Ferill 37. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 37 . mál.


98. Nefndarálit



um till. til. þál. um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-ís lenska síldarstofninum á árinu 1995.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk á sinn fund til viðræðna um málið Halldór Ás grímsson utanríkisráðherra, Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra, Árna Kolbeinsson, ráðu neytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, Helga Ágústsson, formann starfshóps um úthafsveiðar, og Magnús K. Hannesson sendiráðsritara.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt. Jafnframt leggur nefndin áherslu á mikil vægi samstöðu allra þingflokka um framhaldsstefnumótun og málsmeðferð í þessu brýna hags munamáli. Í því skyni er mikilvægt að ríkisstjórn og utanríkismálanefnd hafi fullt samráð um framhald málsins.
    Þrír nefndarmanna skrifa undir álitið með fyrirvara og munu gera grein fyrir honum við umræðu málsins.
    Gunnlaugur M. Sigmundsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 13. júní 1995.



    Geir H. Haarde,     Árni R. Árnason.     Tómas Ingi Olrich.
    form., frsm.          

    Hjálmar Jónsson.     Hjálmar Árnason.     Ólafur Ragnar Grímsson,
              með fyrirvara.

    Össur Skarphéðinsson,     Jóhanna Sigurðardóttir,
    með fyrirvara.     með fyrirvara.