Ferill 43. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 43 . mál.


465. Frumvarp til lánsfjárlaga



fyrir árið 1996.

(Eftir 2. umr., 21. des.)



I. KAFLI

Lántökur ríkissjóðs.

1. gr.

    Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að taka að láni allt að 25.850 m.kr. á árinu 1996.

2. gr.

    Lánsfé skv. 1. gr. skal ráðstafað í samræmi við ákvæði fjárlaga fyrir árið 1996 og þessara laga.

3. gr.

    Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að endurlána allt að 5.320 m.kr. af fjárhæð skv. 1. gr. til eftirtalinna aðila:
    Lánasjóðs íslenskra námsmanna, allt að 4.030 m.kr.
    Þróunarsjóðs sjávarútvegs, allt að 850 m.kr.
    Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, allt að 340 m.kr.
    Alþjóðaflugþjónustunnar, allt að 100 m.kr.

II. KAFLI

Ríkisábyrgðir.

4. gr.

    Eftirtöldum aðilum, sem heimild hafa í sérlögum til lántöku, er heimilt að nýta þær á árinu 1996 með þeim takmörkunum sem tilgreindar eru í 1.–9. tölul. þessarar greinar, sbr. 13. gr. laga nr. 84/1985, um breytingu á lögum nr. 52/1966, um ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings og fjárlaga:
    Landsvirkjun, allt að 2.760 m.kr., sbr. 14. gr. laga nr. 42/1983, um Landsvirkjun, með áorðnum breytingum.
    Byggingarsjóður ríkisins, allt að 2.330 m.kr., sbr. 9. gr. laga nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með áorðnum breytingum.
    Byggingarsjóður verkamanna, allt að 5.660 m.kr., sbr. 48. gr. laga nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með áorðnum breytingum.
    Húsbréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins, allt að 13.500 m.kr., sbr. 19. gr. laga nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með áorðnum breytingum.
    Stofnlánadeild landbúnaðarins, allt að 1.000 m.kr., sbr. 10. og 11. gr. laga nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, með áorðnum breytingum.
    Byggðastofnun, allt að 1.000 m.kr., sbr. 18. gr. laga nr. 64/1985, um Byggðastofnun, með áorðnum breytingum.
    Iðnlánasjóður, allt að 3.200 m.kr., sbr. 6., 10. og 17. gr. laga nr. 76/1987, um Iðnlánasjóð, með áorðnum breytingum.
    Ferðamálasjóður, allt að 150 m.kr., sbr. 27. gr. laga nr. 79/1985, um skipulag ferðamála, með áorðnum breytingum.
    Rafmagnsveitur ríkisins, allt að 650 m.kr., sbr. 62. gr. orkulaga, nr. 58/1967, með áorðnum breytingum.

5. gr.


    Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að ábyrgjast með sjálfskuldarábyrgð lántöku eftirtalinna aðila á árinu 1996:
    Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar, allt að 470 m.kr. til skuldbreytingar eldri lána.
    Bæjarveitur Vestmannaeyja, allt að 24 m.kr. til skuldbreytingar eldri lána.
    Lyfjabúð Háskóla Íslands, allt að 110 m.kr. til kaupa á fasteigninni Austurstræti 16 í Reykjavík.
    Flugmálastjórn, allt að 92 m.kr. til endurnýjunar á flugvél.
    Ríkisútvarpið, allt að 200 m.kr. til kaupa á langbylgjusendi og loftnetum.
    Orkusjóður, allt að 15 m.kr. til jarðhitaleitar.

III. KAFLI

Ýmis ákvæði um lánsfjármál.

6. gr.

    Lántökur samkvæmt lögum þessum skulu fara fram innan lands eða utan.

7. gr.

    Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs getur heimilað þeim aðilum sem njóta ríkisábyrgðar á lántökum sínum:
    að taka lán í því skyni að endurgreiða fyrir gjalddaga eftirstöðvar eldri lána þegar hagstæðari kjör bjóðast;
    að stofna til skulda- og vaxtaskipta og nýta aðra möguleika sem bjóðast á markaði til þess að tryggja viðkomandi aðila gegn verulegum vaxtabreytingum;
    að taka ný lán til endurgreiðslu skammtímalána sem tekin eru á grundvelli heimilda í II. kafla, að hluta eða öllu leyti, án þess að lánssamningur um þau falli úr gildi, enda sé ekki dregið á slíka lánssamninga að nýju nema lagaheimild liggi fyrir.

8. gr.

    Hyggist aðilar, sem njóta ríkisábyrgðar á lántökum sínum, nýta heimildir skv. II. kafla eða 7. gr. skulu þeir gæta ákvæða 2. mgr. 7. gr. laga nr. 43/1990, um Lánasýslu ríkisins.

9. gr.

    Yfirtekin lán og ábyrgðir veittar á lántökum þriðja aðila, eða milliganga um töku lána þeirra, skulu rúmast innan þeirra heimilda sem tilgreindar eru í II. kafla.

10. gr.


    Erlendar fjárhæðir skulu miðast við kaupgengi íslensku krónunnar samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Íslands á staðfestingardegi lánsfjárlaga.

11. gr.


    Stofnlánadeild landbúnaðarins er heimilt að taka allt að 350 m.kr. viðbótarlán á árinu 1995 og 1996 vegna skuldbreytinga á lausaskuldum bænda.

12. gr.


    Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að yfirtaka allar skuldir Herjólfs hf. vegna kaupa á ferjunni Herjólfi.

13. gr.


    Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að gefa út að nýju viðbót inn í eldri flokka spariskírteina ríkissjóðs sem ekki eru komnir á gjalddaga í þeim tilgangi að stækka slíka flokka og gera þá markaðshæfari. Skilmálar og kjör hlutdeildarskírteina (spariskírteina) slíkra viðbóta við eldri flokka skulu vera hin sömu og að breyttu breytanda, þ.e. útgáfudagur, fyrsti vaxtadagur, vextir, verðtryggingarákvæði, gjalddagi og þess háttar.

IV. KAFLI

Gildistökuákvæði.

14. gr.

    Lántökuheimildir og heimildir til ríkisábyrgða, sem tilgreindar eru í I.–III. kafla laga þessara, gilda á árinu 1996 en lántökuheimild skv. 11. gr. gildir einnig á árinu 1995. Heimildir verða þó nýttar til 1. apríl 1997 standi sérstaklega á og samþykki fjármálaráðherra kemur til.

15. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.