Ferill 32. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 32 . mál.


99. Nefndarálit



um till. til þál. um mótmæli til breskra stjórnvalda gegn förgun olíupallsins Brent Spar.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna, sem flutt er af umhverfisnefnd þingsins, og fékk á sinn fund til viðræðna um hana Magnús K. Hannesson sendiráðsritara og Davíð Egilsson frá Holl ustuvernd ríkisins.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með eftirfarandi


BREYTINGU:



    Tillgr. orðist svo:
    Alþingi ályktar að mótmæla harðlega þeirri ákvörðun breskra stjórnvalda að veita Shell-ol íufélaginu leyfi til að sökkva olíupallinum Brent Spar með margvíslegum eiturefnum í Atl antshafið. Skorar þingið á bresk stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína og koma í veg fyrir að olíumannvirkjum á bresku yfirráðasvæði í Norðursjó verði fargað með þessum hætti.

    Gunnlaugur M. Sigmundsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 13. júní 1995.



    Geir H. Haarde,     Tómas Ingi Olrich,     Ólafur Ragnar Grímsson.
    form.     frsm.     

    Össur Skarphéðinsson.     Árni R. Árnason.     Jóhanna Sigurðardóttir.

    Hjálmar Árnason.     Hjálmar Jónsson.