Ferill 126. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 126 . mál.


795. Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um grunnskóla.

Frá meiri hluta menntamálanefndar.



    Menntamálanefnd hefur komið saman til fundar um frumvarp til laga um grunnskóla eftir að málið var afgreitt úr nefndinni til 2. umræðu.
    Nefndin fékk á sinn fund frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson for mann og Þórð Skúlason framkvæmdastjóra. Þeir gerðu grein fyrir afstöðu stjórnar sambandsins til breytingartillögu við 57. gr. frumvarpsins sem meiri hluti menntamálanefndar leggur fram á sérstöku þingskjali. Þar eru lagðar til tvenns konar breytingar. Annars vegar er lagt til að lög um grunnskóla komi ekki að fullu til framkvæmda fyrr en 1. ágúst 1996. Hins vegar er kveðið á um að lögin komi ekki að fullu til framkvæmda fyrr en Alþingi hefur samþykkt lög um rétt inda- og lífeyrismál kennara og skólastjórnenda við grunnskóla.
    Á fundinum var lögð fram umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um breytingartillög una. Þar segir orðrétt:
    „Samband íslenskra sveitarfélaga telur, að þó að ekki hafi verið komið til móts við allar breytingartillögur þess við frumvarpið, þá séu nýjar breytingartillögur frá meiri hluta mennta málanefndar til verulegra bóta.
    Að teknu tilliti til þessara breytingartillagna frá meiri hluta menntamálanefndar Alþingis getur Samband íslenskra sveitarfélaga fallist á að frumvarpið verði samþykkt á yfirstandandi þingi, enda beri ríkið kostnaðarauka er leiðir af gildistöku einstakra greina fyrir 1. ágúst 1996 sem ákveðin verður í reglugerð er menntamálaráðherra setur, sbr. 57. gr.“
    Meiri hluti nefndarinnar telur að með fyrrgreindri breytingartillögu sé gengið verulega til móts við fyrirvara sem fram hafa komið í umsögnum kennarasamtakanna og Sambands ís lenskra sveitarfélaga. Telur meiri hlutinn að ekki verði gengið lengra á þeirri braut að tengja gildistökuákvæði þessara laga við samþykkt annarra væntanlegra lagafrumvarpa er snerta flutn ing grunnskóla til sveitarfélaga né heldur að unnt sé að mæla fyrir um efnisatriði þeirra.

Alþingi, 23. febr. 1995.



    Sigríður A. Þórðardóttir,     Petrína Baldursdóttir.     Björn Bjarnason.
    form., frsm.          

    Tómas Ingi Olrich.     Árni R. Árnason.