Ferill 177. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 177 . mál.


220. Fyrirspurn


til viðskiptaráðherra um einkahlutafélög.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.


    Hve mörg hlutafélög og einkahlutafélög hafa verið skráð frá því lög um einkahlutafélög tóku gildi 1. janúar 1995 og hvernig skiptast þau eftir starfsgreinum?
    Hve mörgum hlutafélögum og sameignarfélögum hefur verið breytt í einkahlutafélög frá því lög um einkahlutafélög tóku gildi og hvernig skiptast þau eftir starfsgreinum?
    Hvert er skattalegt hagræði þess að sjálfstæðir atvinnurekendur stofni til einkahlutafélags um rekstur sinn, svo sem varðandi tekjuskatt og eignarskatt og mat á hlunnindum?


Skriflegt svar óskast.