gr., hafa ekki heimild til að flytja inn eða fá afhenta olíu án greiðslu gjalds og yrðu því, ef úrræði þessu yrði beitt, að greiða olíugjaldið þegar við tollafgreiðslu innfluttrar olíu eða við móttöku ef olía er keypt af innlendum aðila.
    

Um 13. gr.


    Í þessari grein eru ákvæði um álag á vangreitt olíugjald. Ákvæði þetta er samhljóða ákvæðum 1. til 3. mgr. 27. gr. laga nr. 50/1987, um virðisaukaskatt, þó þannig að álag ið er 1% af vangreiddri fjárhæð og aldrei hærra en 10%, en sambærileg hlutföll í 2. mgr. 27. gr. virðisaukaskattslaganna eru 2 og 20%. Er þetta í samræmi við efni frumvarps um breytingar á lögum um virðisaukaskatt, þar sem gert er ráð fyrir að álag samkvæmt þeim lögum verði lækkað sem þessu nemur.
    

Um 14. gr.


    Í greininni er kveðið á um greiðslu dráttarvaxta sé olíugjald ekki greitt á tilskyldum tíma. Greinin þarfnast ekki skýringa. Dráttarvextir eru þeir sömu og Seðlabanki Íslands ákveður á hverjum tíma, sbr. 10. gr. laga nr. 25/1987.     


Um 15. gr.


    Í greininni eru ákvæði um það hvernær skattstjóri getur hafnað endurgreiðslu eða frá drætti á virðisaukaskattsskýrslu. Jafnframt eru ákvæði um heimild til að endurkrefja um þá fjárhæð sem þegar hefur verið endurgreidd eða nýtt til frádráttar vegna olíukaupa.



Um 16. gr.


    Í greininni er kveðið á um kæruheimild þeirra sem ekki vilja sætta sig við ákvarðan ir skattstjóra. Grein þessi er að mestu samhljóða 1. mgr. 29. gr. laga um virðisaukaskatt og gilda aðrar málsgreinar þeirrar greinar að öðru leyti um kærur vegna olíugjalds, sbr. og athugasemdir um 19. gr.

Um 17. gr.


    Greinin hefur að geyma ákvæði um upplýsingaskyldu innflytjenda, framleiðenda og kaupenda gagnvart skattyfirvöldum. Greinin er að mestu samhljóða 38. gr. laga um virð isaukaskatt og þarfnast ekki nánari skýringar.


Um 18. gr.


    Greinin, sem hefur að geyma refsiákvæði, er að mestu samhljóða 40. gr. laga um virð isaukaskatt. Þó er í síðari málslið 1. mgr. kveðið á um sektarlágmark þegar sönnuð eru undanskot, þannig að sekt skal aldrei nema lægri fjárhæð en fjórfaldri þeirri fjárhæð sem vanrækt var að greiða eða ofgreidd var endurgreiðsla á.

Um 19. gr.


    Í þessari grein er almenn tilvísun í lög nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sem skulu al mennt gilda um olíugjald, eftir því sem við á. Sérákvæði tollalaganna, nr. 50/1987, gilda hins vegar um þau atriði er lúta að álagningu og innheimtu olíugjalds við tollafgreiðslu ef hvorki eru ákvæði í þessum lögum né lögum um virðisaukaskatt sem eiga við, sbr. 2. mgr. ákvæðisins.


Um 20. gr.


    Í þessari grein kemur fram að tekjur af olíugjaldi séu markaður tekjustofn Vegagerð arinnar með sama hætti og verið hefur um þungaskatt. Með innheimtum tekjum er átt við nettótekjur, þ.e. innheimt vörugjald að frádregnum endurgreiðslum samkvæmt ákvæð um laganna. Í síðari málslið greinarinnar er ákvæði um að frá tekjustofni Vegagerðar innar dragist 1% sem renni í ríkissjóð til að standa straum af framkvæmd laga þessara. Ákvæði þetta er eðlilegt í ljósi þess að framkvæmd og eftirlit olíugjaldskerfisins verð ur alfarið í höndum skattsjóra en hins vegar fellur niður eftirlit með ökumælum sem Vegagerðin hefur að hluta sinnt.

Um 21. gr.


    Í þessari grein er kveðið á um heimild fjármálaráðherra til að setja með reglugerð eða öðrum fyrirmælum nánari reglur um framkvæmd þessara laga.

Um 22. gr.


    Greinin hefur að geyma ákvæði um gildistöku og lagaskil. Í greininni er lagt til að frumvarpið öðlist gildi 1. júlí 1995 og gert er ráð fyrir að ákvæði laga nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, gildi um þungaskatt sem lagður verður á fram til 1. júlí, bæði hvað varðar álestur mæla fyrir þann tíma og innheimtu, viðurlög, dráttarvexti og annað sem lýtur að innheimtu skattsins sem fram fer eftir 1. júlí 1995. Er þetta í samræmi við almennar lagaskilareglur.

Um ákvæði til bráðabirgða I.


    Í þessu ákvæði eru sérreglur um síðasta gjaldatímabil þungaskatts og er sú leið val in hér að lengja það tímabil sem samkvæmt núgildandi lögum ætti að ljúka 10. júní 1995 fram að gildistökudegi þessara laga. Jafnframt er álestrartímabil stytt úr 20 dögum í 10 og gjalddagi á síðasta þungaskattstímabilinu færður til 11. júlí og eindagi til 31. ágúst 1995.

Um ákvæði til bráðabirgða II.


    Í þessu ákvæði er kveðið á um álagningu olíugjalds á olíubirgðir sem til eru í land inu við gildistöku laganna. Í 1. mgr. eru ákvæði um olíugjald af birgðum þeirra sem eru gjaldskyldir skv. 3. gr. Þessum aðilum er gert að skila upplýsingum um eigin birgðir bæði innan og utan birgðastöðva. Um olíugjald af birgðum sem enn eru í birgðastöðvum 1. júlí 1995 fer samkvæmt almennum reglum laganna en birgðir, sem afhentar hafa verið úr birgðastöð fyrir 1. júlí, skal greiða af olíugjald við lok fyrsta uppgjörstímabils laganna.
    Í 2. mgr. eru ákvæði um birgðir í eigu annarra en þeirra sem fjallað er um í 1. mgr. Hér getur bæði verið um að ræða einstaklinga og fyrirtæki. Samkvæmt ákvæðinu hvíl ir sú skylda á þessum aðilum að upplýsa skattstjóra um magn birgða og greiða af þeim olíugjald ef birgðirnar eru meiri en 1.500 lítrar. Gjalddagi olíugjalds samkvæmt þessari málsgrein er 15. ágúst 1995.



Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um vörugjald af olíu.


    Frumvarpið er í meginatriðum byggt á tillögum starfshóps sem unnið hefur að mál inu undanfarin tvö ár.
    Frumvarpið, verði það að lögum, mun hafa þau áhrif að árlegur rekstrarkostnaður lækkar nokkuð frá því sem er í núverandi þungaskattskerfi. Felst sú lækkun í minni álagn ingar- og innheimtukostnaði, enda greiðist olíugjaldið jafnóðum í gegnum olíukaup í stað þess að vera lagt sérstaklega á hvern eiganda dísilbifreiðar, en þeir eru nálægt 15.000 tals ins.
    Rekstrarkostnaður í þungaskattskerfinu er talinn vera um 70 m.kr. Beinn kostnaður við álestra, álagningu og innheimtu er um 18 m.kr. en auk hans er áætlað að um 14 ársverk séu notuð til álagningar og innheimtu þungaskatts hjá innheimtuaðilum ríkissjóðs sem kosti 42 m.kr. á ári. Eftirliti með ökumælum er nú sinnt af Vegagerðinni. Áætlað er að þar sparist um þrjú ársverk ásamt hluta af rekstrarkostnaði bifreiðar eða nálægt 10 m.kr. ef þungaskattur legðist af.
    Í olíugjaldskerfi verður rekstrarkostnaður vegna álagningar og innheimtu miklum mun minni en í þungaskattskerfinu. Reiknað er með 3–4 ársverkum til umsýslu við innheimtu og endurgreiðslur olíugjalds. Hins vegar er nauðsynlegt að auka mannafla við eftirlit sem skattstjórar landsins munu hafa með höndum og er áætlað að til þess þurfi 10–11 árs verk. Alls er því áætlað að þörf sé á 13–15 ársverkum til framkvæmdar kerfisins og launakostnaður vegna þessa verði samkvæmt þessu um 40–45 m.kr. Áætlað er að ann ar kostnaður, svo sem vegna reksturs tölvukerfa og prentunar ýmissa gagna, verði 2–3 m.kr.
    Að öllu samanlögðu er árlegur rekstrarkostnaður í olíugjaldskerfi áætlaður á bilinu 42–48 m.kr. samanborið við 70 m.kr. í þungaskattskerfinu. Þá ber að nefna að kostnað ur þungaskattsgreiðenda vegna kaupa og viðhalds á ökumælum fellur niður en söluverð á nýjum mæli er um 30.000 kr.
    Áætlað er að stofnkostnaður við breytinguna vegna hugbúnaðargerðar, kynningar o.fl. verði 10–14 m.kr.
    Gert er ráð fyrir að innheimt olíugjald verði um 4.700 m.kr. á ári. Þegar endurgreiðsl ur og 1% vegna rekstrarkostnaðar hafa verið dregin frá er áætlað að tekjur til vegagerð ar samkvæmt frumvarpinu verði svipaðar og nú eru innheimtar með þungaskatti, eða u.þ.b. 2.100 m.kr. á ári.

Ýmis ákvæði.